Björt framtíð hlakkar til kosninganna Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 12:30 Óttarr Proppé býður sig einn fram til embættis formanns og segist spenntur fyrir kosningunum þótt skoðanakannanir bendi til að flokkurinn gæti þurrkast út. Ársfundur Bjartrar framtíðar hófst nú klukkan ellefu en þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf og grunnurinn lagður fyrir komandi alþingiskosningar í október. Óttarr Proppé sækist eftir því að gegna áfram formennsku í flokknum og er einn í framboði. „Ég upplifi það þannig að maður hafi eitthvað í verkið og það sé allavega nóg af verkefnum framundan, það er nóg rugl í þessu samfélagi sem þarf að reyna að berjast fyrir að koma í betra lag. Ég er til í það,“ segir Óttarr.Ekki í pólitík sjálfs síns vegna Björt framtíð hefur nú sex þingmenn en fylgi við flokkinn hefur dalað mjög í skoðanakönnunum og gangi þær eftir gæti svo farið að flokkurinn nái engum manni á þing. Óttarr ber sig engu að síður vel og segist spenntur fyrir kosningunum enda verða þær til þess að opna á umræðu um stóru myndina í íslensku samfélagi og stjórnmálum, fremur en dægurþras um einstakar persónur. „Kosningabaráttan hún náttúrulega felst í umræðu um prinsipp og grundvallaratriði í pólitík og það er umræða sem þarf að gera og við í Bjartri framtíð hlökkum nú eiginlega bara til þess vegna þess að við höfum mjög sterkar skoðanir og sterka stöðu.“ Sjálfur nýtur Óttarr umtalsverðs persónufylgis. En hefur hann íhugað að ganga til lið svið annan flokk til að auka líkurnar á því að geta verið áfram á þingi? „Nei mér hefur nú ekki dottið það í hug enda er ég nú ekki í pólitík sjálfs míns vegna heldur þvert á móti þá býð ég mína krafta fram til þess að standa fyrir góðum málum og berjast gegn slæmum málum og reyna að koma að einhverju gagn í þessu samfélagi. Þannig að mín persóna þjónar í sjálfum sér engum tilgangi nema þá bara sem eitthvað tæki."Berjast gegn fúski í samfélaginu Á fundinum í dag verður umræðu um áherslur flokksins og helstu baráttumál í kosningunum. Óttarr segist ekki eiga von á neinum grundvallarbreytingum þar. „Við höfum auvðitað verið með mikla áherslu á að berjast fyrir auknu réttlæti og minna fúski í íslensku samfélagi. Berjast gegn svona lokuðum hagsmunum og klíkuhagsmunum, eins og kom í ljós í afstöðu okkar við búvörulögin. Og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Heilbrigðismál og málefni ungs fólks verða örugglega hátt uppi hjá okkur. En ég held að grundvallarumræðan verði um þær kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Kosningar 2016 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Ársfundur Bjartrar framtíðar hófst nú klukkan ellefu en þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf og grunnurinn lagður fyrir komandi alþingiskosningar í október. Óttarr Proppé sækist eftir því að gegna áfram formennsku í flokknum og er einn í framboði. „Ég upplifi það þannig að maður hafi eitthvað í verkið og það sé allavega nóg af verkefnum framundan, það er nóg rugl í þessu samfélagi sem þarf að reyna að berjast fyrir að koma í betra lag. Ég er til í það,“ segir Óttarr.Ekki í pólitík sjálfs síns vegna Björt framtíð hefur nú sex þingmenn en fylgi við flokkinn hefur dalað mjög í skoðanakönnunum og gangi þær eftir gæti svo farið að flokkurinn nái engum manni á þing. Óttarr ber sig engu að síður vel og segist spenntur fyrir kosningunum enda verða þær til þess að opna á umræðu um stóru myndina í íslensku samfélagi og stjórnmálum, fremur en dægurþras um einstakar persónur. „Kosningabaráttan hún náttúrulega felst í umræðu um prinsipp og grundvallaratriði í pólitík og það er umræða sem þarf að gera og við í Bjartri framtíð hlökkum nú eiginlega bara til þess vegna þess að við höfum mjög sterkar skoðanir og sterka stöðu.“ Sjálfur nýtur Óttarr umtalsverðs persónufylgis. En hefur hann íhugað að ganga til lið svið annan flokk til að auka líkurnar á því að geta verið áfram á þingi? „Nei mér hefur nú ekki dottið það í hug enda er ég nú ekki í pólitík sjálfs míns vegna heldur þvert á móti þá býð ég mína krafta fram til þess að standa fyrir góðum málum og berjast gegn slæmum málum og reyna að koma að einhverju gagn í þessu samfélagi. Þannig að mín persóna þjónar í sjálfum sér engum tilgangi nema þá bara sem eitthvað tæki."Berjast gegn fúski í samfélaginu Á fundinum í dag verður umræðu um áherslur flokksins og helstu baráttumál í kosningunum. Óttarr segist ekki eiga von á neinum grundvallarbreytingum þar. „Við höfum auvðitað verið með mikla áherslu á að berjast fyrir auknu réttlæti og minna fúski í íslensku samfélagi. Berjast gegn svona lokuðum hagsmunum og klíkuhagsmunum, eins og kom í ljós í afstöðu okkar við búvörulögin. Og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Heilbrigðismál og málefni ungs fólks verða örugglega hátt uppi hjá okkur. En ég held að grundvallarumræðan verði um þær kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Kosningar 2016 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira