Aðgerðir yfirvalda of harkalegar og meðalhófi ekki gætt vegna Airbnb leigusala Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2016 20:22 Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. Fréttastofan greindi frá því í gærkvöldi að fulltrúar lögreglu og embættis ríkisskattstjóra hefðu heimsótt 50 einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. Alþingi samþykkti nú fyrr í sumar ný lög um slíkar íbúðir sem taka gildi um næstu áramót en lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi. Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður samtaka um skammtímaleigu á heimilum er ekki sátt við aðgerðir yfirvalda. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega harkalegar aðgerðir. Við vitum að þetta vandamál með að fólk hefur ekki leyfi er til staðar en við höfum verið að vinna með stjórnvöldum og réttilega eins og þú segir þá er búið að taka á þessu og samþykkja ný lög, þau eiga bara eftir að taka gildi. Það er engin hætta það er ekki verið að gæta neins meðalhófs. Meðalhófið hefði kannski verið að senda bréf eða hafa samband við fólk og gefa þeim tækifæri til þess að gera grein fyrir sínum málum.” segir Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Ragnhildur segir að í ljósi lagabreytinganna í júní, skjóti það svolítið skökku við að yfirvöld hafi farið í þessar aðgerðir. Fréttastofa fór yfir það í dag hvar sé hægt að leita sér upplýsinga og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla hjá yfirvöldum, áður en leigusali setur fasteign í útleigu. Svo virðist vera að slíkar upplýsingar séu af skornum skammti á heimasíðum yfirvalda. „Það eru engar leiðbeiningar að finna á netinu. Þetta er bara þetta umsóknareyðublað og síðan getur þú auðvitað hringt í sýslumann og svo er það bara misliðlegir starfsmenn sem svara þér.” Auk leyfisins þarf að leita umsagnar hjá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti og slökkviliði og auðveldar það ekki umsóknarferlið. „Mál týnast í kerfinu auðveldlega, það stranda einhvers staðar þarna, það gleymist að láta vita þarna og svo framvegis og svo framvegis þess vegna tekur þetta oft miklu lengri tíma og menn eða þeir sem eru að sækja um eru kannski ekkert að fá þær upplýsingar sem þeir vilja.” segir Ragnhildur að lokum. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. Fréttastofan greindi frá því í gærkvöldi að fulltrúar lögreglu og embættis ríkisskattstjóra hefðu heimsótt 50 einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. Alþingi samþykkti nú fyrr í sumar ný lög um slíkar íbúðir sem taka gildi um næstu áramót en lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi. Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður samtaka um skammtímaleigu á heimilum er ekki sátt við aðgerðir yfirvalda. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega harkalegar aðgerðir. Við vitum að þetta vandamál með að fólk hefur ekki leyfi er til staðar en við höfum verið að vinna með stjórnvöldum og réttilega eins og þú segir þá er búið að taka á þessu og samþykkja ný lög, þau eiga bara eftir að taka gildi. Það er engin hætta það er ekki verið að gæta neins meðalhófs. Meðalhófið hefði kannski verið að senda bréf eða hafa samband við fólk og gefa þeim tækifæri til þess að gera grein fyrir sínum málum.” segir Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Ragnhildur segir að í ljósi lagabreytinganna í júní, skjóti það svolítið skökku við að yfirvöld hafi farið í þessar aðgerðir. Fréttastofa fór yfir það í dag hvar sé hægt að leita sér upplýsinga og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla hjá yfirvöldum, áður en leigusali setur fasteign í útleigu. Svo virðist vera að slíkar upplýsingar séu af skornum skammti á heimasíðum yfirvalda. „Það eru engar leiðbeiningar að finna á netinu. Þetta er bara þetta umsóknareyðublað og síðan getur þú auðvitað hringt í sýslumann og svo er það bara misliðlegir starfsmenn sem svara þér.” Auk leyfisins þarf að leita umsagnar hjá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti og slökkviliði og auðveldar það ekki umsóknarferlið. „Mál týnast í kerfinu auðveldlega, það stranda einhvers staðar þarna, það gleymist að láta vita þarna og svo framvegis og svo framvegis þess vegna tekur þetta oft miklu lengri tíma og menn eða þeir sem eru að sækja um eru kannski ekkert að fá þær upplýsingar sem þeir vilja.” segir Ragnhildur að lokum.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira