East Of my Youth frumsýnir nýtt myndband á Vísi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2016 13:30 Flott myndband hér á ferðinni. Hljómsveitin East Of my Youth frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Mother. Myndbandið er framleitt af Jónsson og Lemack og Landsbankanum. Síðustu ár hefur Landsbankinn valið þrjár íslenskar hljómsveitir sem koma fram á Iceland Airwaves til að kynna sérstaklega. Vök, Axel Flóven, Dj Flugvél og Geimskip eru dæmi um bönd sem hafa fengið tækifæri til að kynna sitt efni á þennan máta. East of my Youth kemur fram á hátíðinni í ár og spila sveitin samtals á átta tónleikum. Fyrsta smáskífa sveitarinnar kemur út í nóvember og fer hún þá í framhaldinu á tónleikaferðalag. „Við gáfum út Mother í vor sem singúl eftir að hafa „óvart” selt það í bandaríska unglingadramað Faking it sem er á MTV. Lagið var samið í Hvalfirðinum í bústað foreldra hennar Thelmu þar sem við tvær eyddum saman eins og gömul hjón að elda saman, sitja við arinninn og semja tónlist,“ segir Herdís Stefánsdóttir, sem er meðlimur í sveitinni. Með henni í hljómsveitinni er Thelma Marín Jónsdóttir. „Mother var svolítið inspírerað af kínverskum oriental playlista á youtube og fæddist á mjög skömmum tíma og í mikilli leikgleði.“ EOMY byrjaði að vinna af alvöru saman sumarið 2015 og síðan þá hefur ýmislegt á daga þeirra drifið. Sveitin hefur komið fram á Airwaves, Sónar Reykjavík og South by Southwest í Austin, Texas. Sónar Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin East Of my Youth frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Mother. Myndbandið er framleitt af Jónsson og Lemack og Landsbankanum. Síðustu ár hefur Landsbankinn valið þrjár íslenskar hljómsveitir sem koma fram á Iceland Airwaves til að kynna sérstaklega. Vök, Axel Flóven, Dj Flugvél og Geimskip eru dæmi um bönd sem hafa fengið tækifæri til að kynna sitt efni á þennan máta. East of my Youth kemur fram á hátíðinni í ár og spila sveitin samtals á átta tónleikum. Fyrsta smáskífa sveitarinnar kemur út í nóvember og fer hún þá í framhaldinu á tónleikaferðalag. „Við gáfum út Mother í vor sem singúl eftir að hafa „óvart” selt það í bandaríska unglingadramað Faking it sem er á MTV. Lagið var samið í Hvalfirðinum í bústað foreldra hennar Thelmu þar sem við tvær eyddum saman eins og gömul hjón að elda saman, sitja við arinninn og semja tónlist,“ segir Herdís Stefánsdóttir, sem er meðlimur í sveitinni. Með henni í hljómsveitinni er Thelma Marín Jónsdóttir. „Mother var svolítið inspírerað af kínverskum oriental playlista á youtube og fæddist á mjög skömmum tíma og í mikilli leikgleði.“ EOMY byrjaði að vinna af alvöru saman sumarið 2015 og síðan þá hefur ýmislegt á daga þeirra drifið. Sveitin hefur komið fram á Airwaves, Sónar Reykjavík og South by Southwest í Austin, Texas.
Sónar Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira