Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2016 10:45 myndir/aðsendar Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. Annars vegar er það ósigraði þungavigtargarpurinn Kolbeinn Kristinsson (7-0) sem mun berjast í sínum áttunda atvinnubardaga og hins vegar hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir (0-0) sem þreytir frumraun sína í atvinnumannabardaga. Valgerður brýtur þar með blað í íslenskri íþróttasögu þar sem hún verður fyrsta íslenska konan sem berst sem atvinnumaður í hnefaleikum. Upprunalega stóð ekki til að Kolbeinn myndi berjast á þessu kvöldi en það var ekki fyrr í þessari viku að honum var boðinn bardaginn þar sem fyrri andstæðingurinn þurfti að draga sig úr leik sökum meiðsla. Kolbeinn hefur undanfarna daga dvalið á Álandseyjum í æfingabúðum og er því algjörlega tilbúinn í sinn bardaga þótt hann hafi komið upp með mjög skömmum fyrirvara. Andstæðingur Kolbeins er 31 árs gamall ósigraður Georgíumaður sem heitir Archil Gigolashvili (2-0). Lítið er vitað um hann annað en það að hann hefur unnið báða sína atvinnubardaga á stigum. Kolbeinn er talsvert hærra skrifaður innan hnefaleikaheimsins en hann og ætti samkvæmt tölfræðinni að bera sigur úr býtum. „Ég er ekkert að spá í tölfræðinni. Við erum báðir með tvær hendur og við getum báðir slegið fast. Ég undirbý mig alltaf eins andlega fyrir bardaga og það skiptir engu máli á móti hverjum ég er að fara. Ég ber virðingu fyrir öllum mönnum sem hafa kjark til að keppa í þessari íþrótt og ég veit einnig að það þarf bara eitt gott högg til að breyta gangi leiksins þess vegna vanmet ég engan, en ég ofmet engan heldur. Ég hef mikla trú á sjálfum mér, veit hvaða styrkleika ég hef og ég mun bara boxa minn bardaga. Það er sjö sinnum búið að skila því að höndin á mér var rétt upp að bardaga loknum og ég er ekki í nokkrum vafa um að að það mun gerast í áttunda sinn á morgun,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu. Valgerður, sem er 31 árs gömul, er liðsfélagi Kolbeins í hnefaleikafélaginu Æsi og hefur æft og keppt í hnefaleikum frá 2011. Hún hefur stefnt að því að verða atvinnumaður í íþróttinni um langt skeið og greip því tækifærið með báðum höndum þegar henni bauðst að berjast á þessu bardagakvöldi. Hún mætir hinni sænsku Angelique Hernandez (1-1) sem á tvo bardaga að baki, einn sigur og eitt tap. Valgerður segist hafa verið að undirbúa sig fyrir þennan bardaga ansi lengi og því sé hún full tilhlökkunar. „Ég er búinn að boxa ótal áhugamanna- og æfingabardaga. Við búum á Íslandi og hér eru atvinnuhnefaleikar ekki leyfðir, en hinsvegar tökum við bara þeim mun fastar á því þegar við æfum og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég sé rétt undirbúin fyrir bardagann á morgun. Ég er afar stolt af því að vera fyrsta íslenska konan sem stígur þetta skref og ég veit vel að ég er ekki sú síðasta. Það er mikill uppgangur í hnefaleikum á Íslandi,“ segir Valgerður.Keppnin hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að horfa á hana í beinni útsendingu hér, gegn 99 sænskum krónum. Box Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. Annars vegar er það ósigraði þungavigtargarpurinn Kolbeinn Kristinsson (7-0) sem mun berjast í sínum áttunda atvinnubardaga og hins vegar hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir (0-0) sem þreytir frumraun sína í atvinnumannabardaga. Valgerður brýtur þar með blað í íslenskri íþróttasögu þar sem hún verður fyrsta íslenska konan sem berst sem atvinnumaður í hnefaleikum. Upprunalega stóð ekki til að Kolbeinn myndi berjast á þessu kvöldi en það var ekki fyrr í þessari viku að honum var boðinn bardaginn þar sem fyrri andstæðingurinn þurfti að draga sig úr leik sökum meiðsla. Kolbeinn hefur undanfarna daga dvalið á Álandseyjum í æfingabúðum og er því algjörlega tilbúinn í sinn bardaga þótt hann hafi komið upp með mjög skömmum fyrirvara. Andstæðingur Kolbeins er 31 árs gamall ósigraður Georgíumaður sem heitir Archil Gigolashvili (2-0). Lítið er vitað um hann annað en það að hann hefur unnið báða sína atvinnubardaga á stigum. Kolbeinn er talsvert hærra skrifaður innan hnefaleikaheimsins en hann og ætti samkvæmt tölfræðinni að bera sigur úr býtum. „Ég er ekkert að spá í tölfræðinni. Við erum báðir með tvær hendur og við getum báðir slegið fast. Ég undirbý mig alltaf eins andlega fyrir bardaga og það skiptir engu máli á móti hverjum ég er að fara. Ég ber virðingu fyrir öllum mönnum sem hafa kjark til að keppa í þessari íþrótt og ég veit einnig að það þarf bara eitt gott högg til að breyta gangi leiksins þess vegna vanmet ég engan, en ég ofmet engan heldur. Ég hef mikla trú á sjálfum mér, veit hvaða styrkleika ég hef og ég mun bara boxa minn bardaga. Það er sjö sinnum búið að skila því að höndin á mér var rétt upp að bardaga loknum og ég er ekki í nokkrum vafa um að að það mun gerast í áttunda sinn á morgun,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu. Valgerður, sem er 31 árs gömul, er liðsfélagi Kolbeins í hnefaleikafélaginu Æsi og hefur æft og keppt í hnefaleikum frá 2011. Hún hefur stefnt að því að verða atvinnumaður í íþróttinni um langt skeið og greip því tækifærið með báðum höndum þegar henni bauðst að berjast á þessu bardagakvöldi. Hún mætir hinni sænsku Angelique Hernandez (1-1) sem á tvo bardaga að baki, einn sigur og eitt tap. Valgerður segist hafa verið að undirbúa sig fyrir þennan bardaga ansi lengi og því sé hún full tilhlökkunar. „Ég er búinn að boxa ótal áhugamanna- og æfingabardaga. Við búum á Íslandi og hér eru atvinnuhnefaleikar ekki leyfðir, en hinsvegar tökum við bara þeim mun fastar á því þegar við æfum og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég sé rétt undirbúin fyrir bardagann á morgun. Ég er afar stolt af því að vera fyrsta íslenska konan sem stígur þetta skref og ég veit vel að ég er ekki sú síðasta. Það er mikill uppgangur í hnefaleikum á Íslandi,“ segir Valgerður.Keppnin hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að horfa á hana í beinni útsendingu hér, gegn 99 sænskum krónum.
Box Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira