Nýtur frjálsa fallsins Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 8. október 2016 13:00 Katrín Halldóra Sigurðardóttir er ung leik- og söngkona sem hefur vakið athygli að undanförnu. Hún tók til starfa hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í fyrravor og leikur í vetur bæði í Djöflaeyjunni og Óþello. Auk þess er hún virkur meðlimur í spunahópnum Improv Ísland.Æðislegur Raggi Um síðustu helgi kom út lagið Allt í fína með Karl Orgeltríó en þar syngur Katrín Halldóra með goðsögninni Ragga Bjarna. Hún segir að með því hafi gamall draumur ræst. „Ég elska Ragga Bjarna og það hefur alltaf verið draumur hjá mér að syngja með honum. Karl Olgeirsson sem samdi lagið er píanóleikari hjá Improv Ísland. Kalli hafði frétt af þessum draumi mínum og bað mig um að syngja þennan skemmtilega dúett og ég sagði að sjálfsögðu já. Það var alveg yndislegt að vinna með Ragga, hann er alveg æðislegur og við náðum mjög vel saman,“ segir hún og brosir.Fílar sig í djassi Katrín Halldóra komst ekki inn í leiklistardeildina í fyrstu tilraun og fór að læra söng í staðinn. Hún var í námi við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og einnig á jazz- og rokkbraut við Tónlistarskóla FÍH. „Mér finnst skemmtilegt að syngja alls konar tónlist en ég fíla mig best í djassi. Í Djöflaeyjunni syng ég til dæmis lög eftir Memfísmafíuna sem eru mjög flott og gaman að syngja,“ segir Katrín Halldóra en þar leikur hún Dórótheu Guiccardini – Dollí, sem er systirin á heimilinu.Katrín Halldóra, leik- og söngkona, ætlar að eiga rólega helgi og kíkir kannski í sumarbústað með hundinum sínum. vísir/GVAÞykir vænt um Dollí „Bækurnar hans Einars eru svo góðar og það er gaman að glíma við persónurnar á sviðinu. Þetta er auðvitað verk sem flestir Íslendingar þekkja, annaðhvort úr bókum eða sem bíómynd þannig að það er gaman að vinna með það sem leikgerð. Dollí er persóna sem mér þykir ótrúlega vænt um, þetta er í raun algjört draumahlutverk þó ég hafi ekki pælt í því þannig að ég hafi haft augastað á því áður. Þegar Balti [Baltasar Kormákur sem var í samstarfi við Þjóðleikhúsið um sýninguna] sagði mér að hann vildi fá mig sem Dollí í Djöflaeyjuna var ég himinlifandi. Þess má geta að þær Halldóra Geirharðs og Edda Heiðrún Bachman hafa báðar leikið hana en þær eru báðar frábærar leikkonur og mér miklar fyrirmyndir. Atli Rafn leikstýrir verkinu og hann er rosalega klár. Það er gaman sem leikari að vinna með honum því hann er leikari sjálfur og það er gefandi að vinna með þannig leikstjóra,“ segir Katrín Halldóra.Tvær Grímutilnefningar Ferill Katrínar Halldóru fer vel af stað en hún lék í sýningunum Í hjarta Hróa hattar og ˜ [um það bil] í Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift og var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í báðum verkum. Katrín Halldóra segir það hafa komið skemmtilega á óvart og að leiklistin sé eitthvað sem hún njóti sín vel í enda hafi það verið draumur hjá henni frá barnæsku að verða leikkona. „Ég hef einhvern veginn aldrei komist undan þessari pælingu. Það sem heillar mig við leikhúsið er að eiga þetta móment með áhorfendum, geta búið til sögur og farið í ferðalag með persónunum, að kynnast persónum sem ég fæ að skapa og að mér sé treyst fyrir því að skapa þær. Þetta er svo skapandi djobb en leiklist er mikil vinna þar sem maður uppsker eins og maður sáir.“Kemur allt sem kemur Spurð að því hvaða hlutverk sé draumahlutverkið svarar hún að þau séu mörg en að það komi bara það sem komi. „Maður fær upp í hendurnar það sem maður á að fá, ég er öll í einhvers konar svoleiðis pælingum núna. Það er til dæmis margt sem er hægt að nota úr hugmyndafræði spunaaðferðarinnar, sem Improv Ísland byggir á, sem ég nýti mér í mínu lífi. Þetta snýst um að vera í núinu, maður getur ekki ákveðið neitt fyrirfram, það er ekki hægt, maður þarf að henda sér fram af brúninni og njóta þess að vera í frjálsu falli. Það kemur allt sem kemur og maður þarf að treysta og grípa tækifærið þegar það gefst,“ segir Katrín Halldóra á heimspekilegum nótum. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Katrín Halldóra Sigurðardóttir er ung leik- og söngkona sem hefur vakið athygli að undanförnu. Hún tók til starfa hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í fyrravor og leikur í vetur bæði í Djöflaeyjunni og Óþello. Auk þess er hún virkur meðlimur í spunahópnum Improv Ísland.Æðislegur Raggi Um síðustu helgi kom út lagið Allt í fína með Karl Orgeltríó en þar syngur Katrín Halldóra með goðsögninni Ragga Bjarna. Hún segir að með því hafi gamall draumur ræst. „Ég elska Ragga Bjarna og það hefur alltaf verið draumur hjá mér að syngja með honum. Karl Olgeirsson sem samdi lagið er píanóleikari hjá Improv Ísland. Kalli hafði frétt af þessum draumi mínum og bað mig um að syngja þennan skemmtilega dúett og ég sagði að sjálfsögðu já. Það var alveg yndislegt að vinna með Ragga, hann er alveg æðislegur og við náðum mjög vel saman,“ segir hún og brosir.Fílar sig í djassi Katrín Halldóra komst ekki inn í leiklistardeildina í fyrstu tilraun og fór að læra söng í staðinn. Hún var í námi við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og einnig á jazz- og rokkbraut við Tónlistarskóla FÍH. „Mér finnst skemmtilegt að syngja alls konar tónlist en ég fíla mig best í djassi. Í Djöflaeyjunni syng ég til dæmis lög eftir Memfísmafíuna sem eru mjög flott og gaman að syngja,“ segir Katrín Halldóra en þar leikur hún Dórótheu Guiccardini – Dollí, sem er systirin á heimilinu.Katrín Halldóra, leik- og söngkona, ætlar að eiga rólega helgi og kíkir kannski í sumarbústað með hundinum sínum. vísir/GVAÞykir vænt um Dollí „Bækurnar hans Einars eru svo góðar og það er gaman að glíma við persónurnar á sviðinu. Þetta er auðvitað verk sem flestir Íslendingar þekkja, annaðhvort úr bókum eða sem bíómynd þannig að það er gaman að vinna með það sem leikgerð. Dollí er persóna sem mér þykir ótrúlega vænt um, þetta er í raun algjört draumahlutverk þó ég hafi ekki pælt í því þannig að ég hafi haft augastað á því áður. Þegar Balti [Baltasar Kormákur sem var í samstarfi við Þjóðleikhúsið um sýninguna] sagði mér að hann vildi fá mig sem Dollí í Djöflaeyjuna var ég himinlifandi. Þess má geta að þær Halldóra Geirharðs og Edda Heiðrún Bachman hafa báðar leikið hana en þær eru báðar frábærar leikkonur og mér miklar fyrirmyndir. Atli Rafn leikstýrir verkinu og hann er rosalega klár. Það er gaman sem leikari að vinna með honum því hann er leikari sjálfur og það er gefandi að vinna með þannig leikstjóra,“ segir Katrín Halldóra.Tvær Grímutilnefningar Ferill Katrínar Halldóru fer vel af stað en hún lék í sýningunum Í hjarta Hróa hattar og ˜ [um það bil] í Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift og var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í báðum verkum. Katrín Halldóra segir það hafa komið skemmtilega á óvart og að leiklistin sé eitthvað sem hún njóti sín vel í enda hafi það verið draumur hjá henni frá barnæsku að verða leikkona. „Ég hef einhvern veginn aldrei komist undan þessari pælingu. Það sem heillar mig við leikhúsið er að eiga þetta móment með áhorfendum, geta búið til sögur og farið í ferðalag með persónunum, að kynnast persónum sem ég fæ að skapa og að mér sé treyst fyrir því að skapa þær. Þetta er svo skapandi djobb en leiklist er mikil vinna þar sem maður uppsker eins og maður sáir.“Kemur allt sem kemur Spurð að því hvaða hlutverk sé draumahlutverkið svarar hún að þau séu mörg en að það komi bara það sem komi. „Maður fær upp í hendurnar það sem maður á að fá, ég er öll í einhvers konar svoleiðis pælingum núna. Það er til dæmis margt sem er hægt að nota úr hugmyndafræði spunaaðferðarinnar, sem Improv Ísland byggir á, sem ég nýti mér í mínu lífi. Þetta snýst um að vera í núinu, maður getur ekki ákveðið neitt fyrirfram, það er ekki hægt, maður þarf að henda sér fram af brúninni og njóta þess að vera í frjálsu falli. Það kemur allt sem kemur og maður þarf að treysta og grípa tækifærið þegar það gefst,“ segir Katrín Halldóra á heimspekilegum nótum.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira