Almannahagsmunir trompa trúnaðarsamband við ástvin Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2016 16:05 Sturla Pálsson hefur viðurkennt að hafa brotið trúnað þegar hann hringdi í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur í október 2008. Vísir/Getty Þeir sem eru í því hlutverki að geta haft áhrif á almannahagsmuni hafa ríkari skyldur en aðrir, og ber þar trúnaðarskyldan hæst. Þetta er mat Henry Alexanders Henryssonar, sérfræðings hjá Siðfræðistofnun, þegar hann er spurður út í trúnaðarbrot Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Sturla hefur viðurkennt að hafa brotið trúnað þegar hann hringdi í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur, þáverandi lögfræðing hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, hagsmunasamtaka allra banka og sparisjóða á landinu, í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 og upplýsti hana að hugsanlega yrði einum af stóru bönkunum þremur bjargað og að Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, væri búinn að gefast upp.Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands og fyrrverandi yfirmaður alþjóða- og markaðssviðs bankans.VísirGreint var frá þessu bæði í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Kastljósinu í gærkvöldi þar sem vísað var í skýrslutöku yfir Sturlu frá því í janúar 2012 þar sem hann var vitni í umfangsmiklu máli sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Málið sneri að milljarðamillifærslum af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum daginn sem neyðarlögin voru sett. Málið var svo fellt niður og fór aldrei fyrir dóm. Símtalið átti sér stað laugardaginn 4. október árið 2008 en þá átti eftir að setja neyðarlögin tveimur dögum síðar, mánudaginn 6. október, þegar markaðir voru enn opnir. Er talið að þessar upplýsingar, að hugsanlega yrði einum banka bjargað og að bankastjóri væri búinn að gefast upp, hefðu auðveldlega geta nýst á mánudeginum 6. október. Rík þagnarskylda hvíldi á þeim voru helstu leikendur hjá ríkinu og Seðlabankanum í þessari atburðarás, en sú spurning gæti vaknað hjá ýmsum hvort það sé gerlegt að leyna þeim sem sem standa manni næst svo mikilvægum upplýsingum? Spurður að þessu segir Henry Alexander að hann telji mikilvægt að siðfræðileg greining á slíku álitamáli sé raunsæ.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.vísir/ernir„Við komum öðruvísi fram við okkar nánustu heldur en annað fólk og kannski einkennilegt að mála það í of dökkum litum. Hugur okkar á að vera hjá ástvinum, við viljum veg þeirra sem mestan og auðvitað sækjumst við eftir því að standa í nánu trúnaðarsambandi við þá,“ segir Henry. Hann segir hins vegar ljóst að sum mál séu þess eðlis að þar standi hlutdrægni ekki til boða, jafnvel þótt hún kunni að virðast eðlileg. „Það er ástæða þess að settar eru strangar starfsreglur eða siðareglur skráðar. Sumir móðgast og segjast treysta á eigin dómgreind en sagan sýnir að slíkt er varhugavert,“ segir Henry. Að mati Henrys gengur sérstaklega illa að fá fólk á Íslandi til að skilja hvað almannahagsmunir fela í sér, líkt og nýleg mál benda til. „Þeir einstaklingar sem eru í því hlutverki að geta haft áhrif á þessa hagsmuni hafa einfaldlega ríkari skyldur heldur en aðrir, og ber þar trúnaðarskyldan hæst. Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“ Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Þeir sem eru í því hlutverki að geta haft áhrif á almannahagsmuni hafa ríkari skyldur en aðrir, og ber þar trúnaðarskyldan hæst. Þetta er mat Henry Alexanders Henryssonar, sérfræðings hjá Siðfræðistofnun, þegar hann er spurður út í trúnaðarbrot Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Sturla hefur viðurkennt að hafa brotið trúnað þegar hann hringdi í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur, þáverandi lögfræðing hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, hagsmunasamtaka allra banka og sparisjóða á landinu, í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 og upplýsti hana að hugsanlega yrði einum af stóru bönkunum þremur bjargað og að Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, væri búinn að gefast upp.Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands og fyrrverandi yfirmaður alþjóða- og markaðssviðs bankans.VísirGreint var frá þessu bæði í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Kastljósinu í gærkvöldi þar sem vísað var í skýrslutöku yfir Sturlu frá því í janúar 2012 þar sem hann var vitni í umfangsmiklu máli sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Málið sneri að milljarðamillifærslum af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum daginn sem neyðarlögin voru sett. Málið var svo fellt niður og fór aldrei fyrir dóm. Símtalið átti sér stað laugardaginn 4. október árið 2008 en þá átti eftir að setja neyðarlögin tveimur dögum síðar, mánudaginn 6. október, þegar markaðir voru enn opnir. Er talið að þessar upplýsingar, að hugsanlega yrði einum banka bjargað og að bankastjóri væri búinn að gefast upp, hefðu auðveldlega geta nýst á mánudeginum 6. október. Rík þagnarskylda hvíldi á þeim voru helstu leikendur hjá ríkinu og Seðlabankanum í þessari atburðarás, en sú spurning gæti vaknað hjá ýmsum hvort það sé gerlegt að leyna þeim sem sem standa manni næst svo mikilvægum upplýsingum? Spurður að þessu segir Henry Alexander að hann telji mikilvægt að siðfræðileg greining á slíku álitamáli sé raunsæ.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.vísir/ernir„Við komum öðruvísi fram við okkar nánustu heldur en annað fólk og kannski einkennilegt að mála það í of dökkum litum. Hugur okkar á að vera hjá ástvinum, við viljum veg þeirra sem mestan og auðvitað sækjumst við eftir því að standa í nánu trúnaðarsambandi við þá,“ segir Henry. Hann segir hins vegar ljóst að sum mál séu þess eðlis að þar standi hlutdrægni ekki til boða, jafnvel þótt hún kunni að virðast eðlileg. „Það er ástæða þess að settar eru strangar starfsreglur eða siðareglur skráðar. Sumir móðgast og segjast treysta á eigin dómgreind en sagan sýnir að slíkt er varhugavert,“ segir Henry. Að mati Henrys gengur sérstaklega illa að fá fólk á Íslandi til að skilja hvað almannahagsmunir fela í sér, líkt og nýleg mál benda til. „Þeir einstaklingar sem eru í því hlutverki að geta haft áhrif á þessa hagsmuni hafa einfaldlega ríkari skyldur heldur en aðrir, og ber þar trúnaðarskyldan hæst. Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“
Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04