Desemberspá Siggu Kling - Steingetin: Að njóta augnabliksins sem kemur aldrei aftur 2. desember 2016 09:00 Elsku dugmikla steingeitin mín. Þú ert að fara inn í nýtt upphaf þar sem leiðrétting verður á þeirri vitleysu sem þú telur að þú sért í. Þú þarft að taka svolitla áhættu til að byggja upp frama þinn og alls ekki hræðast það. Þú ert með meðfædda hæfileika til að ganga skrefinu lengra heldur en aðrir. En þar sem þú ert fædd í steingeitarmerkinu, getur þú haldið aftur af þér því að þú vilt hafa allt svo öruggt og fullkomið. En það getur verið hundleiðinlegt til lengdar. Þú átt bæði eftir að vekja athygli fyrir hugvit og útlit ef þú hefur einhvern áhuga á því. Það er mjög mikilvægt fyrir þig að vera umkringd fólki sem er bjartsýnt og glaðlynt, sem peppar þig upp. Þú ert alls enginn Meðaljón, en þú átt það til að halda aftur að þér og það gerir líf þitt svo óspennandi. Það er mjög mikilvægt að þú eigir maka sem er vel jarðtengdur og dáist að þér. Sem hjálpar þér í einu og öllu þegar þú þarft, annars nýtur þú þín ekki sem skyldi. Samt er það sjálfstæði þitt sem er þér mikilvægast, og þú verður að skilja að orðin að vera saman þýða að við eigum allt saman, gerum margt saman og samvinna í ástum skiptir mestu máli hjá þér. Ef þú ert svo einstaklega heppin að vera á lausu þá hefur þú mikið val. Það er mjög trúlegt þar sem að þú ert að fara inn í mjög magnaða orku, að þú getir hitt einhvern sem er sálufélagi þinn. Þú þarft að hætta að gera of miklar kröfur til sjálfrar þín, því að þá lendir þú í leiðinda hringiðu. Að njóta augnabliksins sem kemur aldrei aftur eru skilaboðin til þín. Þar af leiðandi þarftu á næstu tveimur mánuðum að fara út úr þægindahring þínum því að núna er akkúrat tíminn til að skapa þér nýja og betri stöðu í lífinu. Þig langar svo mikið að vera dugleg í ræktinni og hafa aga á því sem þú borðar og hreint og beint öllu sem þú gerir. Í þessum málum þarftu að vera með það á hreinu að gera það sem þér þykir skemmtilegt, annars gefstu upp á prógramminu og hættir í miðjum klíðum, og þú munt ekki þola það því að það er ekki í eðli þínu. Þú ert svo dásamleg að gefa öðrum góð ráð, um það hvernig á að slaka á og hvernig þeir eiga að lifa lífinu, en hins vegar þolir þú illa að slaka á og taka feilspor í lífinu, því að það eru skemmtilegustu sporin í lífinu. Þú munt ekki muna eftir því hvort þú fékkst 10 í stærðfræði en ef þú getur hlegið að því, þegar þú gerir skemmtileg mistök þá ferðu inn í ævintýralega tíma. Því að desember, janúar og febrúar er skemmtilegasti, merkilegasti og afdrifaríkasti tími ársins hjá þér. Svo búðu þig undir að sigra í þessu maraþonhlaupi. Desembermottó þitt: Ég verð að þora til að skora.Frægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Elsku dugmikla steingeitin mín. Þú ert að fara inn í nýtt upphaf þar sem leiðrétting verður á þeirri vitleysu sem þú telur að þú sért í. Þú þarft að taka svolitla áhættu til að byggja upp frama þinn og alls ekki hræðast það. Þú ert með meðfædda hæfileika til að ganga skrefinu lengra heldur en aðrir. En þar sem þú ert fædd í steingeitarmerkinu, getur þú haldið aftur af þér því að þú vilt hafa allt svo öruggt og fullkomið. En það getur verið hundleiðinlegt til lengdar. Þú átt bæði eftir að vekja athygli fyrir hugvit og útlit ef þú hefur einhvern áhuga á því. Það er mjög mikilvægt fyrir þig að vera umkringd fólki sem er bjartsýnt og glaðlynt, sem peppar þig upp. Þú ert alls enginn Meðaljón, en þú átt það til að halda aftur að þér og það gerir líf þitt svo óspennandi. Það er mjög mikilvægt að þú eigir maka sem er vel jarðtengdur og dáist að þér. Sem hjálpar þér í einu og öllu þegar þú þarft, annars nýtur þú þín ekki sem skyldi. Samt er það sjálfstæði þitt sem er þér mikilvægast, og þú verður að skilja að orðin að vera saman þýða að við eigum allt saman, gerum margt saman og samvinna í ástum skiptir mestu máli hjá þér. Ef þú ert svo einstaklega heppin að vera á lausu þá hefur þú mikið val. Það er mjög trúlegt þar sem að þú ert að fara inn í mjög magnaða orku, að þú getir hitt einhvern sem er sálufélagi þinn. Þú þarft að hætta að gera of miklar kröfur til sjálfrar þín, því að þá lendir þú í leiðinda hringiðu. Að njóta augnabliksins sem kemur aldrei aftur eru skilaboðin til þín. Þar af leiðandi þarftu á næstu tveimur mánuðum að fara út úr þægindahring þínum því að núna er akkúrat tíminn til að skapa þér nýja og betri stöðu í lífinu. Þig langar svo mikið að vera dugleg í ræktinni og hafa aga á því sem þú borðar og hreint og beint öllu sem þú gerir. Í þessum málum þarftu að vera með það á hreinu að gera það sem þér þykir skemmtilegt, annars gefstu upp á prógramminu og hættir í miðjum klíðum, og þú munt ekki þola það því að það er ekki í eðli þínu. Þú ert svo dásamleg að gefa öðrum góð ráð, um það hvernig á að slaka á og hvernig þeir eiga að lifa lífinu, en hins vegar þolir þú illa að slaka á og taka feilspor í lífinu, því að það eru skemmtilegustu sporin í lífinu. Þú munt ekki muna eftir því hvort þú fékkst 10 í stærðfræði en ef þú getur hlegið að því, þegar þú gerir skemmtileg mistök þá ferðu inn í ævintýralega tíma. Því að desember, janúar og febrúar er skemmtilegasti, merkilegasti og afdrifaríkasti tími ársins hjá þér. Svo búðu þig undir að sigra í þessu maraþonhlaupi. Desembermottó þitt: Ég verð að þora til að skora.Frægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira