Íslenskur Taskmaster kemur í vor Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. nóvember 2025 08:00 Ari Eldjárn og Jóhann Alfreð munu fara með umsjón þáttanna. Íslensk útgáfa af hinum geysivinsælu bresku sjónvarpsþáttum Taskmaster verður frumsýnd næsta vor. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Sýn og verður Ari Eldjárn þrautakóngur með Jóhann Alfreð Kristinsson sér til aðstoðar. Þættirnir munu bera heitið Taskmaster – Ísland og etja þar fimm íslenskir skemmtikraftar kappi í óvæntum og oft furðulegum þrautum sem krefjast útsjónarsemi, hugmyndaauðgi og húmors. Allt er það gert í nafni hláturs en einnig til að finna út hver verði hinn eini sanni þrautakóngur, svokallaður taskmaster. Keppninni verður stjórnað af þrautakónginum Ara Eldjárni og hundtryggum aðstoðarmanni hans, Jóhanni Alfreð Kristinssyni, sem leiðir keppendur í gegnum þrautirnar. „Húmorinn verður í hávegum hafður“ Taskmaster hóf göngu sína í Bretlandi árið 2015 og hefur síðan þá slegið í gegn víða um heim, meðal annars í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Kanada, Ástralíu og Bandaríkjunum. „Taskmaster hefur sannað gildi sitt um allan heim sem skemmtileg og frumleg sjónvarpsþáttaröð. Með Ara og Jóhann Alfreð sem stjórnendur getum við lofað áhorfendum einstakri upplifun – þar sem húmorinn verður í hávegum hafður,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. Skarphéðinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sagafilm, segir heiður að fá að koma að framleiðslunni. Þá segir hann Taskmaster henta fullkomlega íslensku sjónvarpi, „hæfilega „wild“ en snyrtimennskan í fyrirrúmi.“ Nánari upplýsingar um keppendur og útgáfudag verða birtar síðar. Fyrir þá sem vilja taka forskot á grínið þá hefjast sýningar á Taskmaster UK hjá Sýn þann 20. nóvember næstkomandi. Bíó og sjónvarp Grín og gaman Sýn Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið Fleiri fréttir Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Þættirnir munu bera heitið Taskmaster – Ísland og etja þar fimm íslenskir skemmtikraftar kappi í óvæntum og oft furðulegum þrautum sem krefjast útsjónarsemi, hugmyndaauðgi og húmors. Allt er það gert í nafni hláturs en einnig til að finna út hver verði hinn eini sanni þrautakóngur, svokallaður taskmaster. Keppninni verður stjórnað af þrautakónginum Ara Eldjárni og hundtryggum aðstoðarmanni hans, Jóhanni Alfreð Kristinssyni, sem leiðir keppendur í gegnum þrautirnar. „Húmorinn verður í hávegum hafður“ Taskmaster hóf göngu sína í Bretlandi árið 2015 og hefur síðan þá slegið í gegn víða um heim, meðal annars í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Kanada, Ástralíu og Bandaríkjunum. „Taskmaster hefur sannað gildi sitt um allan heim sem skemmtileg og frumleg sjónvarpsþáttaröð. Með Ara og Jóhann Alfreð sem stjórnendur getum við lofað áhorfendum einstakri upplifun – þar sem húmorinn verður í hávegum hafður,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. Skarphéðinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sagafilm, segir heiður að fá að koma að framleiðslunni. Þá segir hann Taskmaster henta fullkomlega íslensku sjónvarpi, „hæfilega „wild“ en snyrtimennskan í fyrirrúmi.“ Nánari upplýsingar um keppendur og útgáfudag verða birtar síðar. Fyrir þá sem vilja taka forskot á grínið þá hefjast sýningar á Taskmaster UK hjá Sýn þann 20. nóvember næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Sýn Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið Fleiri fréttir Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira