Fær innblástur úr breyskleika hljóðfæra sinna Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. nóvember 2016 10:30 Halldór hefur mikið að gera þessa Airwaves hátíð en vélmennin hans létta töluvert undir með honum. Vísir/Eyþór Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn frumsýnir á Airwaves í ár her af sjálfvirkum hljóðfærum sem hann hefur forritað til að spila fyrir sig. Ertu búinn að vera að vinna lengi að þessu sóló-verkefni þínu? „Ég er búinn að vera að fikta í þessu síðan í júlí, það var nú aðallega þessi harpa sem ég smíðaði sem tók mestan tíma,“ segir Halldór Eldjárn eða H.dór eins og hann kallar sig á tyllidögum. Halldór er kannski þekktastur sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar SYKUR sem er búin að gera það gott hérlendis og erlendis í nokkurn tíma og einnig fyrir að tromma og pródúsera hér og þar í íslenska tónlistarlandslaginu. Halldór verður að spila slatta á Airwaves þetta árið, bæði með SYKUR og síðan sér hann um undirspil fyrir ljóðalestur föður síns, en hann er sonur skáldsins Þórarins Eldjárns – fyrir utan að hann mun spila í kvöld, laugardagskvöld með sólóverkefnið sitt. Þetta verkefni hans er nokkuð sérstakt en hann kemur fram með sjálfvirk hljóðfæri, tónlistar-vélmenni, sem hann smíðaði sjálfur. „Ég nota Arduino smátölvu sem er tengd við fyrirbæri sem heitir solenoid – það er fyrirbæri sem virkar svipað og mótor nema það framkvæmir bara fram og aftur hreyfingu. Ég nota þá gaura til að spila á strengi og slá í trommu.“Ert þú þarna eins og strengjabrúðumeistari að stjórna hljóðfærunum eða sjá þau um sig sjálf? „Tækin eru í raun og veru frekar sjálfbær – þau eru fyrirfram prógrammeruð og svo er ég bara að tjilla og spila á trommur.“Eru þessir róbótar sérstaklega smíðaðir til að spila á Airwaves eða nær þetta samband lengra hjá ykkur? „Þetta er ongoing verkefni hjá mér og þetta er samblanda af mínum helstu áhugasviðum: tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði og tónlist. Þetta eru allt ný lög. Þau verða dálítið mikið til út frá róbótunum. Maður byrjar að vesenast í þeim og af því að þeir eru dálítið ófulkomnir, bæði af því að þeir eru ekkert sérstaklega vel smíðaðir og líka bara af því að þetta er rosa frumstætt í rauninni, þá gera þeir mistök og eru svolítið mannlegir þannig - það veldur því að manni dettur oft eitthvað sniðugt í hug útfrá því.“Og ert þú og vélmennin þín að vinna í einhverskonar útgáfu? „Ég er að stefna á að þetta verði komið á plötu fyrri part 2017,“ segir Halldór að lokum en hann kemur fram í Gamla bíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem hann og vélmennin byrja kvöldið og síðan lokar hann kvöldinu með SYKUR. Airwaves Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn frumsýnir á Airwaves í ár her af sjálfvirkum hljóðfærum sem hann hefur forritað til að spila fyrir sig. Ertu búinn að vera að vinna lengi að þessu sóló-verkefni þínu? „Ég er búinn að vera að fikta í þessu síðan í júlí, það var nú aðallega þessi harpa sem ég smíðaði sem tók mestan tíma,“ segir Halldór Eldjárn eða H.dór eins og hann kallar sig á tyllidögum. Halldór er kannski þekktastur sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar SYKUR sem er búin að gera það gott hérlendis og erlendis í nokkurn tíma og einnig fyrir að tromma og pródúsera hér og þar í íslenska tónlistarlandslaginu. Halldór verður að spila slatta á Airwaves þetta árið, bæði með SYKUR og síðan sér hann um undirspil fyrir ljóðalestur föður síns, en hann er sonur skáldsins Þórarins Eldjárns – fyrir utan að hann mun spila í kvöld, laugardagskvöld með sólóverkefnið sitt. Þetta verkefni hans er nokkuð sérstakt en hann kemur fram með sjálfvirk hljóðfæri, tónlistar-vélmenni, sem hann smíðaði sjálfur. „Ég nota Arduino smátölvu sem er tengd við fyrirbæri sem heitir solenoid – það er fyrirbæri sem virkar svipað og mótor nema það framkvæmir bara fram og aftur hreyfingu. Ég nota þá gaura til að spila á strengi og slá í trommu.“Ert þú þarna eins og strengjabrúðumeistari að stjórna hljóðfærunum eða sjá þau um sig sjálf? „Tækin eru í raun og veru frekar sjálfbær – þau eru fyrirfram prógrammeruð og svo er ég bara að tjilla og spila á trommur.“Eru þessir róbótar sérstaklega smíðaðir til að spila á Airwaves eða nær þetta samband lengra hjá ykkur? „Þetta er ongoing verkefni hjá mér og þetta er samblanda af mínum helstu áhugasviðum: tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði og tónlist. Þetta eru allt ný lög. Þau verða dálítið mikið til út frá róbótunum. Maður byrjar að vesenast í þeim og af því að þeir eru dálítið ófulkomnir, bæði af því að þeir eru ekkert sérstaklega vel smíðaðir og líka bara af því að þetta er rosa frumstætt í rauninni, þá gera þeir mistök og eru svolítið mannlegir þannig - það veldur því að manni dettur oft eitthvað sniðugt í hug útfrá því.“Og ert þú og vélmennin þín að vinna í einhverskonar útgáfu? „Ég er að stefna á að þetta verði komið á plötu fyrri part 2017,“ segir Halldór að lokum en hann kemur fram í Gamla bíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem hann og vélmennin byrja kvöldið og síðan lokar hann kvöldinu með SYKUR.
Airwaves Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira