Tónlist

Björk með tónleika á Iceland Airwaves

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björk á tónleikum í Royal Albert Hall í liðinni viku.
Björk á tónleikum í Royal Albert Hall í liðinni viku. vísir/getty
Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika á Iceland Airwaves í ár en tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 5. nóvember klukkan 17.

Í tilkynningu frá Iceland Airwaves kemur fram að almenn miðasala hefjist mánudaginn 3. október klukkan 10 á tix.is og harpa.is.

Miðahöfum á Iceland Airwaves gefst hins vegar kostur á að kaupa miða í sérstakri forsölu sem hefst fimmtudaginn 29. september og fá þeir sendan kauphlekk að morgni fimmtudags.

Björk átti að koma fram á Iceland Airwaves á síðasta ári en tónleikunum var aflýst sem og fjölda annarra tónleika sem söngkonan áformaði að halda til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Vulnicura.

Í liðinni viku hélt hún hins vegar tvenna tónleika í London við góðar undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda. Á tónleikunum í Eldborg mun hún koma fram með 27 strengjaleikurum en tónleikarnir hennar hér á landi verða seinustu tónleikar hennar á þessu ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×