Innlent

Inga Sæland leiðir Flokk fólksins í Reykjavík Suður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Inga Sæland.
Inga Sæland.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mun leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður en listinn var tilkynntur í dag.

„Flokkur Fólksins er nýtt heiðarlegt stjórnmálafl sem berst af hugsjón gegn hvers konar mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt og hefur verið úthlutað listabókstafnum F,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Þá ætlar flokkurinn að berjast fyrir afnámi verðtryggingar.

Þar segir einnig að flokkurinn muni bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar þann 29. oktober n.k.



  1. Inga Sæland,  Lögfræðikandidat og formaður Flokks Fólksins
  2. Grétar Pétur Geirsson Framkvæmdarstjóri
  3. Auður Traustadóttir Sjúkraliði
  4. Ólafur S Ögmundsson Vélstjóri
  5. Baldvin Örn Ólason Ráðgjafi
  6. Linda Mjöll Gunnarsdóttir Leikskólakennari
  7. Einir G.K. Normann Verkefnastjóri
  8. Steinar  Björgvinsson Verkefnastjóri
  9. Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir Ferðabæklingur
  10. Óli Már Guðmundsson Listamaður
  11. Jón Steindór Þorsteinsson Íþróttafræðingur 
  12. Hjördís Björg Kristinsdóttir Sjúkraliði
  13. Þórarinn Hafdal Hávarðsson Vaktstjóri
  14. Jón Ólafur Jónsson Matreiðslumaður
  15. Dagný Pétursdóttir Skólaliði
  16. Kristján Karlsson Leigubílstjóri
  17. Sigríður Sæland Óladóttir Hjúkrunarfræðingur
  18. Sævar Helgi Geirsson Málari
  19. Davíð Karl Davíðsson Bifreiðarstjóri
  20. Gísli Ragnar Gunnarsson Verkamaður
  21. Lára Thorarensen Húsmóðir 
  22. Guðbergur Magnússon Húsasmíðameistari 


Inga Sæland ræddi stefnu flokksins í Bítinu á Bylgjunni í júní. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×