Góða systir vekur heimsathygli Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. mars 2016 09:30 Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofnaði Facebook-síðuna Góða systir. Vísir/Anton „Ég var mjög hissa, þegar ég fékk símtal frá Facebook og mér tilkynnt að ég væri ein af sjö konum í heiminum sem Facebook vildi fjalla um í sambandi við Alþjóðlegan baráttudag kvenna sem haldinn var í gær,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, stofnandi Facebook-síðunnar Góða systir sem ætluð er jákvæðum og uppbyggilegum boðskap fyrir konur. Facebook-síðan Góða systir hefur heldur betur vakið athygli í þjóðfélaginu, en yfir 50 þúsund konur eru skráðar í hópinn sem stofnaður var í þeim tilgangi að konur gætu komið saman og sýnt hver annarri skilning, virðingu og kærleik þrátt fyrir ólíkt líf, viðhorf og skoðanir. Ég trúði því eiginlega ekki þegar ég fékk símtal frá Facebook, ég hélt að það væri verið að gera símagrín í mér en svo var ekki. Það var kona sem vinnur hjá Facebook sem hafði heyrt um framtakið Góða systir og þeim fannst þetta frábært framtak og hálf ótrúlegt að yfir 50 þúsund konur væru skráðar í hópinn af 300.000 manna samfélagi,“ segir Þórunn glöð í bragði. Viðtalið og myndir af Þórunni Antoníu birtust meðal annars í tímaritinu TIME í gær, en hingað til landsins kom þekktur ljósmyndari fyrir hönd Facebook til þess að hitta Þórunni og taka af henni myndir og viðtal fyrir þetta fallega verkefni. „Mihaela Noroc kom hingað til landsins til að hitta mig, hún er alveg yndisleg og hefur alveg rosalega fallega nærveru, það geislar frá henni góðmennska og blíða til kvenna svo ég var alls ekki hissa á því að hún hefði tekið að sér verkefni sem þetta. Hún ferðast um heiminn til þess að taka myndir af konum og vekja athygli á baráttukonum víða um heim. Við vorum sammála um það að ákveðnir þættir í okkar lífi hafi breytt sýn á mikilvægi þess að konur standi saman, en það var fæðing dóttur minnar sem breytti sýn minni á konur. Við konur eru alveg magnaðar verur, og sameinaðar erum við algjörlega óstöðvandi,“ segir Þórunn full þakklætis fyrir að vera valin í hóp með þessum framúrskarandi baráttukonum. This International Women’s Day, we’ve partnered with The Atlas of Beauty to recognize six women who are doing their part...Posted by Facebook Stories on Tuesday, March 8, 2016 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
„Ég var mjög hissa, þegar ég fékk símtal frá Facebook og mér tilkynnt að ég væri ein af sjö konum í heiminum sem Facebook vildi fjalla um í sambandi við Alþjóðlegan baráttudag kvenna sem haldinn var í gær,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, stofnandi Facebook-síðunnar Góða systir sem ætluð er jákvæðum og uppbyggilegum boðskap fyrir konur. Facebook-síðan Góða systir hefur heldur betur vakið athygli í þjóðfélaginu, en yfir 50 þúsund konur eru skráðar í hópinn sem stofnaður var í þeim tilgangi að konur gætu komið saman og sýnt hver annarri skilning, virðingu og kærleik þrátt fyrir ólíkt líf, viðhorf og skoðanir. Ég trúði því eiginlega ekki þegar ég fékk símtal frá Facebook, ég hélt að það væri verið að gera símagrín í mér en svo var ekki. Það var kona sem vinnur hjá Facebook sem hafði heyrt um framtakið Góða systir og þeim fannst þetta frábært framtak og hálf ótrúlegt að yfir 50 þúsund konur væru skráðar í hópinn af 300.000 manna samfélagi,“ segir Þórunn glöð í bragði. Viðtalið og myndir af Þórunni Antoníu birtust meðal annars í tímaritinu TIME í gær, en hingað til landsins kom þekktur ljósmyndari fyrir hönd Facebook til þess að hitta Þórunni og taka af henni myndir og viðtal fyrir þetta fallega verkefni. „Mihaela Noroc kom hingað til landsins til að hitta mig, hún er alveg yndisleg og hefur alveg rosalega fallega nærveru, það geislar frá henni góðmennska og blíða til kvenna svo ég var alls ekki hissa á því að hún hefði tekið að sér verkefni sem þetta. Hún ferðast um heiminn til þess að taka myndir af konum og vekja athygli á baráttukonum víða um heim. Við vorum sammála um það að ákveðnir þættir í okkar lífi hafi breytt sýn á mikilvægi þess að konur standi saman, en það var fæðing dóttur minnar sem breytti sýn minni á konur. Við konur eru alveg magnaðar verur, og sameinaðar erum við algjörlega óstöðvandi,“ segir Þórunn full þakklætis fyrir að vera valin í hóp með þessum framúrskarandi baráttukonum. This International Women’s Day, we’ve partnered with The Atlas of Beauty to recognize six women who are doing their part...Posted by Facebook Stories on Tuesday, March 8, 2016
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira