Tófan leggst á landsmenn Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2016 14:30 Nýtt myndband frá Tófunni. Pönksveitin Tófa hefur sent frá frá sér nýja breiðskífu, Teeth Richards – þá aðra á innan við ári – deiliskífuna Youdas, myndlistarrit og glænýtt tónlistarmyndband fyrir Iceland Airwaves hátíðina. Tófa er hjómsveit stofnuð af fimm vinum frá Reykjavík og Colorado. Hana skipa söngkonan Allie Doersch, Andri Freyr Þorgeirsson á bassa, Árni Þór Árnason á baritóngítar, Jóhannes Ólafsson á trommur og Kjartan Holm á gítar. Sveitin hefur starfað í rúm tvö ár en meðlimir hennar hafa leikið með hinum ýmsu hljómsveitum fyrir það, s.s. For a Minor Reflection, Rökkurró og Sigur Rós. Tónlist Tófu er villt, hrá og ljóðræn. Andrúmsloftið er kaótískt en sækir innblástur jafnt í 20. aldar bókmenntir og myrkari hliðar samtímans. Rétt eins skepnan sem hún heitir eftir er Tófa álitleg að sjá en þegar betur er að gáð er hún taumlaus og blóðþyrst. Fyrir Airwaves-hátíðina 2015 sendi Tófa frá sér sína fyrstu plötu, Fleetwood Max, sem vakti nokkra athygli í jaðartónlistarkreðsum. Nú, innan við ári seinna, hefur hún sent frá sér aðra breiðskífu, Teeth Richards, sem hægt er að sækja á Bandcamp-svæði hljómsveitarinnar þar sem hlustandinn ræður hvað hann borgar auk þess sem hægt er að streyma plötunni á öllum helstu veitum. Á Teeth Richards setur sveitin undir sig hausinn og ræðst á pönkgarðinn þar sem hann er hæstur. Þar eru hugmyndir sem spruttu fram á fyrri plötunni rannsakaðar og færðar út, auk þess sem elja lögð í að setja lögin saman á frumlegan og ferskan máta. Platan samanstendur af átta lögum sem tjá gremju, valdaleysi og heimshryggð ungmenna sem lifa og hrærast í Reykjavík en þó aldrei án þeirra skilaboða að nú skuli taka til sinna ráða, breyta og bæta samfélagið. Textarnir eru ljóðrænir og stundum óræðir, fullir af vísunum og femínisma. Tófa er með mörg járn í eldinum en auk Teeth Richards kemur út fyrir Airwaves-hátíðina sjö tommu deiliskífa (e. split) með bandarísku hljómsveitinni Deletions, glænýtt tónlistarmyndband og handgert myndlistarrit fullt af ýmsum varningi og tónlist í afar takmörkuðu upplagi. Deiliskífuna og myndlistaritið má finna í völdum plötuverslunum á næstu dögum. Myndbandið má sjá hér að neðan og það við lagið, You’re done, af fyrrnefndri deiliplötu og unnið af Tófu með hjálp vina og vandamanna. Áhugasamir geta séð Tófu á tónleikum í Airwaves-vikunni á eftirtöldum stöðum: Mánudag 31. október – 17:30 – Lucky Records Miðvikudag 2. nóvember – 18:00 – Kaffibarinn Fimmtudag 3. nóvember – 17:30 – Hitt Húsið (sérstakir jógatónleikar þar sem pönkið víkur fyrir sveimandi tónum) Fimmtudag 3. nóvember – 18:30 – 12 Tónar Föstudag 4. nóvember – 14:30 – Loft Hostel Föstudag 4. nóvember – 16:00 – Hlemmur Square Laugardagurinn 5. Nóvember 20:00 – Gaukurinn (on-venue) Airwaves Tónlist Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Pönksveitin Tófa hefur sent frá frá sér nýja breiðskífu, Teeth Richards – þá aðra á innan við ári – deiliskífuna Youdas, myndlistarrit og glænýtt tónlistarmyndband fyrir Iceland Airwaves hátíðina. Tófa er hjómsveit stofnuð af fimm vinum frá Reykjavík og Colorado. Hana skipa söngkonan Allie Doersch, Andri Freyr Þorgeirsson á bassa, Árni Þór Árnason á baritóngítar, Jóhannes Ólafsson á trommur og Kjartan Holm á gítar. Sveitin hefur starfað í rúm tvö ár en meðlimir hennar hafa leikið með hinum ýmsu hljómsveitum fyrir það, s.s. For a Minor Reflection, Rökkurró og Sigur Rós. Tónlist Tófu er villt, hrá og ljóðræn. Andrúmsloftið er kaótískt en sækir innblástur jafnt í 20. aldar bókmenntir og myrkari hliðar samtímans. Rétt eins skepnan sem hún heitir eftir er Tófa álitleg að sjá en þegar betur er að gáð er hún taumlaus og blóðþyrst. Fyrir Airwaves-hátíðina 2015 sendi Tófa frá sér sína fyrstu plötu, Fleetwood Max, sem vakti nokkra athygli í jaðartónlistarkreðsum. Nú, innan við ári seinna, hefur hún sent frá sér aðra breiðskífu, Teeth Richards, sem hægt er að sækja á Bandcamp-svæði hljómsveitarinnar þar sem hlustandinn ræður hvað hann borgar auk þess sem hægt er að streyma plötunni á öllum helstu veitum. Á Teeth Richards setur sveitin undir sig hausinn og ræðst á pönkgarðinn þar sem hann er hæstur. Þar eru hugmyndir sem spruttu fram á fyrri plötunni rannsakaðar og færðar út, auk þess sem elja lögð í að setja lögin saman á frumlegan og ferskan máta. Platan samanstendur af átta lögum sem tjá gremju, valdaleysi og heimshryggð ungmenna sem lifa og hrærast í Reykjavík en þó aldrei án þeirra skilaboða að nú skuli taka til sinna ráða, breyta og bæta samfélagið. Textarnir eru ljóðrænir og stundum óræðir, fullir af vísunum og femínisma. Tófa er með mörg járn í eldinum en auk Teeth Richards kemur út fyrir Airwaves-hátíðina sjö tommu deiliskífa (e. split) með bandarísku hljómsveitinni Deletions, glænýtt tónlistarmyndband og handgert myndlistarrit fullt af ýmsum varningi og tónlist í afar takmörkuðu upplagi. Deiliskífuna og myndlistaritið má finna í völdum plötuverslunum á næstu dögum. Myndbandið má sjá hér að neðan og það við lagið, You’re done, af fyrrnefndri deiliplötu og unnið af Tófu með hjálp vina og vandamanna. Áhugasamir geta séð Tófu á tónleikum í Airwaves-vikunni á eftirtöldum stöðum: Mánudag 31. október – 17:30 – Lucky Records Miðvikudag 2. nóvember – 18:00 – Kaffibarinn Fimmtudag 3. nóvember – 17:30 – Hitt Húsið (sérstakir jógatónleikar þar sem pönkið víkur fyrir sveimandi tónum) Fimmtudag 3. nóvember – 18:30 – 12 Tónar Föstudag 4. nóvember – 14:30 – Loft Hostel Föstudag 4. nóvember – 16:00 – Hlemmur Square Laugardagurinn 5. Nóvember 20:00 – Gaukurinn (on-venue)
Airwaves Tónlist Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira