Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2016 10:45 myndir/aðsendar Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. Annars vegar er það ósigraði þungavigtargarpurinn Kolbeinn Kristinsson (7-0) sem mun berjast í sínum áttunda atvinnubardaga og hins vegar hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir (0-0) sem þreytir frumraun sína í atvinnumannabardaga. Valgerður brýtur þar með blað í íslenskri íþróttasögu þar sem hún verður fyrsta íslenska konan sem berst sem atvinnumaður í hnefaleikum. Upprunalega stóð ekki til að Kolbeinn myndi berjast á þessu kvöldi en það var ekki fyrr í þessari viku að honum var boðinn bardaginn þar sem fyrri andstæðingurinn þurfti að draga sig úr leik sökum meiðsla. Kolbeinn hefur undanfarna daga dvalið á Álandseyjum í æfingabúðum og er því algjörlega tilbúinn í sinn bardaga þótt hann hafi komið upp með mjög skömmum fyrirvara. Andstæðingur Kolbeins er 31 árs gamall ósigraður Georgíumaður sem heitir Archil Gigolashvili (2-0). Lítið er vitað um hann annað en það að hann hefur unnið báða sína atvinnubardaga á stigum. Kolbeinn er talsvert hærra skrifaður innan hnefaleikaheimsins en hann og ætti samkvæmt tölfræðinni að bera sigur úr býtum. „Ég er ekkert að spá í tölfræðinni. Við erum báðir með tvær hendur og við getum báðir slegið fast. Ég undirbý mig alltaf eins andlega fyrir bardaga og það skiptir engu máli á móti hverjum ég er að fara. Ég ber virðingu fyrir öllum mönnum sem hafa kjark til að keppa í þessari íþrótt og ég veit einnig að það þarf bara eitt gott högg til að breyta gangi leiksins þess vegna vanmet ég engan, en ég ofmet engan heldur. Ég hef mikla trú á sjálfum mér, veit hvaða styrkleika ég hef og ég mun bara boxa minn bardaga. Það er sjö sinnum búið að skila því að höndin á mér var rétt upp að bardaga loknum og ég er ekki í nokkrum vafa um að að það mun gerast í áttunda sinn á morgun,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu. Valgerður, sem er 31 árs gömul, er liðsfélagi Kolbeins í hnefaleikafélaginu Æsi og hefur æft og keppt í hnefaleikum frá 2011. Hún hefur stefnt að því að verða atvinnumaður í íþróttinni um langt skeið og greip því tækifærið með báðum höndum þegar henni bauðst að berjast á þessu bardagakvöldi. Hún mætir hinni sænsku Angelique Hernandez (1-1) sem á tvo bardaga að baki, einn sigur og eitt tap. Valgerður segist hafa verið að undirbúa sig fyrir þennan bardaga ansi lengi og því sé hún full tilhlökkunar. „Ég er búinn að boxa ótal áhugamanna- og æfingabardaga. Við búum á Íslandi og hér eru atvinnuhnefaleikar ekki leyfðir, en hinsvegar tökum við bara þeim mun fastar á því þegar við æfum og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég sé rétt undirbúin fyrir bardagann á morgun. Ég er afar stolt af því að vera fyrsta íslenska konan sem stígur þetta skref og ég veit vel að ég er ekki sú síðasta. Það er mikill uppgangur í hnefaleikum á Íslandi,“ segir Valgerður.Keppnin hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að horfa á hana í beinni útsendingu hér, gegn 99 sænskum krónum. Box Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á Opna breska Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira
Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. Annars vegar er það ósigraði þungavigtargarpurinn Kolbeinn Kristinsson (7-0) sem mun berjast í sínum áttunda atvinnubardaga og hins vegar hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir (0-0) sem þreytir frumraun sína í atvinnumannabardaga. Valgerður brýtur þar með blað í íslenskri íþróttasögu þar sem hún verður fyrsta íslenska konan sem berst sem atvinnumaður í hnefaleikum. Upprunalega stóð ekki til að Kolbeinn myndi berjast á þessu kvöldi en það var ekki fyrr í þessari viku að honum var boðinn bardaginn þar sem fyrri andstæðingurinn þurfti að draga sig úr leik sökum meiðsla. Kolbeinn hefur undanfarna daga dvalið á Álandseyjum í æfingabúðum og er því algjörlega tilbúinn í sinn bardaga þótt hann hafi komið upp með mjög skömmum fyrirvara. Andstæðingur Kolbeins er 31 árs gamall ósigraður Georgíumaður sem heitir Archil Gigolashvili (2-0). Lítið er vitað um hann annað en það að hann hefur unnið báða sína atvinnubardaga á stigum. Kolbeinn er talsvert hærra skrifaður innan hnefaleikaheimsins en hann og ætti samkvæmt tölfræðinni að bera sigur úr býtum. „Ég er ekkert að spá í tölfræðinni. Við erum báðir með tvær hendur og við getum báðir slegið fast. Ég undirbý mig alltaf eins andlega fyrir bardaga og það skiptir engu máli á móti hverjum ég er að fara. Ég ber virðingu fyrir öllum mönnum sem hafa kjark til að keppa í þessari íþrótt og ég veit einnig að það þarf bara eitt gott högg til að breyta gangi leiksins þess vegna vanmet ég engan, en ég ofmet engan heldur. Ég hef mikla trú á sjálfum mér, veit hvaða styrkleika ég hef og ég mun bara boxa minn bardaga. Það er sjö sinnum búið að skila því að höndin á mér var rétt upp að bardaga loknum og ég er ekki í nokkrum vafa um að að það mun gerast í áttunda sinn á morgun,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu. Valgerður, sem er 31 árs gömul, er liðsfélagi Kolbeins í hnefaleikafélaginu Æsi og hefur æft og keppt í hnefaleikum frá 2011. Hún hefur stefnt að því að verða atvinnumaður í íþróttinni um langt skeið og greip því tækifærið með báðum höndum þegar henni bauðst að berjast á þessu bardagakvöldi. Hún mætir hinni sænsku Angelique Hernandez (1-1) sem á tvo bardaga að baki, einn sigur og eitt tap. Valgerður segist hafa verið að undirbúa sig fyrir þennan bardaga ansi lengi og því sé hún full tilhlökkunar. „Ég er búinn að boxa ótal áhugamanna- og æfingabardaga. Við búum á Íslandi og hér eru atvinnuhnefaleikar ekki leyfðir, en hinsvegar tökum við bara þeim mun fastar á því þegar við æfum og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég sé rétt undirbúin fyrir bardagann á morgun. Ég er afar stolt af því að vera fyrsta íslenska konan sem stígur þetta skref og ég veit vel að ég er ekki sú síðasta. Það er mikill uppgangur í hnefaleikum á Íslandi,“ segir Valgerður.Keppnin hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að horfa á hana í beinni útsendingu hér, gegn 99 sænskum krónum.
Box Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á Opna breska Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira