Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 17. október 2016 19:41 Lokað var á síðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014 MYND/Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna frá því í október 2014 við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Lögbannið tekur einnig til léna sem vísa á sömu svæði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá STEF, Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar. STEF hefur haft forgöngu að lögbannsaðgerðunum með stuðningi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu hins vegar ekki því fordæmi.Opnaði vefsíðu á öðru léni eftir fyrri úrskurðinn Í tilkynningu frá STEF kemur fram að lokun aðgengis á vefsíður sem hafa það að markmiði að miðla efni án heimilda rétthafa, líkt og Deildu.net og Pirate Bay, hafi gefið góða raun bæði hér og víða í Evrópu. Þar segir jafnframt að aðgerðir sem þessar byggi á skýrum heimildum í íslenskum lögum ásamt tilskipun Evrópusambandsins. Lögbannið skerði ekki stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga til tjáningarfrelsis en markmið aðgerðanna er að vernda eignarrétt og fjárhagslega afkomu höfunda, flytjenda og framleiðenda. Hins vegar hefur verið bent á það að þrátt fyrir að ákveðin vefsvæði sæti lögbanni er hætt við að þau flytji þjónustu sína yfir á annað lén. Í frétt Nútímans sem birtist í kjölfar fyrra lögbannsins 2014 kom fram að Deildu.net hefði opnað vefsíðu sína á öðru léni, Iceland.pm, sama dag og dómurinn var kveðinn upp.Flest af efninu er fáanlegt með löglegum hættiSamkvæmt upplýsingum frá STEF er hægt að nálgast 90% af því efni sem Íslendingar hala niður af ólöglegum vefsvæðum með löglegum hætti við vefþjónustur sem eru með samninga við íslenska rétthafa. Ólögmæt starfsemi af þessu tagi hefur í för með sér gífurlegt fjárhagslegt tjón rétthafa en nýleg könnun sem Capacent gerði sýnir að innlendir aðilar tapa 1,1, milljarði á ári vegna sjónvarps- og kvikmyndaefnis eingöngu. „Við óbreytt ástand og lagaumhverfi eiga rétthafar ekki annarra kosta völ en að verja lögmæta hagsmuni sína með lögbannsaðgerðum,“ segir að lokum í tilkynningu STEF. Tengdar fréttir Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Búið að koma upp nýjum vef í stað Deildu Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. 15. október 2014 13:07 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna frá því í október 2014 við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Lögbannið tekur einnig til léna sem vísa á sömu svæði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá STEF, Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar. STEF hefur haft forgöngu að lögbannsaðgerðunum með stuðningi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu hins vegar ekki því fordæmi.Opnaði vefsíðu á öðru léni eftir fyrri úrskurðinn Í tilkynningu frá STEF kemur fram að lokun aðgengis á vefsíður sem hafa það að markmiði að miðla efni án heimilda rétthafa, líkt og Deildu.net og Pirate Bay, hafi gefið góða raun bæði hér og víða í Evrópu. Þar segir jafnframt að aðgerðir sem þessar byggi á skýrum heimildum í íslenskum lögum ásamt tilskipun Evrópusambandsins. Lögbannið skerði ekki stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga til tjáningarfrelsis en markmið aðgerðanna er að vernda eignarrétt og fjárhagslega afkomu höfunda, flytjenda og framleiðenda. Hins vegar hefur verið bent á það að þrátt fyrir að ákveðin vefsvæði sæti lögbanni er hætt við að þau flytji þjónustu sína yfir á annað lén. Í frétt Nútímans sem birtist í kjölfar fyrra lögbannsins 2014 kom fram að Deildu.net hefði opnað vefsíðu sína á öðru léni, Iceland.pm, sama dag og dómurinn var kveðinn upp.Flest af efninu er fáanlegt með löglegum hættiSamkvæmt upplýsingum frá STEF er hægt að nálgast 90% af því efni sem Íslendingar hala niður af ólöglegum vefsvæðum með löglegum hætti við vefþjónustur sem eru með samninga við íslenska rétthafa. Ólögmæt starfsemi af þessu tagi hefur í för með sér gífurlegt fjárhagslegt tjón rétthafa en nýleg könnun sem Capacent gerði sýnir að innlendir aðilar tapa 1,1, milljarði á ári vegna sjónvarps- og kvikmyndaefnis eingöngu. „Við óbreytt ástand og lagaumhverfi eiga rétthafar ekki annarra kosta völ en að verja lögmæta hagsmuni sína með lögbannsaðgerðum,“ segir að lokum í tilkynningu STEF.
Tengdar fréttir Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Búið að koma upp nýjum vef í stað Deildu Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. 15. október 2014 13:07 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11
Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00
„Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26
Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24
Búið að koma upp nýjum vef í stað Deildu Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. 15. október 2014 13:07