Innlent

Gekk með skrifborðsstól á Hafnarfjall

Samúel Karl Ólason skrifar
Rúnar Gíslason.
Rúnar Gíslason. MYND/SUNNA GAUTADÓTTIR PHTOGRAPHY
Rúnar Gíslason hefur farið heldur óhefðbundna leið við að kynna framboð sitt fyrir Vinstri græna í Norðvesturkjördæmi. Til að sýna fram á að hann væri ekkert að grínast með að stefna að einu af efstu sætunum og að hann væri tilbúinn til að leggja mikið á sig, gekk hann með skrifborðsstól á tind Hafnarfjalls.

Myndband af ferð Rúnars hefur farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum frá því hann birti það í gærkvöldi.

Sjá einnig: Nýútskrifaður og býður sig fram gegn sitjandi þingmanni

Í samtali við Vísi í síðasta mánuði sagðist Rúnar bjóða sig fram vegna sannfæringar sinnar um að hann ætti erindi á vettvang stjórnmála. Þrátt fyrir að vera einungis tvítugur stefnir hann á að leiða lista Vinstri grænna í kjördæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×