Hjólaði 200 kílómetra til þess að kjósa Þorgeir Helgason skrifar 26. október 2016 07:00 Jón Eggert Guðmundsson þegar hann kom í mark í sumar í Hafnarfirði eftir að hafa hjólað hringinn í kringum landið. vísir/hanna Jón Eggert Guðmundsson, hjólagarpur og tölvunarfræðingur, hjólaði sem nemur um 200 kílómetrum til þess að kjósa til Alþingis. „Þetta var þrælskemmtilegur hjólatúr,“ segir Jón en hann er búsettur í Bandaríkjunum. Ferðalagið hófst heima hjá Jóni við Palmetto-flóa í Miami í Flórídaríki og leiðin lá að kjörræðisskrifstofu Íslands á Pompano-ströndinni. „Leiðin var falleg og lá meðfram ströndinni mestalla leiðina. Þarna er mikið af veitingastöðum og skemmtilegt mannlíf,“ segir Jón. Ferðalagið hófst klukkan fjögur um morgun en Jón þurfti að leggja snemma af stað til þess að komast í tæka tíð á kjörræðisskrifstofuna. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig en hann var kominn heim tæpum tólf tímum eftir að hann lagði í hann. „Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn og ég hvet alla til þess að fara og kjósa, burtséð frá því hvaða flokk fólk kýs,“ segir Jón og hlær. Jón vann það afrek síðasta sumar að hjóla strandvegi Íslands. Ferðalagið tók tæpar fjórar vikur og fór Jón um 125 kílómetra á dag. Tíu ár eru síðan Jón Eggert gekk sömu strandvegi en í bæði skiptin var markmiðið að safna áheitum fyrir Krabbameinsfélagið. „Ég hjóla reglulega langar vegalengdir og nú þyrsti mig í slíkan hjólatúr. Ég ákvað því skella mér á hjólinu til þess að kjósa. Þetta var léttur túr enda eru 200 kílómetrar ekkert svo mikið fyrir vanan mann,“ segir Jón. Næst á dagskrá hjá Jóni er að synda í kringum Ísland. „Ég ætla að byrja á Breiðafirði af því að fólk hefur synt hann. Ég get nýtt mér þá reynslu,“ segir Jón sem reiknar með að taka sex sumur í að synda í kringum landið, í áföngum. Hann ætli að geyma Suðurlandið og Faxaflóann þar til síðast en hann kveðst þó eiga eftir að spá aðeins betur í það.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Jón Eggert Guðmundsson, hjólagarpur og tölvunarfræðingur, hjólaði sem nemur um 200 kílómetrum til þess að kjósa til Alþingis. „Þetta var þrælskemmtilegur hjólatúr,“ segir Jón en hann er búsettur í Bandaríkjunum. Ferðalagið hófst heima hjá Jóni við Palmetto-flóa í Miami í Flórídaríki og leiðin lá að kjörræðisskrifstofu Íslands á Pompano-ströndinni. „Leiðin var falleg og lá meðfram ströndinni mestalla leiðina. Þarna er mikið af veitingastöðum og skemmtilegt mannlíf,“ segir Jón. Ferðalagið hófst klukkan fjögur um morgun en Jón þurfti að leggja snemma af stað til þess að komast í tæka tíð á kjörræðisskrifstofuna. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig en hann var kominn heim tæpum tólf tímum eftir að hann lagði í hann. „Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn og ég hvet alla til þess að fara og kjósa, burtséð frá því hvaða flokk fólk kýs,“ segir Jón og hlær. Jón vann það afrek síðasta sumar að hjóla strandvegi Íslands. Ferðalagið tók tæpar fjórar vikur og fór Jón um 125 kílómetra á dag. Tíu ár eru síðan Jón Eggert gekk sömu strandvegi en í bæði skiptin var markmiðið að safna áheitum fyrir Krabbameinsfélagið. „Ég hjóla reglulega langar vegalengdir og nú þyrsti mig í slíkan hjólatúr. Ég ákvað því skella mér á hjólinu til þess að kjósa. Þetta var léttur túr enda eru 200 kílómetrar ekkert svo mikið fyrir vanan mann,“ segir Jón. Næst á dagskrá hjá Jóni er að synda í kringum Ísland. „Ég ætla að byrja á Breiðafirði af því að fólk hefur synt hann. Ég get nýtt mér þá reynslu,“ segir Jón sem reiknar með að taka sex sumur í að synda í kringum landið, í áföngum. Hann ætli að geyma Suðurlandið og Faxaflóann þar til síðast en hann kveðst þó eiga eftir að spá aðeins betur í það.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira