Nýtur frjálsa fallsins Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 8. október 2016 13:00 Katrín Halldóra Sigurðardóttir er ung leik- og söngkona sem hefur vakið athygli að undanförnu. Hún tók til starfa hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í fyrravor og leikur í vetur bæði í Djöflaeyjunni og Óþello. Auk þess er hún virkur meðlimur í spunahópnum Improv Ísland.Æðislegur Raggi Um síðustu helgi kom út lagið Allt í fína með Karl Orgeltríó en þar syngur Katrín Halldóra með goðsögninni Ragga Bjarna. Hún segir að með því hafi gamall draumur ræst. „Ég elska Ragga Bjarna og það hefur alltaf verið draumur hjá mér að syngja með honum. Karl Olgeirsson sem samdi lagið er píanóleikari hjá Improv Ísland. Kalli hafði frétt af þessum draumi mínum og bað mig um að syngja þennan skemmtilega dúett og ég sagði að sjálfsögðu já. Það var alveg yndislegt að vinna með Ragga, hann er alveg æðislegur og við náðum mjög vel saman,“ segir hún og brosir.Fílar sig í djassi Katrín Halldóra komst ekki inn í leiklistardeildina í fyrstu tilraun og fór að læra söng í staðinn. Hún var í námi við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og einnig á jazz- og rokkbraut við Tónlistarskóla FÍH. „Mér finnst skemmtilegt að syngja alls konar tónlist en ég fíla mig best í djassi. Í Djöflaeyjunni syng ég til dæmis lög eftir Memfísmafíuna sem eru mjög flott og gaman að syngja,“ segir Katrín Halldóra en þar leikur hún Dórótheu Guiccardini – Dollí, sem er systirin á heimilinu.Katrín Halldóra, leik- og söngkona, ætlar að eiga rólega helgi og kíkir kannski í sumarbústað með hundinum sínum. vísir/GVAÞykir vænt um Dollí „Bækurnar hans Einars eru svo góðar og það er gaman að glíma við persónurnar á sviðinu. Þetta er auðvitað verk sem flestir Íslendingar þekkja, annaðhvort úr bókum eða sem bíómynd þannig að það er gaman að vinna með það sem leikgerð. Dollí er persóna sem mér þykir ótrúlega vænt um, þetta er í raun algjört draumahlutverk þó ég hafi ekki pælt í því þannig að ég hafi haft augastað á því áður. Þegar Balti [Baltasar Kormákur sem var í samstarfi við Þjóðleikhúsið um sýninguna] sagði mér að hann vildi fá mig sem Dollí í Djöflaeyjuna var ég himinlifandi. Þess má geta að þær Halldóra Geirharðs og Edda Heiðrún Bachman hafa báðar leikið hana en þær eru báðar frábærar leikkonur og mér miklar fyrirmyndir. Atli Rafn leikstýrir verkinu og hann er rosalega klár. Það er gaman sem leikari að vinna með honum því hann er leikari sjálfur og það er gefandi að vinna með þannig leikstjóra,“ segir Katrín Halldóra.Tvær Grímutilnefningar Ferill Katrínar Halldóru fer vel af stað en hún lék í sýningunum Í hjarta Hróa hattar og ˜ [um það bil] í Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift og var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í báðum verkum. Katrín Halldóra segir það hafa komið skemmtilega á óvart og að leiklistin sé eitthvað sem hún njóti sín vel í enda hafi það verið draumur hjá henni frá barnæsku að verða leikkona. „Ég hef einhvern veginn aldrei komist undan þessari pælingu. Það sem heillar mig við leikhúsið er að eiga þetta móment með áhorfendum, geta búið til sögur og farið í ferðalag með persónunum, að kynnast persónum sem ég fæ að skapa og að mér sé treyst fyrir því að skapa þær. Þetta er svo skapandi djobb en leiklist er mikil vinna þar sem maður uppsker eins og maður sáir.“Kemur allt sem kemur Spurð að því hvaða hlutverk sé draumahlutverkið svarar hún að þau séu mörg en að það komi bara það sem komi. „Maður fær upp í hendurnar það sem maður á að fá, ég er öll í einhvers konar svoleiðis pælingum núna. Það er til dæmis margt sem er hægt að nota úr hugmyndafræði spunaaðferðarinnar, sem Improv Ísland byggir á, sem ég nýti mér í mínu lífi. Þetta snýst um að vera í núinu, maður getur ekki ákveðið neitt fyrirfram, það er ekki hægt, maður þarf að henda sér fram af brúninni og njóta þess að vera í frjálsu falli. Það kemur allt sem kemur og maður þarf að treysta og grípa tækifærið þegar það gefst,“ segir Katrín Halldóra á heimspekilegum nótum. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Katrín Halldóra Sigurðardóttir er ung leik- og söngkona sem hefur vakið athygli að undanförnu. Hún tók til starfa hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í fyrravor og leikur í vetur bæði í Djöflaeyjunni og Óþello. Auk þess er hún virkur meðlimur í spunahópnum Improv Ísland.Æðislegur Raggi Um síðustu helgi kom út lagið Allt í fína með Karl Orgeltríó en þar syngur Katrín Halldóra með goðsögninni Ragga Bjarna. Hún segir að með því hafi gamall draumur ræst. „Ég elska Ragga Bjarna og það hefur alltaf verið draumur hjá mér að syngja með honum. Karl Olgeirsson sem samdi lagið er píanóleikari hjá Improv Ísland. Kalli hafði frétt af þessum draumi mínum og bað mig um að syngja þennan skemmtilega dúett og ég sagði að sjálfsögðu já. Það var alveg yndislegt að vinna með Ragga, hann er alveg æðislegur og við náðum mjög vel saman,“ segir hún og brosir.Fílar sig í djassi Katrín Halldóra komst ekki inn í leiklistardeildina í fyrstu tilraun og fór að læra söng í staðinn. Hún var í námi við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og einnig á jazz- og rokkbraut við Tónlistarskóla FÍH. „Mér finnst skemmtilegt að syngja alls konar tónlist en ég fíla mig best í djassi. Í Djöflaeyjunni syng ég til dæmis lög eftir Memfísmafíuna sem eru mjög flott og gaman að syngja,“ segir Katrín Halldóra en þar leikur hún Dórótheu Guiccardini – Dollí, sem er systirin á heimilinu.Katrín Halldóra, leik- og söngkona, ætlar að eiga rólega helgi og kíkir kannski í sumarbústað með hundinum sínum. vísir/GVAÞykir vænt um Dollí „Bækurnar hans Einars eru svo góðar og það er gaman að glíma við persónurnar á sviðinu. Þetta er auðvitað verk sem flestir Íslendingar þekkja, annaðhvort úr bókum eða sem bíómynd þannig að það er gaman að vinna með það sem leikgerð. Dollí er persóna sem mér þykir ótrúlega vænt um, þetta er í raun algjört draumahlutverk þó ég hafi ekki pælt í því þannig að ég hafi haft augastað á því áður. Þegar Balti [Baltasar Kormákur sem var í samstarfi við Þjóðleikhúsið um sýninguna] sagði mér að hann vildi fá mig sem Dollí í Djöflaeyjuna var ég himinlifandi. Þess má geta að þær Halldóra Geirharðs og Edda Heiðrún Bachman hafa báðar leikið hana en þær eru báðar frábærar leikkonur og mér miklar fyrirmyndir. Atli Rafn leikstýrir verkinu og hann er rosalega klár. Það er gaman sem leikari að vinna með honum því hann er leikari sjálfur og það er gefandi að vinna með þannig leikstjóra,“ segir Katrín Halldóra.Tvær Grímutilnefningar Ferill Katrínar Halldóru fer vel af stað en hún lék í sýningunum Í hjarta Hróa hattar og ˜ [um það bil] í Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift og var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í báðum verkum. Katrín Halldóra segir það hafa komið skemmtilega á óvart og að leiklistin sé eitthvað sem hún njóti sín vel í enda hafi það verið draumur hjá henni frá barnæsku að verða leikkona. „Ég hef einhvern veginn aldrei komist undan þessari pælingu. Það sem heillar mig við leikhúsið er að eiga þetta móment með áhorfendum, geta búið til sögur og farið í ferðalag með persónunum, að kynnast persónum sem ég fæ að skapa og að mér sé treyst fyrir því að skapa þær. Þetta er svo skapandi djobb en leiklist er mikil vinna þar sem maður uppsker eins og maður sáir.“Kemur allt sem kemur Spurð að því hvaða hlutverk sé draumahlutverkið svarar hún að þau séu mörg en að það komi bara það sem komi. „Maður fær upp í hendurnar það sem maður á að fá, ég er öll í einhvers konar svoleiðis pælingum núna. Það er til dæmis margt sem er hægt að nota úr hugmyndafræði spunaaðferðarinnar, sem Improv Ísland byggir á, sem ég nýti mér í mínu lífi. Þetta snýst um að vera í núinu, maður getur ekki ákveðið neitt fyrirfram, það er ekki hægt, maður þarf að henda sér fram af brúninni og njóta þess að vera í frjálsu falli. Það kemur allt sem kemur og maður þarf að treysta og grípa tækifærið þegar það gefst,“ segir Katrín Halldóra á heimspekilegum nótum.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira