Segja rappið hunsað: Tónlistarfólk ósátt við tilnefningarnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 19:54 Tónlistarfólk gagnrýnir tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna, sem kunngjörðar voru síðdegis, hafa verið gagnrýndar harðlega víða á samfélagsmiðlum í dag. Ósættið snýr meðal annars að því hversu fáar tilnefningar fóru til rapptónlistar, nú þegar íslenskt rapp hefur sjaldan eða aldrei verið vinsælla. Nokkur umræða hefur verið um málið á Twitter undir kassamerkinu #hoodístón og virðist fólk sammælast um það að Gísli Pálmi, MC Gauti og Reykjavíkurdætur hefðu átt að fá tilnefningu í ár. „Leiðinlegt að sjá hvað rapptónlist og elektróník er sniðgengin á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Einungis tvær rappgrúppur fá tilnefningu, Sturla Atlas og Úlfur Úlfur. Á ári rappsins 2015,“ segir Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður á Facebook-síðu sinni. Leiðinlegt að sjá hvað rappmúsík og elektróník er sniðgengin á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Einungis tvær rappgr...Posted by Logi Pedro Stefánsson on 5. febrúar 2016 Halldór Halldórsson grínisti, eða Dóri DNA, tekur í sama streng. „Hvernig getur ár íslenskt rapps ekki endurspeglast í íslensku tónlistarverðlaununum? Íslensku hausinn í rassgatinu á sér verðlaun ársins,“ segir hann á Twitter. Hvernig getur ár íslenskt rapps ekki endurspeglast í íslensku tónlistarverðlaununum? Íslensku hausinn í rassgatinu á sér verðlaun ársins.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 5, 2016 Vá íslensk tónlist hefur alltaf verið tightknit og krúttleg klíka. En núna birtist hún manni eins og hræddir gamlir frímúrarar.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 5, 2016 Þá furðar Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur í upptökuteyminu StopWaitGo, sig á því skilyrði að lag þurfi að vera partur af plötu til að þeir sem framleiði það geti hlotið tilnefningu. Hópurinn á mörg af vinsælustu lögum ársins og segir hann viðhorfið heldur forneskjulegt. Með mörg af vinsælustu íslensku lögum síðasta árs (Lítil skref, Í síðasta skipti, No More, Party, Skál fyrir þér, Rauða...Posted by Pálmi Ragnar Ásgeirsson on 5. febrúar 2016 Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent 4.mars næstkomandi, en tilnefningarnar má sjá hér. Fleiri ummæli má sjá hér fyrir neðan. Hvaða gömlu fretarar sem skilja ekki að rapptónlist átti 2015? Það er ekki einusinni ég að egotrippa, það er staðreynd.— Emmsjé (@emmsjegauti) February 5, 2016 Þegar horft verður á sögu tónlistarverðlaunanna verður eins og rappsprengingin árið 2015 hafi aldrei átt sér stað. Það er sick.— Sóli Hólm (@SoliHolm) February 5, 2016 er GP of ekta fyrir etta?— Sturla Atlas (@sturlaatlas) February 5, 2016 Ég þarf enga svona viðurkenningu. Mér finnst þetta bara niðurdrepandi fyrir upprennandi listamenn sem leggja sig fram til að skapa eitthvað— GKR baby (@GKROFFICIAL) February 5, 2016 Íslensku tónlistarverðlaunin Tónlist Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna, sem kunngjörðar voru síðdegis, hafa verið gagnrýndar harðlega víða á samfélagsmiðlum í dag. Ósættið snýr meðal annars að því hversu fáar tilnefningar fóru til rapptónlistar, nú þegar íslenskt rapp hefur sjaldan eða aldrei verið vinsælla. Nokkur umræða hefur verið um málið á Twitter undir kassamerkinu #hoodístón og virðist fólk sammælast um það að Gísli Pálmi, MC Gauti og Reykjavíkurdætur hefðu átt að fá tilnefningu í ár. „Leiðinlegt að sjá hvað rapptónlist og elektróník er sniðgengin á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Einungis tvær rappgrúppur fá tilnefningu, Sturla Atlas og Úlfur Úlfur. Á ári rappsins 2015,“ segir Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður á Facebook-síðu sinni. Leiðinlegt að sjá hvað rappmúsík og elektróník er sniðgengin á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Einungis tvær rappgr...Posted by Logi Pedro Stefánsson on 5. febrúar 2016 Halldór Halldórsson grínisti, eða Dóri DNA, tekur í sama streng. „Hvernig getur ár íslenskt rapps ekki endurspeglast í íslensku tónlistarverðlaununum? Íslensku hausinn í rassgatinu á sér verðlaun ársins,“ segir hann á Twitter. Hvernig getur ár íslenskt rapps ekki endurspeglast í íslensku tónlistarverðlaununum? Íslensku hausinn í rassgatinu á sér verðlaun ársins.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 5, 2016 Vá íslensk tónlist hefur alltaf verið tightknit og krúttleg klíka. En núna birtist hún manni eins og hræddir gamlir frímúrarar.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 5, 2016 Þá furðar Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur í upptökuteyminu StopWaitGo, sig á því skilyrði að lag þurfi að vera partur af plötu til að þeir sem framleiði það geti hlotið tilnefningu. Hópurinn á mörg af vinsælustu lögum ársins og segir hann viðhorfið heldur forneskjulegt. Með mörg af vinsælustu íslensku lögum síðasta árs (Lítil skref, Í síðasta skipti, No More, Party, Skál fyrir þér, Rauða...Posted by Pálmi Ragnar Ásgeirsson on 5. febrúar 2016 Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent 4.mars næstkomandi, en tilnefningarnar má sjá hér. Fleiri ummæli má sjá hér fyrir neðan. Hvaða gömlu fretarar sem skilja ekki að rapptónlist átti 2015? Það er ekki einusinni ég að egotrippa, það er staðreynd.— Emmsjé (@emmsjegauti) February 5, 2016 Þegar horft verður á sögu tónlistarverðlaunanna verður eins og rappsprengingin árið 2015 hafi aldrei átt sér stað. Það er sick.— Sóli Hólm (@SoliHolm) February 5, 2016 er GP of ekta fyrir etta?— Sturla Atlas (@sturlaatlas) February 5, 2016 Ég þarf enga svona viðurkenningu. Mér finnst þetta bara niðurdrepandi fyrir upprennandi listamenn sem leggja sig fram til að skapa eitthvað— GKR baby (@GKROFFICIAL) February 5, 2016
Íslensku tónlistarverðlaunin Tónlist Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira