Heiður að vera treyst til forystu í evrópskri stjórn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2016 09:15 Á Íslandi hefur verið dregið úr sögukennslu á undanförnum árum, að sögn Lóu Steinunnar. Hún er ekki nógu ánægð með þá þróun. Vísir/Vilhelm Euroclio eru fjölmenn samtök þeirra sem sinna sögukennslu í Evrópu og það er heiður að vera treyst til forystu í þeim. Við sitjum í stjórn í sex ár að hámarki, ég er búin að vera í fjögur og var orðinn mesti reynsluboltinn,“ segir Lóa Steinunn Kristjánsdóttir, sögukennari í Menntaskólanum við Sund og nýr forseti Euroclio. Euroclio voru stofnuð fyrir 25 árum í kringum fall Berlínarmúrsins. „Þá var farið að endurskrifa námsefni í fyrrum Austur-Evrópuríkjum, þar sem oft þurfti að breyta mjög miklu,“ upplýsir Lóa. „Við höfum líka unnið með heimafólki við námsgagnagerð á Balkanskaganum og Svartahafssvæðinu, þar sem áhersla er lögð á hinn sameiginlega arf frekar en sundrandi þætti.“ Samtökin hafa skrifstofu í Haag með fimm starfsmönnum. Auk þess segir Lóa marga einstaklinga vinna innan samtakanna í sjálfboðavinnu, þar á meðal hana sjálfa. „Ég hef setið fundi og tekið þátt í að móta námskeið og leiðsegja þar og finnst það áhugavert. Við gefum líka út rafræna kennslubók sem heitir historyana.eu og ég hef skrifað í hana. Svo höldum við árlega eina stóra ráðstefnu og minni málþing inn á milli.“ Lóa er einmitt nýkomin af stórri ráðstefnu í Belfast. Hún kveðst aldrei hafa komið til þeirrar borgar áður og segir klofninginn í samfélaginu mun meiri en hún hafi átt von á. „Þarna eru enn múrar milli hverfa og mismunandi skólar eftir trúarbrögðum fólks og uppruna. Það var sérstök upplifun eftir tveggja tíma flugferð frá Íslandi. Þarna er samt lífsglatt fólk og kennarar vinna saman þvert á alla múra og reyna að minnka togstreituna.“ Á Íslandi hefur verið dregið úr sögukennslu á seinni árum, að sögn Lóu. Hún er ekki nógu ánægð með þá þróun. „Saga er viðamikil grein á öllum skólastigum víðast í Evrópu, einkum í efri bekkjum grunnskóla og ef við horfum til Danmerkur þá eru stærðfræði og saga stóru greinarnar þar í framhaldsskóla. En hér hefur verið farið inn á svo mikla félagsfræðilínu síðustu áratugina.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Euroclio eru fjölmenn samtök þeirra sem sinna sögukennslu í Evrópu og það er heiður að vera treyst til forystu í þeim. Við sitjum í stjórn í sex ár að hámarki, ég er búin að vera í fjögur og var orðinn mesti reynsluboltinn,“ segir Lóa Steinunn Kristjánsdóttir, sögukennari í Menntaskólanum við Sund og nýr forseti Euroclio. Euroclio voru stofnuð fyrir 25 árum í kringum fall Berlínarmúrsins. „Þá var farið að endurskrifa námsefni í fyrrum Austur-Evrópuríkjum, þar sem oft þurfti að breyta mjög miklu,“ upplýsir Lóa. „Við höfum líka unnið með heimafólki við námsgagnagerð á Balkanskaganum og Svartahafssvæðinu, þar sem áhersla er lögð á hinn sameiginlega arf frekar en sundrandi þætti.“ Samtökin hafa skrifstofu í Haag með fimm starfsmönnum. Auk þess segir Lóa marga einstaklinga vinna innan samtakanna í sjálfboðavinnu, þar á meðal hana sjálfa. „Ég hef setið fundi og tekið þátt í að móta námskeið og leiðsegja þar og finnst það áhugavert. Við gefum líka út rafræna kennslubók sem heitir historyana.eu og ég hef skrifað í hana. Svo höldum við árlega eina stóra ráðstefnu og minni málþing inn á milli.“ Lóa er einmitt nýkomin af stórri ráðstefnu í Belfast. Hún kveðst aldrei hafa komið til þeirrar borgar áður og segir klofninginn í samfélaginu mun meiri en hún hafi átt von á. „Þarna eru enn múrar milli hverfa og mismunandi skólar eftir trúarbrögðum fólks og uppruna. Það var sérstök upplifun eftir tveggja tíma flugferð frá Íslandi. Þarna er samt lífsglatt fólk og kennarar vinna saman þvert á alla múra og reyna að minnka togstreituna.“ Á Íslandi hefur verið dregið úr sögukennslu á seinni árum, að sögn Lóu. Hún er ekki nógu ánægð með þá þróun. „Saga er viðamikil grein á öllum skólastigum víðast í Evrópu, einkum í efri bekkjum grunnskóla og ef við horfum til Danmerkur þá eru stærðfræði og saga stóru greinarnar þar í framhaldsskóla. En hér hefur verið farið inn á svo mikla félagsfræðilínu síðustu áratugina.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira