Óttast fjársvelti heilsugæslustöðva Sæunn Gísladóttir skrifar 27. september 2016 07:00 Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson segir gríðarlegan straum skjólstæðinga á Landspítalann því heilsugæslan hafi ekki getað tekið á þjónustuþörfinni í samfélaginu. vísir/hanna Taka á mikla fjármuni út úr heilsugæslustöðvum sem reknar eru af opinbera kerfinu á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir einkavæðingu heilsugæslukerfisins. Þetta er mat Ófeigs Tryggva Þorgeirssonar, svæðisstjóra og fagstjóra lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann sér fram á að skera niður um sextíu milljónir í þegar fjársveltu kerfi. Hann telur að féð fari í að fjármagna einkareknar stöðvar, og segist óttast meiri þynningu á þjónustu í kjölfar þess. Verið er að breyta fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og einkavæða kerfið að hluta. Opna á tvær nýjar heilsugæslustöðvar og taka upp nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem fjármagn á að fylgja skjólstæðingum að sænskri fyrirmynd. Þetta á að tryggja réttlátari dreifingu rekstrarfjár til starfsemi heilsugæslustöðva. „Ríkið gerir kröfulýsingu um starfsemina og borgar stofnkostnaðinn, einkaaðilar reka svo starfsemina á sínum forsendum,“ segir Ófeigur. „Það sem við höfum verulegar áhyggjur af, eftir að hafa séð fyrstu útreikninga, er að það sé ekki að koma fé inn í heilsugæsluna til að standa undir þessum breytingum, það eigi eingöngu að dreifa fénu á fleiri staði. Þetta þýðir niðurlagningu starfa í kerfi sem nú þegar er búið að tálga inn að beini, sem er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Ófeigur. Ófeigur telur að þetta muni vinna þvert á endurreisn heilsugæslustöðvanna undanfarið ár, og muni auka álag á spítalana aftur. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál segir að í fjárlögum ársins 2016 hafi verið miðað við að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar tækju til starfa undir lok þessa árs og var gert ráð fyrir fjármögnun þeirra í þrjá mánuði 2016. Þau áform frestuðust. Tvær nýjar stöðvar taka til starfa 1. febrúar árið 2017. Það reyni því ekki á fjármögnun vegna þeirra fyrr en þá. Í tengslum við breytingar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi kom fram vilji til að styrkja heilsugæsluna um 300 til 400 milljónir króna á næsta ári. Nýtt kerfi miðist við að stöðvar fái greitt fyrir þá þjónustu sem þær veiti og því verði allar stöðvarnar jafnsettar þegar kemur að fjármögnun þeirra, óháð rekstrarformi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Taka á mikla fjármuni út úr heilsugæslustöðvum sem reknar eru af opinbera kerfinu á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir einkavæðingu heilsugæslukerfisins. Þetta er mat Ófeigs Tryggva Þorgeirssonar, svæðisstjóra og fagstjóra lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann sér fram á að skera niður um sextíu milljónir í þegar fjársveltu kerfi. Hann telur að féð fari í að fjármagna einkareknar stöðvar, og segist óttast meiri þynningu á þjónustu í kjölfar þess. Verið er að breyta fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og einkavæða kerfið að hluta. Opna á tvær nýjar heilsugæslustöðvar og taka upp nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem fjármagn á að fylgja skjólstæðingum að sænskri fyrirmynd. Þetta á að tryggja réttlátari dreifingu rekstrarfjár til starfsemi heilsugæslustöðva. „Ríkið gerir kröfulýsingu um starfsemina og borgar stofnkostnaðinn, einkaaðilar reka svo starfsemina á sínum forsendum,“ segir Ófeigur. „Það sem við höfum verulegar áhyggjur af, eftir að hafa séð fyrstu útreikninga, er að það sé ekki að koma fé inn í heilsugæsluna til að standa undir þessum breytingum, það eigi eingöngu að dreifa fénu á fleiri staði. Þetta þýðir niðurlagningu starfa í kerfi sem nú þegar er búið að tálga inn að beini, sem er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Ófeigur. Ófeigur telur að þetta muni vinna þvert á endurreisn heilsugæslustöðvanna undanfarið ár, og muni auka álag á spítalana aftur. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál segir að í fjárlögum ársins 2016 hafi verið miðað við að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar tækju til starfa undir lok þessa árs og var gert ráð fyrir fjármögnun þeirra í þrjá mánuði 2016. Þau áform frestuðust. Tvær nýjar stöðvar taka til starfa 1. febrúar árið 2017. Það reyni því ekki á fjármögnun vegna þeirra fyrr en þá. Í tengslum við breytingar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi kom fram vilji til að styrkja heilsugæsluna um 300 til 400 milljónir króna á næsta ári. Nýtt kerfi miðist við að stöðvar fái greitt fyrir þá þjónustu sem þær veiti og því verði allar stöðvarnar jafnsettar þegar kemur að fjármögnun þeirra, óháð rekstrarformi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira