Aðgerðir yfirvalda of harkalegar og meðalhófi ekki gætt vegna Airbnb leigusala Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2016 20:22 Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. Fréttastofan greindi frá því í gærkvöldi að fulltrúar lögreglu og embættis ríkisskattstjóra hefðu heimsótt 50 einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. Alþingi samþykkti nú fyrr í sumar ný lög um slíkar íbúðir sem taka gildi um næstu áramót en lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi. Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður samtaka um skammtímaleigu á heimilum er ekki sátt við aðgerðir yfirvalda. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega harkalegar aðgerðir. Við vitum að þetta vandamál með að fólk hefur ekki leyfi er til staðar en við höfum verið að vinna með stjórnvöldum og réttilega eins og þú segir þá er búið að taka á þessu og samþykkja ný lög, þau eiga bara eftir að taka gildi. Það er engin hætta það er ekki verið að gæta neins meðalhófs. Meðalhófið hefði kannski verið að senda bréf eða hafa samband við fólk og gefa þeim tækifæri til þess að gera grein fyrir sínum málum.” segir Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Ragnhildur segir að í ljósi lagabreytinganna í júní, skjóti það svolítið skökku við að yfirvöld hafi farið í þessar aðgerðir. Fréttastofa fór yfir það í dag hvar sé hægt að leita sér upplýsinga og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla hjá yfirvöldum, áður en leigusali setur fasteign í útleigu. Svo virðist vera að slíkar upplýsingar séu af skornum skammti á heimasíðum yfirvalda. „Það eru engar leiðbeiningar að finna á netinu. Þetta er bara þetta umsóknareyðublað og síðan getur þú auðvitað hringt í sýslumann og svo er það bara misliðlegir starfsmenn sem svara þér.” Auk leyfisins þarf að leita umsagnar hjá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti og slökkviliði og auðveldar það ekki umsóknarferlið. „Mál týnast í kerfinu auðveldlega, það stranda einhvers staðar þarna, það gleymist að láta vita þarna og svo framvegis og svo framvegis þess vegna tekur þetta oft miklu lengri tíma og menn eða þeir sem eru að sækja um eru kannski ekkert að fá þær upplýsingar sem þeir vilja.” segir Ragnhildur að lokum. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. Fréttastofan greindi frá því í gærkvöldi að fulltrúar lögreglu og embættis ríkisskattstjóra hefðu heimsótt 50 einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. Alþingi samþykkti nú fyrr í sumar ný lög um slíkar íbúðir sem taka gildi um næstu áramót en lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi. Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður samtaka um skammtímaleigu á heimilum er ekki sátt við aðgerðir yfirvalda. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega harkalegar aðgerðir. Við vitum að þetta vandamál með að fólk hefur ekki leyfi er til staðar en við höfum verið að vinna með stjórnvöldum og réttilega eins og þú segir þá er búið að taka á þessu og samþykkja ný lög, þau eiga bara eftir að taka gildi. Það er engin hætta það er ekki verið að gæta neins meðalhófs. Meðalhófið hefði kannski verið að senda bréf eða hafa samband við fólk og gefa þeim tækifæri til þess að gera grein fyrir sínum málum.” segir Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Ragnhildur segir að í ljósi lagabreytinganna í júní, skjóti það svolítið skökku við að yfirvöld hafi farið í þessar aðgerðir. Fréttastofa fór yfir það í dag hvar sé hægt að leita sér upplýsinga og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla hjá yfirvöldum, áður en leigusali setur fasteign í útleigu. Svo virðist vera að slíkar upplýsingar séu af skornum skammti á heimasíðum yfirvalda. „Það eru engar leiðbeiningar að finna á netinu. Þetta er bara þetta umsóknareyðublað og síðan getur þú auðvitað hringt í sýslumann og svo er það bara misliðlegir starfsmenn sem svara þér.” Auk leyfisins þarf að leita umsagnar hjá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti og slökkviliði og auðveldar það ekki umsóknarferlið. „Mál týnast í kerfinu auðveldlega, það stranda einhvers staðar þarna, það gleymist að láta vita þarna og svo framvegis og svo framvegis þess vegna tekur þetta oft miklu lengri tíma og menn eða þeir sem eru að sækja um eru kannski ekkert að fá þær upplýsingar sem þeir vilja.” segir Ragnhildur að lokum.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira