Fótbolti

Eiður samdi til loka tímabilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári var með íslenska liðinu á EM.
Eiður Smári var með íslenska liðinu á EM. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen gerði stuttan samning við indverska liðið Pune City FC en mun þó spila með liðinu út núverandi tímabil.

Þetta staðfesti Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Eiðs Smára, í samtali við Vísi í dag.

Tímabilið í Indlandi hefst í október og stendur yfir í aðeins rúma tvo mánuði. Eiður samdi til loka tímabilsins. Magnús Agnar segir að Eiður Smári hafi valið að fara til Indlands því að honum hafi litist best á það.

Sjá einnig: Eiður Smári í indversku ofurdeildina

„Um leið og Eiður hætti hjá Molde fékk hann fullt af tilboðum. Sum voru frá fjarlægum löndum en önnur voru nær,“ segir Magnús Agnar.

„Eiður er ekki tilbúinn að hætta og honum finnst þetta áhugavert. Þetta tilboð var þannig að það hentaði honum og fjölskyldu hans vel.“

Spurður hvort að samningurinn hafi verið fjárhagslega hagstæður fyrir Eið Smára sagði Magnús Agnar:

„Við skulum orða það þannig að ég veit ekki hvenær Eiður gerði síðast samning sem var ekki góður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×