Á dögunum kom út smáskífa frá sveitinni og ber hún nafnið Yellow Magic en hún er aðgengileg á helstu tónlistarveitum landsins.
Hér að neðan má sjá myndbandið við eitt laga plötunnar, Smoked Lamb.
Titillag plötunnar, Yellow Magic, fjallar t.a.m. um öfgafengna ástríðu, í þessu tilfelli, fyrir alls kyns ostum. Lagið Bond, Vagabond fjallar um mikilvægi þess að njóta líðandi stundar á meðan lagið Opium er eins konar hvatning til afslökunar. Heilt á litið má því segja að Yellow Magic sé eins konar uppskrift af vellíðan.
Hér fyrir neðan má hlusta á plötuna á Spotify.