Innlent

Barn og kona köstuðust úr bíl í veltu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel

Lögreglunni á Suðurlandi barst í kvöld tilkynning um bílveltu á Suðurlandsvegi nærri Vík í Mýrdal. Þar hafði erlent par verið á verð ásamt ungu barni. Svo virðist sem að konan og barnið hafi kastast út úr bílnum í veltunni. Konan var talin alvarlega slösuð og flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttökuna í Fossvogi.

Maðurinn og barnið hlutu minni meiðsl og voru flutt með sjúkrabílum.

Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi eru tildrög slyssins enn ókunn og er unnið að rannsókn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.