Hver kvikmynd er flöskuskeyti og draumur Magnús Guðmundsson skrifar 1. október 2016 11:00 Borys Lankosz kvikmyndaleikstjóri segir að það geti fylgt því átök að takast á við alþjóðavæðingu pólskra kvikmynd og halda í listræna hefð í senn. Visir/Eyþór Það er sterk kvikmyndahefð í Póllandi og á síðustu árum hefur verið gríðarlegur uppgangur í greininni. Það er ekki síst ástæðan fyrir því að Pólland fær sérstakan sess á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár. Sýndar verða 15 nýjar pólskar kvik- og stuttmyndir og margir pólskir gestir heimsækja hátíðina auk þess sem skemmtilegir sérviðburðir tengdir Póllandi verða á dagskrá. Á meðal gesta frá Póllandi er leikstjórinn Borys Lankosz en hann segir að upphaf listrænna pólskra kvikmynda megi rekja til áranna eftir seinna stríð. „Eftir stríðið vorum við í fyrsta skipti í 123 ár ekki hersetin þjóð og þá ríktu gleðin og afþreyingin. Í kvikmyndunum fór svo að koma fram ný kynslóð leikstjóra á borð við Andrzej Wajda og margir voru innblásnir af ítölskum kvikmyndum. En það mikilvægasta sem gerðist á þessum tíma er að kvikmyndaskólinn í Lodz komst á laggirnar og hann átti eftir að hafa mikil áhrif. Í framhaldinu kom svo nýbylgjan með Roman Polanski og á áttunda áratugnum komu Agnieszka Holland og Krzysztof Kieslowski fram á sjónarsviðið með sín verk. Við hrun kommúnimans urðu svo auðvitað miklar og örar þjóðfélagsbreytingar en kvikmyndirnar náðu aldrei að vera í takti við það ástand. Við vorum auðvitað öll dálítið ringluð á þessum árum og það eðlilega.“Þensla og hefð En fyrir tíu árum fóru hlutirnir að gerast. Pólska kvikmyndastofnunin var sett á laggirnar og það gjörbreytti landslaginu fjárhagslega því það var farið að fjárfesta markvisst í kvikmyndagerðinni. Síðustu ár hafa því verið hreint út sagt ótrúleg. Fyrir tíu árum voru kvikmyndahúsagestir sem sóttu að jafnaði pólskar myndir um sjö hundruð þúsund talsins á ári en á síðasta ári voru þeir tíu milljónir. Pólskir áhorfendur vilja nú koma og sjá pólskar myndir og þar með hafa kvikmyndirnar líka orðið sífellt betri. Þetta hefur verið stórkostleg þróun og það er athyglisvert að margar þeirra mynda sem hafa verið framleiddar á þessum tíma hafa ákveðin tengsl við þær myndir sem voru framleiddar á sjötta og sjöunda áratugnum sem margir líta á sem sterkasta tímabilið í pólskri kvikmyndasögu til þessa.“ Borys segir að pólskar kvikmyndir hafi löngum leitast við að takast á við sögu þjóðarinnar. Óskarsverðlaunamyndin Ida sé nýjasta dæmið um slíkt. „Þetta snýst um sjálfsmynd. En það er samt ákveðin nálgun sem er auðskiljanleg fyrir pólska áhorfendur sem er nánast óskiljanleg fyrir aðra. Þetta er arfleifð frá kommúnismanum þegar allt var ritskoðað. Þá lærðum við að ýja að hlutunum og það var nóg til þess að allir vissu hvað við vorum að segja. Við búum ekki við slíka ritskoðun í dag og við þurfum að venja okkur af þessu ef svo má segja. Læra að tala við breiðari hóp því myndirnar okkar eru að verða sífellt alþjóðlegra fyrirbæri. Þannig að við erum að takast á við að stækka og verða alþjóðlegri um leið og við leitumst við að halda í okkar listrænu hefð og tjáningu.“Flöskuskeyti En hvaða augum skyldi Borys Lankosz líta hlutverk kvikmyndanna í nútímasamfélagi? „Fyrir mér eru kvikmyndir eins og flöskuskeyti. Þetta er persónulegt ævintýri þar sem ég reyni að gera mínar myndir á eins heiðarlegan og beinskeyttan hát og ég get. Ég reyni að treysta því að það sem skiptir mig máli muni líka skipta mína áhorfendur máli og þannig varpa ég minni kvikmynd fram, kasta henni út í áhorfendahafið og vona að einhver fái skilaboðin.“ Borys útskrifaðist frá hinum fræga Lodz-kvikmyndaskóla og segir skólann hafa mótað hann mikið. „Minn meistari var Wojciech Has, höfundur Saragossa-handritsins. Hann setti okkur fyrir það verkefni að búa til tíu mínútna langa mynd án þess að nota eitt einasta orð sem er mjög svo í anda hans mynda. Ég fékk að setjast niður með honum, þessum manni sem var eins og guð fyrir mér, og sýna honum fimm blaðsíðna handritið mitt. Hann fletti í gegnum þetta á meðan hann reykti og sagði svo: „Hvað er þetta?“ Ég stamaði því út úr mér að þetta væri draumur aðalpersónunnar. Hann horfði beint í augun á mér og sagði: „Í kvikmynd undir minni listrænu yfirstjórn dreymir engan neitt.“ Has er frægur fyrir draumkenndar kvikmyndir svo ég mátti til með að spyrja hvað væri málið. Hann sagði: „Kvikmynd er draumur. Ef þú ætlar að vera með draum innan draums þá er eins gott að það hafi skýran tilgang.“ Síðan töluðum við um kvikmyndir. Þetta var stund sem breytti lífi mínu og ég mun aldrei gleyma.“ Menning RIFF Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Mickey Rooney látinn Lífið Púlsinn 21.ágúst 2014 Harmageddon Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Það er sterk kvikmyndahefð í Póllandi og á síðustu árum hefur verið gríðarlegur uppgangur í greininni. Það er ekki síst ástæðan fyrir því að Pólland fær sérstakan sess á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár. Sýndar verða 15 nýjar pólskar kvik- og stuttmyndir og margir pólskir gestir heimsækja hátíðina auk þess sem skemmtilegir sérviðburðir tengdir Póllandi verða á dagskrá. Á meðal gesta frá Póllandi er leikstjórinn Borys Lankosz en hann segir að upphaf listrænna pólskra kvikmynda megi rekja til áranna eftir seinna stríð. „Eftir stríðið vorum við í fyrsta skipti í 123 ár ekki hersetin þjóð og þá ríktu gleðin og afþreyingin. Í kvikmyndunum fór svo að koma fram ný kynslóð leikstjóra á borð við Andrzej Wajda og margir voru innblásnir af ítölskum kvikmyndum. En það mikilvægasta sem gerðist á þessum tíma er að kvikmyndaskólinn í Lodz komst á laggirnar og hann átti eftir að hafa mikil áhrif. Í framhaldinu kom svo nýbylgjan með Roman Polanski og á áttunda áratugnum komu Agnieszka Holland og Krzysztof Kieslowski fram á sjónarsviðið með sín verk. Við hrun kommúnimans urðu svo auðvitað miklar og örar þjóðfélagsbreytingar en kvikmyndirnar náðu aldrei að vera í takti við það ástand. Við vorum auðvitað öll dálítið ringluð á þessum árum og það eðlilega.“Þensla og hefð En fyrir tíu árum fóru hlutirnir að gerast. Pólska kvikmyndastofnunin var sett á laggirnar og það gjörbreytti landslaginu fjárhagslega því það var farið að fjárfesta markvisst í kvikmyndagerðinni. Síðustu ár hafa því verið hreint út sagt ótrúleg. Fyrir tíu árum voru kvikmyndahúsagestir sem sóttu að jafnaði pólskar myndir um sjö hundruð þúsund talsins á ári en á síðasta ári voru þeir tíu milljónir. Pólskir áhorfendur vilja nú koma og sjá pólskar myndir og þar með hafa kvikmyndirnar líka orðið sífellt betri. Þetta hefur verið stórkostleg þróun og það er athyglisvert að margar þeirra mynda sem hafa verið framleiddar á þessum tíma hafa ákveðin tengsl við þær myndir sem voru framleiddar á sjötta og sjöunda áratugnum sem margir líta á sem sterkasta tímabilið í pólskri kvikmyndasögu til þessa.“ Borys segir að pólskar kvikmyndir hafi löngum leitast við að takast á við sögu þjóðarinnar. Óskarsverðlaunamyndin Ida sé nýjasta dæmið um slíkt. „Þetta snýst um sjálfsmynd. En það er samt ákveðin nálgun sem er auðskiljanleg fyrir pólska áhorfendur sem er nánast óskiljanleg fyrir aðra. Þetta er arfleifð frá kommúnismanum þegar allt var ritskoðað. Þá lærðum við að ýja að hlutunum og það var nóg til þess að allir vissu hvað við vorum að segja. Við búum ekki við slíka ritskoðun í dag og við þurfum að venja okkur af þessu ef svo má segja. Læra að tala við breiðari hóp því myndirnar okkar eru að verða sífellt alþjóðlegra fyrirbæri. Þannig að við erum að takast á við að stækka og verða alþjóðlegri um leið og við leitumst við að halda í okkar listrænu hefð og tjáningu.“Flöskuskeyti En hvaða augum skyldi Borys Lankosz líta hlutverk kvikmyndanna í nútímasamfélagi? „Fyrir mér eru kvikmyndir eins og flöskuskeyti. Þetta er persónulegt ævintýri þar sem ég reyni að gera mínar myndir á eins heiðarlegan og beinskeyttan hát og ég get. Ég reyni að treysta því að það sem skiptir mig máli muni líka skipta mína áhorfendur máli og þannig varpa ég minni kvikmynd fram, kasta henni út í áhorfendahafið og vona að einhver fái skilaboðin.“ Borys útskrifaðist frá hinum fræga Lodz-kvikmyndaskóla og segir skólann hafa mótað hann mikið. „Minn meistari var Wojciech Has, höfundur Saragossa-handritsins. Hann setti okkur fyrir það verkefni að búa til tíu mínútna langa mynd án þess að nota eitt einasta orð sem er mjög svo í anda hans mynda. Ég fékk að setjast niður með honum, þessum manni sem var eins og guð fyrir mér, og sýna honum fimm blaðsíðna handritið mitt. Hann fletti í gegnum þetta á meðan hann reykti og sagði svo: „Hvað er þetta?“ Ég stamaði því út úr mér að þetta væri draumur aðalpersónunnar. Hann horfði beint í augun á mér og sagði: „Í kvikmynd undir minni listrænu yfirstjórn dreymir engan neitt.“ Has er frægur fyrir draumkenndar kvikmyndir svo ég mátti til með að spyrja hvað væri málið. Hann sagði: „Kvikmynd er draumur. Ef þú ætlar að vera með draum innan draums þá er eins gott að það hafi skýran tilgang.“ Síðan töluðum við um kvikmyndir. Þetta var stund sem breytti lífi mínu og ég mun aldrei gleyma.“
Menning RIFF Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Mickey Rooney látinn Lífið Púlsinn 21.ágúst 2014 Harmageddon Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira