Myndaði andlit 100 Íslendinga sem börðust við þunglyndi: „Eigin fordómar hindra okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. apríl 2016 11:00 Flott verkefni vísir „Eftir að hafa verið í gíslingu eigin fordóma opnaði ég mig opinberlega um veikindi mín í lok síðasta árs, eftir 11 ára baráttu,“ segir Tara Ösp Tjörvadóttir, sem fer nú af stað með ljósmyndaverkefnið Faces Of Depression sem var stofnað til að vekja samkennd fyrir þunglyndi auk þess að vera vettvangur fyrir fólk til að opinbera veikindi sín. „Þá fann ég að byrðin af því að fela þunglyndið hafi verið þyngri en sjúkdómurinn sjálfur, sem er átakanleg staðreynd hjá mörgum sem glíma við andlega sjúkdóma. Eigin fordómar hindra okkur í að sækja hjálp, þeir hindra okkur í að tala um baráttu okkar, en það er ekki fyrr en við förum að tala um veikindin sem okkur fer að batna.“ Hún segir að í beinu framhaldi af frelsun sinni hafi tugir manna haft samband við sig sem voru fangar eigin fordóma og vildu hjálpa. „Ég fór af stað með verkefnið Faces Of Depression með það að markmiði að mynda andlit 100 Íslendinga sem voru í baráttunni við þunglyndi. Verkefnið var hugsað sem vettvangur fyrir þunglynda til að opinbera veikindi sín auk þess að vekja samkennd með sjúkdómnum.“ Hér að neðan má sjá myndir af 100 Íslendingum sem glíma við þunglyndi. Tara segir að baráttan við fordóma eigi langt í land og sé næsta verkefni hennar fræðslu heimildarmyndin Depressed Nation. „Þar sem ég mun taka viðtöl við fólk víðsvegar um landið sem hefur reynslu af þunglyndi og blanda því saman við fræðsluefni. Myndin mun fræða þig bæði um þunglyndi, áhrifin sem fordómar hafa og hvað við getum gert til að gera samfélagið okkar að virkari, samstæðari og heilbrigðari stað til að búa á.“ Hér má kynna sér verkefnið nánar. Meðaltími sem þunglynd manneskja bíður eftir að fá hjálp frá því hún veikist og þar til hún leitar sér hjálpar eru 10 ár og þunglyndi rétt eins og aðrir sjúkdómar getur versnað með tímanum. „Við þurfum að grípa inn í áður en það er um seinan. Við þurfum að fræða börnin og unglingana okkar um andlega sjúkdóma til að fyrirbyggja eftir bestu getu langvarandi andleg veikindi. Við þurfum að kenna samfélaginu að tala um andlega sjúkdóma og brýna mikilvægi þess að tala um þá. Verum stolt af baráttum okkar og annarra við andleg veikindi og styðjum hvort annað því við erum langt frá því að vera ein,“ segir Tara. Hér má sjá myndband um verkefni Töru. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Eftir að hafa verið í gíslingu eigin fordóma opnaði ég mig opinberlega um veikindi mín í lok síðasta árs, eftir 11 ára baráttu,“ segir Tara Ösp Tjörvadóttir, sem fer nú af stað með ljósmyndaverkefnið Faces Of Depression sem var stofnað til að vekja samkennd fyrir þunglyndi auk þess að vera vettvangur fyrir fólk til að opinbera veikindi sín. „Þá fann ég að byrðin af því að fela þunglyndið hafi verið þyngri en sjúkdómurinn sjálfur, sem er átakanleg staðreynd hjá mörgum sem glíma við andlega sjúkdóma. Eigin fordómar hindra okkur í að sækja hjálp, þeir hindra okkur í að tala um baráttu okkar, en það er ekki fyrr en við förum að tala um veikindin sem okkur fer að batna.“ Hún segir að í beinu framhaldi af frelsun sinni hafi tugir manna haft samband við sig sem voru fangar eigin fordóma og vildu hjálpa. „Ég fór af stað með verkefnið Faces Of Depression með það að markmiði að mynda andlit 100 Íslendinga sem voru í baráttunni við þunglyndi. Verkefnið var hugsað sem vettvangur fyrir þunglynda til að opinbera veikindi sín auk þess að vekja samkennd með sjúkdómnum.“ Hér að neðan má sjá myndir af 100 Íslendingum sem glíma við þunglyndi. Tara segir að baráttan við fordóma eigi langt í land og sé næsta verkefni hennar fræðslu heimildarmyndin Depressed Nation. „Þar sem ég mun taka viðtöl við fólk víðsvegar um landið sem hefur reynslu af þunglyndi og blanda því saman við fræðsluefni. Myndin mun fræða þig bæði um þunglyndi, áhrifin sem fordómar hafa og hvað við getum gert til að gera samfélagið okkar að virkari, samstæðari og heilbrigðari stað til að búa á.“ Hér má kynna sér verkefnið nánar. Meðaltími sem þunglynd manneskja bíður eftir að fá hjálp frá því hún veikist og þar til hún leitar sér hjálpar eru 10 ár og þunglyndi rétt eins og aðrir sjúkdómar getur versnað með tímanum. „Við þurfum að grípa inn í áður en það er um seinan. Við þurfum að fræða börnin og unglingana okkar um andlega sjúkdóma til að fyrirbyggja eftir bestu getu langvarandi andleg veikindi. Við þurfum að kenna samfélaginu að tala um andlega sjúkdóma og brýna mikilvægi þess að tala um þá. Verum stolt af baráttum okkar og annarra við andleg veikindi og styðjum hvort annað því við erum langt frá því að vera ein,“ segir Tara. Hér má sjá myndband um verkefni Töru.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira