Lífið

Helgi Seljan kjaftstopp um kjararáð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi Seljan stóð sig reyndar nokkuð vel í þættinum í gær.
Helgi Seljan stóð sig reyndar nokkuð vel í þættinum í gær.
Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan var þó nokkrum sinnum í vandræðum með að koma út úr sér orðinu í Kastljós þætti gærkvöldsins á RÚV.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, voru öll mætt í settið til að ræða ákvörðun kjararáðs um að hækka þingfararkaup.

Kjararáð hefur hækkað þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent eða sem nemur 338.254 krónum á mánuði. Samkvæmt síðustu launaskrá var mánaðarlegt þingfararkaup alþingismanna 762.940 krónur en er nú 1.101.194 krónur.

Frank Arthur Blöndahl Cassata setti inn myndband á YouTube þar sem hann er búinn að klippa saman þau andartök þegar Helga verður fótaskortur á tungunni. Vissulega er um grín að ræða og var Helgi Seljan nokkuð góður í Kastljósinu í gær. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×