Fótbolti

Rooney: Þið eruð að gera of mikið mál úr þessu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney í leiknum í gær.
Rooney í leiknum í gær. vísir/getty
Það var mjög mikið ritað og rætt um Wayne Rooney í gær og þá sérstaklega hvar hann spilaði gegn Slóvakíu.

Rooney var fremstur á miðjunni með Eric Dier og Jordan Henderson þó svo nýi landsliðsþjálfarinn, Sam Allardyce, hefði sagt að Rooney ætti að spila sem framherji. Hann sæi hann ekki fyrir sér sem miðjumann.

Allardyce sagði eftir leikinn að Rooney gæti í raun spilað þar sem honum sýndist en hann féll aftar á völlinn eftir að Dele Alli kom inn. Þjálfarinn sagðist ekki geta sagt Rooney fyrir verkum. Leikmaðurinn vissi best sjálfur hvar væri best fyrir hann að vera.

„Það er verið að gera allt of mikið úr þessu. Ég er að spila fyrir England, er á miðjunni og tel mig geta skilað góðu verki úr þessari stöðu,“ sagði Rooney ósáttur við allar þessar vangaveltur.

„Það er óþarflega mikið af fyrirsögnum um þetta mál en þetta snýst um liðið og að við vinnum leiki. Ég spilaði þessa stöðu og það hjálpaði okkur að vinna leikinn. Ég hef spilað þarna allan minn feril og það er allt í einu stórfrétt. Það er lítið mál og of mikið gert úr þessu.“

Rooney spilaði sinn 116. landsleik í gær og er orðinn leikjahæsti útispilari Englands frá upphafi.


Tengdar fréttir

Rooney sló met

Wayne Rooney varð í dag leikjahæsti útispilari í sögu enska landsliðsins í fótbolta.

Stóri Sam: Rooney var frábær

Sam Allardyce var að vonum sáttur með að landa sigri í sínum fyrsta leik sem þjálfari enska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×