Eiríkur Ingi borinn þungum sökum af ítölskum keppanda: Fékk eftirlitsbíl til að tryggja að Ítalinn færi eftir reglum Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2016 18:04 Eiríkur Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í einstaklingskeppni hjólreiðakeppninnar Wow –Cyclathon. Sá sem lenti í öðru sæti, Ítalinn Omar Di Felice, ber Eirík Inga þungum sökum en hann hefur sakað Eirík Inga um að hafa nýtt sér kjölsog frá bílum, notast við rafmótor á hjólinu og neytt ólöglegra lyfja. „Bara allt sem er hægt að nefna,“ sagði Eiríkur Ingi í Reykjavík síðdegis en Ítalinn hefur viðrar þessar ásakanir á Facebook og í ítölskum fjölmiðlum. „Ég er ekki á nokkrum einustu lyfjum, tek ekki einu sinni koffín sjálfur og hvað þá að fara að svindla í þessari keppni. Maður er í þessu númer 1, 2 og 3 fyrir sjálfan sig og færi ekki að svindla á sjálfum mér, það er alveg á hreinu,“ sagði Eiríkur Ingi. Hann sagði að hann hefði verið varaður við Ítalanum. „Þetta er víst ítrekuð hegðun hjá honum,“ sagði Eiríkur Ingi en þetta er þriðja árið sem hann keppir í einstaklingskeppninni. Fyrsta árið hafnaði hann í þriðja sæti, öðru sæti í fyrra og í fyrsta sæti í ár. Hann fékk mikla hjálp frá Þjóðverja sem vann keppnina í fyrra. Eiríkur fékk þær upplýsingar að Ítalinn væri um 15 prósentum sterkari en Þjóðverjinn og þá lá fyrir að Eiríkur þyrfti að bæta sig töluvert, sem hann gerði. Eiríkur var búinn að reikna með að Ítalinn myndi vanmeta hann en helsti styrkleiki Eiríks er að geta vakað lengi og stýrði hann þannig hvíld Ítalans. „Ég leyfði honum ekki að hvíla,“ sagði Eiríkur en í hvert sinn sem hann hvíldi sig tók Ítalinn sér hvíld og nýtti ekki tækifærið til að fara fram úr Eiríki. Eiríkur sagði það vera merki um að keppandinn sé ekki að fara fram úr, ef hann er svo bugaður af þreytu að hann hvílir sig í hvert sinn sem sá sem er í forystu gerir það. Eiríkur rauk fram úr Ítalanum í Jökuldalnum þegar sá ítalski var að hvíla sig. Í Jökuldalnum sá Eiríkur ekki betur en að Ítalinn hefði sjálfur nýtt sér kjölsog frá bíl en það var í annað skiptið sem Eiríkur sá Di Felice gera það. Eiríkur sagðist til að mynda eiga myndband af því þegar Ítalinn gerði það á Kjalarnesi. „Hann var búinn að vera að áreita keppnisstjórnina frá byrjun keppninnar. Það var búið að dæma hann úr leik áður fyrir mikið svindl,“ sagði Eiríkur sem fékk sér eftirlitsbíl til að fylgjast með De Felice til að tryggja að hann færi eftir settum reglum. Keppendur eru eftirlitslausir í einn og hálfan sólarhring og sagði Eiríkur ekki hægt að leggja svona áraun á sig og verða svo fyrir því að tapa fyrir svindlara. Hann mun skila inn keppnisskýrslu til mótsstjórnar þar sem farið verður yfir málið. Hann er auk þess hættur keppni í einstaklingskeppni Wow Cyclathon. Hann sé búinn að ná settu markmiði þar og hyggur á frekari keppni í Bandaríkjunum. Fjallað var fyrst um málið á vef DV. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Eiríkur Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í einstaklingskeppni hjólreiðakeppninnar Wow –Cyclathon. Sá sem lenti í öðru sæti, Ítalinn Omar Di Felice, ber Eirík Inga þungum sökum en hann hefur sakað Eirík Inga um að hafa nýtt sér kjölsog frá bílum, notast við rafmótor á hjólinu og neytt ólöglegra lyfja. „Bara allt sem er hægt að nefna,“ sagði Eiríkur Ingi í Reykjavík síðdegis en Ítalinn hefur viðrar þessar ásakanir á Facebook og í ítölskum fjölmiðlum. „Ég er ekki á nokkrum einustu lyfjum, tek ekki einu sinni koffín sjálfur og hvað þá að fara að svindla í þessari keppni. Maður er í þessu númer 1, 2 og 3 fyrir sjálfan sig og færi ekki að svindla á sjálfum mér, það er alveg á hreinu,“ sagði Eiríkur Ingi. Hann sagði að hann hefði verið varaður við Ítalanum. „Þetta er víst ítrekuð hegðun hjá honum,“ sagði Eiríkur Ingi en þetta er þriðja árið sem hann keppir í einstaklingskeppninni. Fyrsta árið hafnaði hann í þriðja sæti, öðru sæti í fyrra og í fyrsta sæti í ár. Hann fékk mikla hjálp frá Þjóðverja sem vann keppnina í fyrra. Eiríkur fékk þær upplýsingar að Ítalinn væri um 15 prósentum sterkari en Þjóðverjinn og þá lá fyrir að Eiríkur þyrfti að bæta sig töluvert, sem hann gerði. Eiríkur var búinn að reikna með að Ítalinn myndi vanmeta hann en helsti styrkleiki Eiríks er að geta vakað lengi og stýrði hann þannig hvíld Ítalans. „Ég leyfði honum ekki að hvíla,“ sagði Eiríkur en í hvert sinn sem hann hvíldi sig tók Ítalinn sér hvíld og nýtti ekki tækifærið til að fara fram úr Eiríki. Eiríkur sagði það vera merki um að keppandinn sé ekki að fara fram úr, ef hann er svo bugaður af þreytu að hann hvílir sig í hvert sinn sem sá sem er í forystu gerir það. Eiríkur rauk fram úr Ítalanum í Jökuldalnum þegar sá ítalski var að hvíla sig. Í Jökuldalnum sá Eiríkur ekki betur en að Ítalinn hefði sjálfur nýtt sér kjölsog frá bíl en það var í annað skiptið sem Eiríkur sá Di Felice gera það. Eiríkur sagðist til að mynda eiga myndband af því þegar Ítalinn gerði það á Kjalarnesi. „Hann var búinn að vera að áreita keppnisstjórnina frá byrjun keppninnar. Það var búið að dæma hann úr leik áður fyrir mikið svindl,“ sagði Eiríkur sem fékk sér eftirlitsbíl til að fylgjast með De Felice til að tryggja að hann færi eftir settum reglum. Keppendur eru eftirlitslausir í einn og hálfan sólarhring og sagði Eiríkur ekki hægt að leggja svona áraun á sig og verða svo fyrir því að tapa fyrir svindlara. Hann mun skila inn keppnisskýrslu til mótsstjórnar þar sem farið verður yfir málið. Hann er auk þess hættur keppni í einstaklingskeppni Wow Cyclathon. Hann sé búinn að ná settu markmiði þar og hyggur á frekari keppni í Bandaríkjunum. Fjallað var fyrst um málið á vef DV.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent