Myndaði andlit 100 Íslendinga sem börðust við þunglyndi: „Eigin fordómar hindra okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. apríl 2016 11:00 Flott verkefni vísir „Eftir að hafa verið í gíslingu eigin fordóma opnaði ég mig opinberlega um veikindi mín í lok síðasta árs, eftir 11 ára baráttu,“ segir Tara Ösp Tjörvadóttir, sem fer nú af stað með ljósmyndaverkefnið Faces Of Depression sem var stofnað til að vekja samkennd fyrir þunglyndi auk þess að vera vettvangur fyrir fólk til að opinbera veikindi sín. „Þá fann ég að byrðin af því að fela þunglyndið hafi verið þyngri en sjúkdómurinn sjálfur, sem er átakanleg staðreynd hjá mörgum sem glíma við andlega sjúkdóma. Eigin fordómar hindra okkur í að sækja hjálp, þeir hindra okkur í að tala um baráttu okkar, en það er ekki fyrr en við förum að tala um veikindin sem okkur fer að batna.“ Hún segir að í beinu framhaldi af frelsun sinni hafi tugir manna haft samband við sig sem voru fangar eigin fordóma og vildu hjálpa. „Ég fór af stað með verkefnið Faces Of Depression með það að markmiði að mynda andlit 100 Íslendinga sem voru í baráttunni við þunglyndi. Verkefnið var hugsað sem vettvangur fyrir þunglynda til að opinbera veikindi sín auk þess að vekja samkennd með sjúkdómnum.“ Hér að neðan má sjá myndir af 100 Íslendingum sem glíma við þunglyndi. Tara segir að baráttan við fordóma eigi langt í land og sé næsta verkefni hennar fræðslu heimildarmyndin Depressed Nation. „Þar sem ég mun taka viðtöl við fólk víðsvegar um landið sem hefur reynslu af þunglyndi og blanda því saman við fræðsluefni. Myndin mun fræða þig bæði um þunglyndi, áhrifin sem fordómar hafa og hvað við getum gert til að gera samfélagið okkar að virkari, samstæðari og heilbrigðari stað til að búa á.“ Hér má kynna sér verkefnið nánar. Meðaltími sem þunglynd manneskja bíður eftir að fá hjálp frá því hún veikist og þar til hún leitar sér hjálpar eru 10 ár og þunglyndi rétt eins og aðrir sjúkdómar getur versnað með tímanum. „Við þurfum að grípa inn í áður en það er um seinan. Við þurfum að fræða börnin og unglingana okkar um andlega sjúkdóma til að fyrirbyggja eftir bestu getu langvarandi andleg veikindi. Við þurfum að kenna samfélaginu að tala um andlega sjúkdóma og brýna mikilvægi þess að tala um þá. Verum stolt af baráttum okkar og annarra við andleg veikindi og styðjum hvort annað því við erum langt frá því að vera ein,“ segir Tara. Hér má sjá myndband um verkefni Töru. Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Eftir að hafa verið í gíslingu eigin fordóma opnaði ég mig opinberlega um veikindi mín í lok síðasta árs, eftir 11 ára baráttu,“ segir Tara Ösp Tjörvadóttir, sem fer nú af stað með ljósmyndaverkefnið Faces Of Depression sem var stofnað til að vekja samkennd fyrir þunglyndi auk þess að vera vettvangur fyrir fólk til að opinbera veikindi sín. „Þá fann ég að byrðin af því að fela þunglyndið hafi verið þyngri en sjúkdómurinn sjálfur, sem er átakanleg staðreynd hjá mörgum sem glíma við andlega sjúkdóma. Eigin fordómar hindra okkur í að sækja hjálp, þeir hindra okkur í að tala um baráttu okkar, en það er ekki fyrr en við förum að tala um veikindin sem okkur fer að batna.“ Hún segir að í beinu framhaldi af frelsun sinni hafi tugir manna haft samband við sig sem voru fangar eigin fordóma og vildu hjálpa. „Ég fór af stað með verkefnið Faces Of Depression með það að markmiði að mynda andlit 100 Íslendinga sem voru í baráttunni við þunglyndi. Verkefnið var hugsað sem vettvangur fyrir þunglynda til að opinbera veikindi sín auk þess að vekja samkennd með sjúkdómnum.“ Hér að neðan má sjá myndir af 100 Íslendingum sem glíma við þunglyndi. Tara segir að baráttan við fordóma eigi langt í land og sé næsta verkefni hennar fræðslu heimildarmyndin Depressed Nation. „Þar sem ég mun taka viðtöl við fólk víðsvegar um landið sem hefur reynslu af þunglyndi og blanda því saman við fræðsluefni. Myndin mun fræða þig bæði um þunglyndi, áhrifin sem fordómar hafa og hvað við getum gert til að gera samfélagið okkar að virkari, samstæðari og heilbrigðari stað til að búa á.“ Hér má kynna sér verkefnið nánar. Meðaltími sem þunglynd manneskja bíður eftir að fá hjálp frá því hún veikist og þar til hún leitar sér hjálpar eru 10 ár og þunglyndi rétt eins og aðrir sjúkdómar getur versnað með tímanum. „Við þurfum að grípa inn í áður en það er um seinan. Við þurfum að fræða börnin og unglingana okkar um andlega sjúkdóma til að fyrirbyggja eftir bestu getu langvarandi andleg veikindi. Við þurfum að kenna samfélaginu að tala um andlega sjúkdóma og brýna mikilvægi þess að tala um þá. Verum stolt af baráttum okkar og annarra við andleg veikindi og styðjum hvort annað því við erum langt frá því að vera ein,“ segir Tara. Hér má sjá myndband um verkefni Töru.
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira