Sport

"Komum við ennþá hungraðri á næsta EM“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valgerður er einn af reynsluboltunum í íslenska liðinu.
Valgerður er einn af reynsluboltunum í íslenska liðinu. vísir/ingviþ
Valgerður Sigfinnsdóttir bar sig vel eftir að íslenska kvennaliðið rétt missti af gullverðlaunum í hendur Svía, annað Evrópumótið í hópfimleikum í röð.

Ísland endaði í 2. sæti og Valgerðir segir að liðið geti verið stolt af sinni frammistöðu.

„Okkur gekk ágætlega þótt við hefðum gert einhver mistök. En við erum almennt ánægðar með að klára mótið eins vel og við gerðum,“ sagði Valgerður. En var eitthvað sem íslensku stelpurnar hefðu getað gert betur í dag?

„Já, við gerðum einhver mistök þar sem við hefðum getað gert betur. Maður gerir alltaf einhver mistök en við stóðum okkur ótrúlega vel. Við erum svekktar en samt stoltar og ánægðar með frammistöðuna,“ sagði Valgerður.

Hún segir að íslenska liðið mæti enn einbeittara til leiks á næsta Evrópumóti.

„Nú komum við ennþá hungraðri á næsta EM og tökum gullið þá,“ sagði Valgerður að endingu.


Tengdar fréttir

Glódís: Okkur langaði efst á pallinn

Glódís Guðgeirsdóttir kláraði að keppa á sínu fjórða Evrópumóti í dag. Á þessum fjórum mótum sem hún hefur verið hluti af kvennaliði Íslands hefur það aldrei lent neðar en í 2. sæti.

Nýja stjarnan með ofurstökkin

Kolbrún Þöll Þorradóttir er ein bjartasta vonin í íslenskum fimleikum. Þessi 16 ára Garðbæingur er sú yngsta í íslenska kvennaliðinu sem ætlar sér að vinna til gullverðlauna á EM í hópfimleikum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×