Kári Stefáns: Hvetur Bjarna til þess að segja af sér Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. október 2016 11:19 Kári segir í greininni ekki trúa því að Bjarni sé spilltur stjórnmálamaður en segir hann þó vera á rangri hillu í lífinu. Vísir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hvetur Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að segja af sér sem stjórnmálamaður í aðsendri grein er birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann Bjarna vera bisnessmann á röngum stað og að það sé öllum ljóst að honum líði betur á vettvangi viðskipta en stjórnmála. Bréfið er skrifað sem nokkurs konar áskorun á Bjarna en fjármálaráðherra afþakkaði boð um að setjast niður með Kára í beinni útsendingu á Stöð 2 til þess að ræða um heilbrigðiskerfið. Kári skorar aftur á hann til að mæta sér í sjónvarpssal fyrir kosningar.Segir Sjálfstæðisflokk ekki vilja viðurkenna vandannKári hefur sakað ríkisstjórnina um að fjársvelta heilbrigðiskerfið í þeim tilgangi að einkavæða hluta þess. Þannig myndist staða þar sem þeir sem efnaðri séu fái aðgang að betri heilbrigðisþjónustu. Kári vísar í viðtöl við Bjarna í Morgunblaðinu og á Sprengjusandi sér til stuðnings. Þar sagði Bjarni að það væri hlutverk ríkisins að sjá um þá sem minna mega sín en að hinir gætu séð um sig sjálfir. Hann undrast á nýju myndefni Sjálfstæðisflokksins þar sem endurreisn heilbrigðiskerfisins er talin upp sem ein af afrekum núverandi ríkisstjórnar. Með þessu segir Kári Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja viðurkenna þann vanda sem sé fyrir hendi. Þar af leiðandi sé lítið gert úr skoðun þeirra 86.500 einstaklinga sem skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að setja 11 prósent af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Kári segir marga sjúklinga á Íslandi í þeirri stöðu að eiga ekki efni á að leysa út lyf í lok mánaðarins og segir marga hafa neyðst til þess að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum. Kosningar 2016 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hvetur Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að segja af sér sem stjórnmálamaður í aðsendri grein er birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann Bjarna vera bisnessmann á röngum stað og að það sé öllum ljóst að honum líði betur á vettvangi viðskipta en stjórnmála. Bréfið er skrifað sem nokkurs konar áskorun á Bjarna en fjármálaráðherra afþakkaði boð um að setjast niður með Kára í beinni útsendingu á Stöð 2 til þess að ræða um heilbrigðiskerfið. Kári skorar aftur á hann til að mæta sér í sjónvarpssal fyrir kosningar.Segir Sjálfstæðisflokk ekki vilja viðurkenna vandannKári hefur sakað ríkisstjórnina um að fjársvelta heilbrigðiskerfið í þeim tilgangi að einkavæða hluta þess. Þannig myndist staða þar sem þeir sem efnaðri séu fái aðgang að betri heilbrigðisþjónustu. Kári vísar í viðtöl við Bjarna í Morgunblaðinu og á Sprengjusandi sér til stuðnings. Þar sagði Bjarni að það væri hlutverk ríkisins að sjá um þá sem minna mega sín en að hinir gætu séð um sig sjálfir. Hann undrast á nýju myndefni Sjálfstæðisflokksins þar sem endurreisn heilbrigðiskerfisins er talin upp sem ein af afrekum núverandi ríkisstjórnar. Með þessu segir Kári Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja viðurkenna þann vanda sem sé fyrir hendi. Þar af leiðandi sé lítið gert úr skoðun þeirra 86.500 einstaklinga sem skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að setja 11 prósent af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Kári segir marga sjúklinga á Íslandi í þeirri stöðu að eiga ekki efni á að leysa út lyf í lok mánaðarins og segir marga hafa neyðst til þess að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum.
Kosningar 2016 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira