Ætla að endurheimta gullið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2016 06:00 Íslensku keppnisliðin hafa æft af kappi síðastliðnar vikur og mánuði fyrir EM í Slóveníu sem hefst eftir rúmar tvær vikur. vísir/Eyþór Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum ætlar sér að endurheimta gullið sem það missti til Svíþjóðar þegar EM fór fram hér á landi fyrir tveimur árum. Ísland varð Evrópumeistari fyrst árið 2010 en varði titilinn tveimur árum síðar. Í ár fer mótið fram í Maribor í Slóveníu, dagana 12.-15. október, og sendir Ísland lið til þátttöku í fjórum af sex keppnisgreinum. Kvenna- og stúlknalið Íslands eru til alls líkleg og stefna á að berjast um verðlaun en blönduð lið í fullorðins- og unglingaflokki ætla sér einnig að ná langt. „Möguleikar okkar eru góðir,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins. „En við ætlum að einbeita okkur fyrst og fremst að frammistöðunni. Fyrsta verk okkar verður að komast úr undanúrslitunum og svo ætlum við að komast á verðlaunapall.“ Keppnislið Íslands fór í gegn um æfingar sínar fyrir fullu húsi áhorfenda í Versölum í Kópavogi á sunnudagskvöld. Þar fengu keppendur forsmekkinn að því sem koma skal í Slóveníu. „Það er fullt sem fór úrskeiðis og við fengum því dýrmæta reynslu. Það er sem betur fer nægur tími til að bæta okkur og fínpússa æfingarnar,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir. „Það var gott að fá smá stress í okkur og koma adrenalíninu af stað. Það hjálpar manni að stilla sig inn á EM.“ Blönduðu keppnisliðin hafa styrkst mikið undanfarin ár en unglingaliðið vann til bronsverðlauna á EM fyrir tveimur árum. Framfarir karlanna í liðunum hafa verið miklar á síðustu misserum og þá fékk fullorðinsliðið góðan liðsstyrk er Norma Dögg Róbertsdóttir kom inn í liðið. „Ég hafði verið sautján ár í áhaldafimleikum og það var orðið tímabært að prófa eitthvað nýtt. Hér eru allir að hjálpast að og þetta hefur verið ofboðslega skemmtileg reynsla fyrir mig,“ sagði Norma Dögg sem hefur verið í fremstu röð í íslenskum áhaldafimleikum um árabil. Á sunnudag hófst einnig fjáröflunarátak, Vertu mEMm, þar sem skorað er á fyrirtæki að styðja við íslensku keppendurna, sem bera sjálfir kostnað af þátttöku sinni á mótinu – alls 350 þúsund á hvern keppanda. „Við höfum verið að selja klósettpappír, hárnæringu og sjampó en það þarf meira til. Það munar mikið um styrkina,“ sagði Andrea Sif en Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, segir að átakið hafi farið vel af stað. „Við bindum vonir við að fá enn meiri viðbrögð á næstu dögum og að kostnaður keppenda lækki um leið umtalsvert,“ sagði Sólveig. Aðrar íþróttir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Fleiri fréttir „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum ætlar sér að endurheimta gullið sem það missti til Svíþjóðar þegar EM fór fram hér á landi fyrir tveimur árum. Ísland varð Evrópumeistari fyrst árið 2010 en varði titilinn tveimur árum síðar. Í ár fer mótið fram í Maribor í Slóveníu, dagana 12.-15. október, og sendir Ísland lið til þátttöku í fjórum af sex keppnisgreinum. Kvenna- og stúlknalið Íslands eru til alls líkleg og stefna á að berjast um verðlaun en blönduð lið í fullorðins- og unglingaflokki ætla sér einnig að ná langt. „Möguleikar okkar eru góðir,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins. „En við ætlum að einbeita okkur fyrst og fremst að frammistöðunni. Fyrsta verk okkar verður að komast úr undanúrslitunum og svo ætlum við að komast á verðlaunapall.“ Keppnislið Íslands fór í gegn um æfingar sínar fyrir fullu húsi áhorfenda í Versölum í Kópavogi á sunnudagskvöld. Þar fengu keppendur forsmekkinn að því sem koma skal í Slóveníu. „Það er fullt sem fór úrskeiðis og við fengum því dýrmæta reynslu. Það er sem betur fer nægur tími til að bæta okkur og fínpússa æfingarnar,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir. „Það var gott að fá smá stress í okkur og koma adrenalíninu af stað. Það hjálpar manni að stilla sig inn á EM.“ Blönduðu keppnisliðin hafa styrkst mikið undanfarin ár en unglingaliðið vann til bronsverðlauna á EM fyrir tveimur árum. Framfarir karlanna í liðunum hafa verið miklar á síðustu misserum og þá fékk fullorðinsliðið góðan liðsstyrk er Norma Dögg Róbertsdóttir kom inn í liðið. „Ég hafði verið sautján ár í áhaldafimleikum og það var orðið tímabært að prófa eitthvað nýtt. Hér eru allir að hjálpast að og þetta hefur verið ofboðslega skemmtileg reynsla fyrir mig,“ sagði Norma Dögg sem hefur verið í fremstu röð í íslenskum áhaldafimleikum um árabil. Á sunnudag hófst einnig fjáröflunarátak, Vertu mEMm, þar sem skorað er á fyrirtæki að styðja við íslensku keppendurna, sem bera sjálfir kostnað af þátttöku sinni á mótinu – alls 350 þúsund á hvern keppanda. „Við höfum verið að selja klósettpappír, hárnæringu og sjampó en það þarf meira til. Það munar mikið um styrkina,“ sagði Andrea Sif en Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, segir að átakið hafi farið vel af stað. „Við bindum vonir við að fá enn meiri viðbrögð á næstu dögum og að kostnaður keppenda lækki um leið umtalsvert,“ sagði Sólveig.
Aðrar íþróttir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Fleiri fréttir „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Sjá meira