„Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 16:24 Andra þykir Spursmál ekki vænlegur vettvangur fyrir uppbyggjandi umræðu. Vísir/Samsett Andri Snær Magnason hafnar boði Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns í það sem hann segir „einhvers konar einvígi.“ Hann setur út á það að upphafleg grein, þar sem ansi frjálslega er farið með stærðfræðina, hafi ekki verið leiðreitt heldur að þess í stað hafi honum verið boðið í viðtal til að breiða rangfærslurnar enn frekar út. Tilefni ummælanna er heit umræða undanfarna daga eftir að Morgunblaðið birti úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum listamanna það sem af er öldinni. Úttektin gerði grein fyrir fjölda mánaða sem hver rithöfundur hefur fengið úthlutaðan á fyrrgreindu tímabili og setti hann í samhengi við afköst þeirra. Mælikvarðinn sem var notaður var fjöldi bóka og blaðsíðna. Höfundum ofætlaðar greiðslur svo nemi tugum milljóna Andri Snær var í úttektinni með fæst verk, fimm bækur á 25 árum, og nákvæmur útreikningur fylgdi þar sem stóð að Andri hefði fengið 106.957 krónur fyrir hverja blaðsíðu. Andri dró fram í aðsendri grein öll þau verk sem Samtök skattgreiðenda „gleymdu“ að taka með inn í reikninginn, sem nam talsverðum fjölda verka. Stefán Einar Stefánsson sem skrifaði greinina upp úr gögnum Samtaka skattgreiðenda brást við ábendingum Andra Snæs með því að skora hann á hólm í sjónvarpsþætti Stefáns sjálfs. Greinin hefur ekki verið leiðrétt. Hann birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist hafa boðið Andra að ræða framlag skattgreiðenda til listsköpunar, eðli launanna og mikilvægi. „Nú er bara að vona að allir leggi sín lóð á vogarskálarnar, upplýstri og áhugaverðri umræðu til framdráttar,“ skrifar Stefán. „Upplýst og áhugaverð umræða“ reist á sandi Andri segir framkomu Stefáns Einars fyrir neðan allar hellur. „Ég sendi leiðréttingu á Morgunblaðið og bendi á ófagleg vinnubrögð. Þar eru verk mín gróflega vantalin. Því er svarað með áskorun um að mæta blaðamanni í einhverskonar einvígi, en fréttin er EKKI leiðrétt heldur þvert á móti. Sett á netið, uppfærð í dag klukkan 11:51 með öllum rangfærslum en engum leiðréttingum! Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral? Eiga þær að standa í blaðinu eins og sannleikur svo fólk geti fundið það sem „heimild“ í framtíðinni?“ skrifar hann. Hann segir tölurnar sem Stefán byggir umfjöllun sína á kolrangar og að tíu höfundum hafi verið ofætlaðar greiðslur svo nemi tugum milljóna. „Kunna ekki að telja bækur. Kunna ekki að reikna. Kunna svo ekki að skammast sín. Hvað er þá eftir?“ Menning Listamannalaun Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Tilefni ummælanna er heit umræða undanfarna daga eftir að Morgunblaðið birti úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum listamanna það sem af er öldinni. Úttektin gerði grein fyrir fjölda mánaða sem hver rithöfundur hefur fengið úthlutaðan á fyrrgreindu tímabili og setti hann í samhengi við afköst þeirra. Mælikvarðinn sem var notaður var fjöldi bóka og blaðsíðna. Höfundum ofætlaðar greiðslur svo nemi tugum milljóna Andri Snær var í úttektinni með fæst verk, fimm bækur á 25 árum, og nákvæmur útreikningur fylgdi þar sem stóð að Andri hefði fengið 106.957 krónur fyrir hverja blaðsíðu. Andri dró fram í aðsendri grein öll þau verk sem Samtök skattgreiðenda „gleymdu“ að taka með inn í reikninginn, sem nam talsverðum fjölda verka. Stefán Einar Stefánsson sem skrifaði greinina upp úr gögnum Samtaka skattgreiðenda brást við ábendingum Andra Snæs með því að skora hann á hólm í sjónvarpsþætti Stefáns sjálfs. Greinin hefur ekki verið leiðrétt. Hann birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist hafa boðið Andra að ræða framlag skattgreiðenda til listsköpunar, eðli launanna og mikilvægi. „Nú er bara að vona að allir leggi sín lóð á vogarskálarnar, upplýstri og áhugaverðri umræðu til framdráttar,“ skrifar Stefán. „Upplýst og áhugaverð umræða“ reist á sandi Andri segir framkomu Stefáns Einars fyrir neðan allar hellur. „Ég sendi leiðréttingu á Morgunblaðið og bendi á ófagleg vinnubrögð. Þar eru verk mín gróflega vantalin. Því er svarað með áskorun um að mæta blaðamanni í einhverskonar einvígi, en fréttin er EKKI leiðrétt heldur þvert á móti. Sett á netið, uppfærð í dag klukkan 11:51 með öllum rangfærslum en engum leiðréttingum! Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral? Eiga þær að standa í blaðinu eins og sannleikur svo fólk geti fundið það sem „heimild“ í framtíðinni?“ skrifar hann. Hann segir tölurnar sem Stefán byggir umfjöllun sína á kolrangar og að tíu höfundum hafi verið ofætlaðar greiðslur svo nemi tugum milljóna. „Kunna ekki að telja bækur. Kunna ekki að reikna. Kunna svo ekki að skammast sín. Hvað er þá eftir?“
Menning Listamannalaun Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira