Enski boltinn

Klopp: Verðskuldaður sigur hjá Bournemouth

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Þetta var verðskuldaður sigur hjá Bournemouth og ég verð að óska þeim til hamingju með sigurinn. Þeir sýndu ótrúlegan viljastyrk og unnu að lokum sigurinn,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, aðspurður út í 3-4 tap liðsins í dag.

„Við vorum betri aðilinn í leiknum lengst af en við hleyptum þeim aftur inn í leikinn og þeir nýttu sér það og skoruðu falleg mörk.“

Liverpool náði tveggja marka forskoti í tvígang en glutraði því niður.

„Þrátt fyrir að komast yfir fannst mér spilamennskan okkar bara fín. Við gátum gert betur en svo erum við staðir og gefum of mörg færi á okkur í seinni hálfleik.“

Klopp vonaðist til þess að leikmenn liðsins myndu læra af mistökunum.

„Það er engin leið greið, það koma alltaf hindranir sem þú þarft að leysa og við þurfum að finna út hvað það sem við gerðum betur og læra af þessu,“ sagði Klopp en viðtalið má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.