Leiðsögn um Rætur Árbæjar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:00 Hér má sjá einn af könnunarskurðunum. Víst er að skurðirnir geta og hafa nú þegar sagt okkur ýmislegt um sögu bæjarstæðis Árbæjar. Mynd/Árbæjarsafn Efnt verður til leiðsagna á Árbæjarafni þar sem áhugasamir frá innsýn inn í nýja fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar. Rannsóknin hefur farið fram í sumar en er þó rétt að hefjast. Sólrún Inga Traustadóttir er uppgraftarstjóri verkefnisins og mun leiða gesti um svæðið. Verkefnið ber heitið Rætur Árbæjar. „Þetta er frumrannsókn á bæjarstæði Árbæjar sem er staðsett inn á Árbæjarsafni,“ segir Sólrún en teknir voru fimm könnunarskurðir á gamla bæjarstæði Árbæjar. „Það voru fornleifar í öllum fimm skurðunum frá mismunandi tímabilum. Þar á meðal er öskuhaugur gamla bæjarinns, sem er svolítið merkilegt út af fyrir sig. Öskuhaugar geta sagt okkur mikið um fólkið sem bjó á bænum og gefið okkur upplýsingar um efnahag þeirra og til dæmis tengingu við útlönd,“ segir Sólrún en einnig fundust tvö mannvirki sem byggð voru fyrir árið 1226 og annað þeirra gæti verið enn eldra, jafnvel frá landnámstíð. „Við vitum ekki enn hverskonar mannvirki þetta eru þar sem við eigum eftir að opna stærra svæði. Þetta eru tveir veggir undir gjóskulagi frá 1226. Gjóskulagið notum við mikið í fornleifafræðinni, það er hálfgerð tímalína,“ segir Sólrún og bætir við: „Elstu rituðu heimildirnar um búsetu á þessum slóðum eru frá miðri 15. öld. Með þessum fundi erum við að bæta við búsetusöguna á þessu svæði og mögulega líka við búsetusögu Reykjavíkur.“ Fornleifarannsóknir taka töluverðan tíma og hefur verkefnið Rætur Árbæjar sem fyrr sagði staðið yfir frá því í sumar og segir Sólrún erfitt að segja hvenær hægt verði að segja því lokið. „Við erum rétt á byrjunarstigi og í haust verður farið í að vinna úr gögnunum og vinna rannsóknaráætlun út frá þessum niðurstöðum.“ Hún segir þó ljóst að um sé að ræða margar ára eða jafnvel áratuga langt verkefni. Auk Sólrúnar komu þær Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa hjá Borgarsögusafni og Margrét Björk Magnúsdóttir fornleifafræðingur að uppgreftrinum. Þeir sem eru áhugasamir um verkefnið hafa kost á því að koma á Árbæjarsafn í dag, bæði klukkan 14.00 og 16.00 þar sem Sólrún mun leiða leiðsögn. Leiðsögnin fer fram á íslensku og frítt er inn á meðan á henni stendur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júlí. Fornminjar Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Efnt verður til leiðsagna á Árbæjarafni þar sem áhugasamir frá innsýn inn í nýja fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar. Rannsóknin hefur farið fram í sumar en er þó rétt að hefjast. Sólrún Inga Traustadóttir er uppgraftarstjóri verkefnisins og mun leiða gesti um svæðið. Verkefnið ber heitið Rætur Árbæjar. „Þetta er frumrannsókn á bæjarstæði Árbæjar sem er staðsett inn á Árbæjarsafni,“ segir Sólrún en teknir voru fimm könnunarskurðir á gamla bæjarstæði Árbæjar. „Það voru fornleifar í öllum fimm skurðunum frá mismunandi tímabilum. Þar á meðal er öskuhaugur gamla bæjarinns, sem er svolítið merkilegt út af fyrir sig. Öskuhaugar geta sagt okkur mikið um fólkið sem bjó á bænum og gefið okkur upplýsingar um efnahag þeirra og til dæmis tengingu við útlönd,“ segir Sólrún en einnig fundust tvö mannvirki sem byggð voru fyrir árið 1226 og annað þeirra gæti verið enn eldra, jafnvel frá landnámstíð. „Við vitum ekki enn hverskonar mannvirki þetta eru þar sem við eigum eftir að opna stærra svæði. Þetta eru tveir veggir undir gjóskulagi frá 1226. Gjóskulagið notum við mikið í fornleifafræðinni, það er hálfgerð tímalína,“ segir Sólrún og bætir við: „Elstu rituðu heimildirnar um búsetu á þessum slóðum eru frá miðri 15. öld. Með þessum fundi erum við að bæta við búsetusöguna á þessu svæði og mögulega líka við búsetusögu Reykjavíkur.“ Fornleifarannsóknir taka töluverðan tíma og hefur verkefnið Rætur Árbæjar sem fyrr sagði staðið yfir frá því í sumar og segir Sólrún erfitt að segja hvenær hægt verði að segja því lokið. „Við erum rétt á byrjunarstigi og í haust verður farið í að vinna úr gögnunum og vinna rannsóknaráætlun út frá þessum niðurstöðum.“ Hún segir þó ljóst að um sé að ræða margar ára eða jafnvel áratuga langt verkefni. Auk Sólrúnar komu þær Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa hjá Borgarsögusafni og Margrét Björk Magnúsdóttir fornleifafræðingur að uppgreftrinum. Þeir sem eru áhugasamir um verkefnið hafa kost á því að koma á Árbæjarsafn í dag, bæði klukkan 14.00 og 16.00 þar sem Sólrún mun leiða leiðsögn. Leiðsögnin fer fram á íslensku og frítt er inn á meðan á henni stendur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júlí.
Fornminjar Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira