Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 17. október 2016 19:41 Lokað var á síðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014 MYND/Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna frá því í október 2014 við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Lögbannið tekur einnig til léna sem vísa á sömu svæði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá STEF, Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar. STEF hefur haft forgöngu að lögbannsaðgerðunum með stuðningi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu hins vegar ekki því fordæmi.Opnaði vefsíðu á öðru léni eftir fyrri úrskurðinn Í tilkynningu frá STEF kemur fram að lokun aðgengis á vefsíður sem hafa það að markmiði að miðla efni án heimilda rétthafa, líkt og Deildu.net og Pirate Bay, hafi gefið góða raun bæði hér og víða í Evrópu. Þar segir jafnframt að aðgerðir sem þessar byggi á skýrum heimildum í íslenskum lögum ásamt tilskipun Evrópusambandsins. Lögbannið skerði ekki stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga til tjáningarfrelsis en markmið aðgerðanna er að vernda eignarrétt og fjárhagslega afkomu höfunda, flytjenda og framleiðenda. Hins vegar hefur verið bent á það að þrátt fyrir að ákveðin vefsvæði sæti lögbanni er hætt við að þau flytji þjónustu sína yfir á annað lén. Í frétt Nútímans sem birtist í kjölfar fyrra lögbannsins 2014 kom fram að Deildu.net hefði opnað vefsíðu sína á öðru léni, Iceland.pm, sama dag og dómurinn var kveðinn upp.Flest af efninu er fáanlegt með löglegum hættiSamkvæmt upplýsingum frá STEF er hægt að nálgast 90% af því efni sem Íslendingar hala niður af ólöglegum vefsvæðum með löglegum hætti við vefþjónustur sem eru með samninga við íslenska rétthafa. Ólögmæt starfsemi af þessu tagi hefur í för með sér gífurlegt fjárhagslegt tjón rétthafa en nýleg könnun sem Capacent gerði sýnir að innlendir aðilar tapa 1,1, milljarði á ári vegna sjónvarps- og kvikmyndaefnis eingöngu. „Við óbreytt ástand og lagaumhverfi eiga rétthafar ekki annarra kosta völ en að verja lögmæta hagsmuni sína með lögbannsaðgerðum,“ segir að lokum í tilkynningu STEF. Tengdar fréttir Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Búið að koma upp nýjum vef í stað Deildu Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. 15. október 2014 13:07 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna frá því í október 2014 við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Lögbannið tekur einnig til léna sem vísa á sömu svæði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá STEF, Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar. STEF hefur haft forgöngu að lögbannsaðgerðunum með stuðningi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu hins vegar ekki því fordæmi.Opnaði vefsíðu á öðru léni eftir fyrri úrskurðinn Í tilkynningu frá STEF kemur fram að lokun aðgengis á vefsíður sem hafa það að markmiði að miðla efni án heimilda rétthafa, líkt og Deildu.net og Pirate Bay, hafi gefið góða raun bæði hér og víða í Evrópu. Þar segir jafnframt að aðgerðir sem þessar byggi á skýrum heimildum í íslenskum lögum ásamt tilskipun Evrópusambandsins. Lögbannið skerði ekki stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga til tjáningarfrelsis en markmið aðgerðanna er að vernda eignarrétt og fjárhagslega afkomu höfunda, flytjenda og framleiðenda. Hins vegar hefur verið bent á það að þrátt fyrir að ákveðin vefsvæði sæti lögbanni er hætt við að þau flytji þjónustu sína yfir á annað lén. Í frétt Nútímans sem birtist í kjölfar fyrra lögbannsins 2014 kom fram að Deildu.net hefði opnað vefsíðu sína á öðru léni, Iceland.pm, sama dag og dómurinn var kveðinn upp.Flest af efninu er fáanlegt með löglegum hættiSamkvæmt upplýsingum frá STEF er hægt að nálgast 90% af því efni sem Íslendingar hala niður af ólöglegum vefsvæðum með löglegum hætti við vefþjónustur sem eru með samninga við íslenska rétthafa. Ólögmæt starfsemi af þessu tagi hefur í för með sér gífurlegt fjárhagslegt tjón rétthafa en nýleg könnun sem Capacent gerði sýnir að innlendir aðilar tapa 1,1, milljarði á ári vegna sjónvarps- og kvikmyndaefnis eingöngu. „Við óbreytt ástand og lagaumhverfi eiga rétthafar ekki annarra kosta völ en að verja lögmæta hagsmuni sína með lögbannsaðgerðum,“ segir að lokum í tilkynningu STEF.
Tengdar fréttir Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Búið að koma upp nýjum vef í stað Deildu Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. 15. október 2014 13:07 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11
Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00
„Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26
Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24
Búið að koma upp nýjum vef í stað Deildu Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. 15. október 2014 13:07