Almannahagsmunir trompa trúnaðarsamband við ástvin Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2016 16:05 Sturla Pálsson hefur viðurkennt að hafa brotið trúnað þegar hann hringdi í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur í október 2008. Vísir/Getty Þeir sem eru í því hlutverki að geta haft áhrif á almannahagsmuni hafa ríkari skyldur en aðrir, og ber þar trúnaðarskyldan hæst. Þetta er mat Henry Alexanders Henryssonar, sérfræðings hjá Siðfræðistofnun, þegar hann er spurður út í trúnaðarbrot Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Sturla hefur viðurkennt að hafa brotið trúnað þegar hann hringdi í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur, þáverandi lögfræðing hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, hagsmunasamtaka allra banka og sparisjóða á landinu, í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 og upplýsti hana að hugsanlega yrði einum af stóru bönkunum þremur bjargað og að Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, væri búinn að gefast upp.Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands og fyrrverandi yfirmaður alþjóða- og markaðssviðs bankans.VísirGreint var frá þessu bæði í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Kastljósinu í gærkvöldi þar sem vísað var í skýrslutöku yfir Sturlu frá því í janúar 2012 þar sem hann var vitni í umfangsmiklu máli sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Málið sneri að milljarðamillifærslum af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum daginn sem neyðarlögin voru sett. Málið var svo fellt niður og fór aldrei fyrir dóm. Símtalið átti sér stað laugardaginn 4. október árið 2008 en þá átti eftir að setja neyðarlögin tveimur dögum síðar, mánudaginn 6. október, þegar markaðir voru enn opnir. Er talið að þessar upplýsingar, að hugsanlega yrði einum banka bjargað og að bankastjóri væri búinn að gefast upp, hefðu auðveldlega geta nýst á mánudeginum 6. október. Rík þagnarskylda hvíldi á þeim voru helstu leikendur hjá ríkinu og Seðlabankanum í þessari atburðarás, en sú spurning gæti vaknað hjá ýmsum hvort það sé gerlegt að leyna þeim sem sem standa manni næst svo mikilvægum upplýsingum? Spurður að þessu segir Henry Alexander að hann telji mikilvægt að siðfræðileg greining á slíku álitamáli sé raunsæ.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.vísir/ernir„Við komum öðruvísi fram við okkar nánustu heldur en annað fólk og kannski einkennilegt að mála það í of dökkum litum. Hugur okkar á að vera hjá ástvinum, við viljum veg þeirra sem mestan og auðvitað sækjumst við eftir því að standa í nánu trúnaðarsambandi við þá,“ segir Henry. Hann segir hins vegar ljóst að sum mál séu þess eðlis að þar standi hlutdrægni ekki til boða, jafnvel þótt hún kunni að virðast eðlileg. „Það er ástæða þess að settar eru strangar starfsreglur eða siðareglur skráðar. Sumir móðgast og segjast treysta á eigin dómgreind en sagan sýnir að slíkt er varhugavert,“ segir Henry. Að mati Henrys gengur sérstaklega illa að fá fólk á Íslandi til að skilja hvað almannahagsmunir fela í sér, líkt og nýleg mál benda til. „Þeir einstaklingar sem eru í því hlutverki að geta haft áhrif á þessa hagsmuni hafa einfaldlega ríkari skyldur heldur en aðrir, og ber þar trúnaðarskyldan hæst. Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“ Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Þeir sem eru í því hlutverki að geta haft áhrif á almannahagsmuni hafa ríkari skyldur en aðrir, og ber þar trúnaðarskyldan hæst. Þetta er mat Henry Alexanders Henryssonar, sérfræðings hjá Siðfræðistofnun, þegar hann er spurður út í trúnaðarbrot Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Sturla hefur viðurkennt að hafa brotið trúnað þegar hann hringdi í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur, þáverandi lögfræðing hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, hagsmunasamtaka allra banka og sparisjóða á landinu, í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 og upplýsti hana að hugsanlega yrði einum af stóru bönkunum þremur bjargað og að Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, væri búinn að gefast upp.Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands og fyrrverandi yfirmaður alþjóða- og markaðssviðs bankans.VísirGreint var frá þessu bæði í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Kastljósinu í gærkvöldi þar sem vísað var í skýrslutöku yfir Sturlu frá því í janúar 2012 þar sem hann var vitni í umfangsmiklu máli sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Málið sneri að milljarðamillifærslum af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum daginn sem neyðarlögin voru sett. Málið var svo fellt niður og fór aldrei fyrir dóm. Símtalið átti sér stað laugardaginn 4. október árið 2008 en þá átti eftir að setja neyðarlögin tveimur dögum síðar, mánudaginn 6. október, þegar markaðir voru enn opnir. Er talið að þessar upplýsingar, að hugsanlega yrði einum banka bjargað og að bankastjóri væri búinn að gefast upp, hefðu auðveldlega geta nýst á mánudeginum 6. október. Rík þagnarskylda hvíldi á þeim voru helstu leikendur hjá ríkinu og Seðlabankanum í þessari atburðarás, en sú spurning gæti vaknað hjá ýmsum hvort það sé gerlegt að leyna þeim sem sem standa manni næst svo mikilvægum upplýsingum? Spurður að þessu segir Henry Alexander að hann telji mikilvægt að siðfræðileg greining á slíku álitamáli sé raunsæ.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.vísir/ernir„Við komum öðruvísi fram við okkar nánustu heldur en annað fólk og kannski einkennilegt að mála það í of dökkum litum. Hugur okkar á að vera hjá ástvinum, við viljum veg þeirra sem mestan og auðvitað sækjumst við eftir því að standa í nánu trúnaðarsambandi við þá,“ segir Henry. Hann segir hins vegar ljóst að sum mál séu þess eðlis að þar standi hlutdrægni ekki til boða, jafnvel þótt hún kunni að virðast eðlileg. „Það er ástæða þess að settar eru strangar starfsreglur eða siðareglur skráðar. Sumir móðgast og segjast treysta á eigin dómgreind en sagan sýnir að slíkt er varhugavert,“ segir Henry. Að mati Henrys gengur sérstaklega illa að fá fólk á Íslandi til að skilja hvað almannahagsmunir fela í sér, líkt og nýleg mál benda til. „Þeir einstaklingar sem eru í því hlutverki að geta haft áhrif á þessa hagsmuni hafa einfaldlega ríkari skyldur heldur en aðrir, og ber þar trúnaðarskyldan hæst. Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“
Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04