Sagan segist vel á þennan máta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2016 09:30 Búningarnir hafa fylgt sýningunni frá því hún var frumsýnd árið 1994. Þeir eru eftir danskan hönnuð og eru í endurreisnarstíl. „Ég hef það mjög gott. Það hefði verið gífurlega gaman að vera kominn heim á frumsýninguna í Bíói Paradís en þannig stendur á að dansflokkurinn minn er með frumsýningu í Los Angeles á sama tíma. Ég er að hendast þangað,“ segir ballettstjórinn Helgi Tómasson en rómaður ballett hans um Rómeó og Júlíu, í uppfærslu San Francisco ballettsins, verður sýndur í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum í Bíói Paradís í kvöld. „Sýningin er mín útgáfa af þessari klassísku sögu. Ég samdi öll spor og hreyfingar eftir því hvernig ég heyrði músíkina og sá hlutina fyrir mér. En ég fékk annan mann til að æfa dansarana í skylmingum,“ segir Helgi. Ballettinn hans, Rómeó og Júlía var frumsýndur árið 1994 og vakti strax mikla hrifningu. Um viðamikla sýningu er að ræða sem hefur verið sett upp víða í stórborgum erlendis, meðal annars í Washington og Los Angeles. Búningarnir hafa verið hinir sömu frá upphafi. Þeir eru í endurreisnarstíl.Helgi hefði viljað vera kominn heim fyrir frumsýninguna á Íslandi í kvöld.Mynd/Erik TomassonMargar ballettútgáfur eru til af Rómeó og Júlíu, Helgi kveðst hafa séð nokkrar þeirra þegar hann var yngri en aldrei haft tækifæri til að dansa í þeim, sem hafi verið til bóta þegar hann samdi sína útgáfu. Hann telur efnið algerlega tímalaust. „Þó að sagan sé frá miðöldum gæti hún gerst á öllum tímum, meðal annars í dag og tónlistin eftir Prokofiev er alveg stórkostleg svo þetta er einn af alvinsælustu ballettum sem sýndir eru í heiminum og alveg við hliðina á Svanavatninu.“ Kvikmyndin var frumsýnd í byrjun síðasta árs. Helgi er mjög ánægður með hvernig til tókst. „Sá sem var bak við tökuvélarnar heitir Tomas Grimm, er þýskur en býr í Kaupmannahöfn og er giftur fyrrum ballettdansara hjá konunglega ballettinum þar. Hann hefur næma tilfinningu fyrir dansi og hefur gert margar danskvikmyndir svo ég fékk hann í þetta verkefni. Svo fór ég til Berlínar til að vera með honum í eftirvinnslunni. Það voru svo margar myndavélar í salnum og því var hægt að velja saman sjónarhornin. Þetta tókst gífurlega vel og það er mikið um nærmyndir af fólkinu og túlkun þess á tilfinningum. Sagan segist vel á þennan máta og ég vona að þið heima njótið sýningarinnar,“ segir hann og bætir við. „Mér skilst að haustlægðirnar séu eitthvað að hrella ykkur þessa dagana. Þá er nú gott að fara í bíó.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016. Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég hef það mjög gott. Það hefði verið gífurlega gaman að vera kominn heim á frumsýninguna í Bíói Paradís en þannig stendur á að dansflokkurinn minn er með frumsýningu í Los Angeles á sama tíma. Ég er að hendast þangað,“ segir ballettstjórinn Helgi Tómasson en rómaður ballett hans um Rómeó og Júlíu, í uppfærslu San Francisco ballettsins, verður sýndur í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum í Bíói Paradís í kvöld. „Sýningin er mín útgáfa af þessari klassísku sögu. Ég samdi öll spor og hreyfingar eftir því hvernig ég heyrði músíkina og sá hlutina fyrir mér. En ég fékk annan mann til að æfa dansarana í skylmingum,“ segir Helgi. Ballettinn hans, Rómeó og Júlía var frumsýndur árið 1994 og vakti strax mikla hrifningu. Um viðamikla sýningu er að ræða sem hefur verið sett upp víða í stórborgum erlendis, meðal annars í Washington og Los Angeles. Búningarnir hafa verið hinir sömu frá upphafi. Þeir eru í endurreisnarstíl.Helgi hefði viljað vera kominn heim fyrir frumsýninguna á Íslandi í kvöld.Mynd/Erik TomassonMargar ballettútgáfur eru til af Rómeó og Júlíu, Helgi kveðst hafa séð nokkrar þeirra þegar hann var yngri en aldrei haft tækifæri til að dansa í þeim, sem hafi verið til bóta þegar hann samdi sína útgáfu. Hann telur efnið algerlega tímalaust. „Þó að sagan sé frá miðöldum gæti hún gerst á öllum tímum, meðal annars í dag og tónlistin eftir Prokofiev er alveg stórkostleg svo þetta er einn af alvinsælustu ballettum sem sýndir eru í heiminum og alveg við hliðina á Svanavatninu.“ Kvikmyndin var frumsýnd í byrjun síðasta árs. Helgi er mjög ánægður með hvernig til tókst. „Sá sem var bak við tökuvélarnar heitir Tomas Grimm, er þýskur en býr í Kaupmannahöfn og er giftur fyrrum ballettdansara hjá konunglega ballettinum þar. Hann hefur næma tilfinningu fyrir dansi og hefur gert margar danskvikmyndir svo ég fékk hann í þetta verkefni. Svo fór ég til Berlínar til að vera með honum í eftirvinnslunni. Það voru svo margar myndavélar í salnum og því var hægt að velja saman sjónarhornin. Þetta tókst gífurlega vel og það er mikið um nærmyndir af fólkinu og túlkun þess á tilfinningum. Sagan segist vel á þennan máta og ég vona að þið heima njótið sýningarinnar,“ segir hann og bætir við. „Mér skilst að haustlægðirnar séu eitthvað að hrella ykkur þessa dagana. Þá er nú gott að fara í bíó.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016.
Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög