Aðgerðir yfirvalda of harkalegar og meðalhófi ekki gætt vegna Airbnb leigusala Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2016 20:22 Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. Fréttastofan greindi frá því í gærkvöldi að fulltrúar lögreglu og embættis ríkisskattstjóra hefðu heimsótt 50 einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. Alþingi samþykkti nú fyrr í sumar ný lög um slíkar íbúðir sem taka gildi um næstu áramót en lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi. Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður samtaka um skammtímaleigu á heimilum er ekki sátt við aðgerðir yfirvalda. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega harkalegar aðgerðir. Við vitum að þetta vandamál með að fólk hefur ekki leyfi er til staðar en við höfum verið að vinna með stjórnvöldum og réttilega eins og þú segir þá er búið að taka á þessu og samþykkja ný lög, þau eiga bara eftir að taka gildi. Það er engin hætta það er ekki verið að gæta neins meðalhófs. Meðalhófið hefði kannski verið að senda bréf eða hafa samband við fólk og gefa þeim tækifæri til þess að gera grein fyrir sínum málum.” segir Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Ragnhildur segir að í ljósi lagabreytinganna í júní, skjóti það svolítið skökku við að yfirvöld hafi farið í þessar aðgerðir. Fréttastofa fór yfir það í dag hvar sé hægt að leita sér upplýsinga og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla hjá yfirvöldum, áður en leigusali setur fasteign í útleigu. Svo virðist vera að slíkar upplýsingar séu af skornum skammti á heimasíðum yfirvalda. „Það eru engar leiðbeiningar að finna á netinu. Þetta er bara þetta umsóknareyðublað og síðan getur þú auðvitað hringt í sýslumann og svo er það bara misliðlegir starfsmenn sem svara þér.” Auk leyfisins þarf að leita umsagnar hjá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti og slökkviliði og auðveldar það ekki umsóknarferlið. „Mál týnast í kerfinu auðveldlega, það stranda einhvers staðar þarna, það gleymist að láta vita þarna og svo framvegis og svo framvegis þess vegna tekur þetta oft miklu lengri tíma og menn eða þeir sem eru að sækja um eru kannski ekkert að fá þær upplýsingar sem þeir vilja.” segir Ragnhildur að lokum. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. Fréttastofan greindi frá því í gærkvöldi að fulltrúar lögreglu og embættis ríkisskattstjóra hefðu heimsótt 50 einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. Alþingi samþykkti nú fyrr í sumar ný lög um slíkar íbúðir sem taka gildi um næstu áramót en lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi. Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður samtaka um skammtímaleigu á heimilum er ekki sátt við aðgerðir yfirvalda. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega harkalegar aðgerðir. Við vitum að þetta vandamál með að fólk hefur ekki leyfi er til staðar en við höfum verið að vinna með stjórnvöldum og réttilega eins og þú segir þá er búið að taka á þessu og samþykkja ný lög, þau eiga bara eftir að taka gildi. Það er engin hætta það er ekki verið að gæta neins meðalhófs. Meðalhófið hefði kannski verið að senda bréf eða hafa samband við fólk og gefa þeim tækifæri til þess að gera grein fyrir sínum málum.” segir Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Ragnhildur segir að í ljósi lagabreytinganna í júní, skjóti það svolítið skökku við að yfirvöld hafi farið í þessar aðgerðir. Fréttastofa fór yfir það í dag hvar sé hægt að leita sér upplýsinga og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla hjá yfirvöldum, áður en leigusali setur fasteign í útleigu. Svo virðist vera að slíkar upplýsingar séu af skornum skammti á heimasíðum yfirvalda. „Það eru engar leiðbeiningar að finna á netinu. Þetta er bara þetta umsóknareyðublað og síðan getur þú auðvitað hringt í sýslumann og svo er það bara misliðlegir starfsmenn sem svara þér.” Auk leyfisins þarf að leita umsagnar hjá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti og slökkviliði og auðveldar það ekki umsóknarferlið. „Mál týnast í kerfinu auðveldlega, það stranda einhvers staðar þarna, það gleymist að láta vita þarna og svo framvegis og svo framvegis þess vegna tekur þetta oft miklu lengri tíma og menn eða þeir sem eru að sækja um eru kannski ekkert að fá þær upplýsingar sem þeir vilja.” segir Ragnhildur að lokum.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira