Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu þórgnýr einar albertsson skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Kröfuganga sænska arms Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á þjóðhátíðardaginn sjötta júní árið 2007. Mynd/Peter Isotalo „Þetta er eina leiðin til þess að fólk okkar lifi af þegar litið er til langs tíma,“ segir í nafnlausu svari Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hreyfingin er samnorræn og starfar í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hún segist þó vera að koma sér fyrir hér á landi. Hreyfingin vakti athygli hér á landi um síðustu mánaðamót og fjallaði Ríkisútvarpið um að hún hefði dreift blöðum á heimili fólks þar sem auglýst var eftir „frelsishetjum“. Í viðtali við RÚV um mánaðamótin kallaði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hana nýnasistahreyfingu. Einnig var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli að fylgjast með framgangi hreyfingarinnar. Fréttablaðið fann ekki upplýsingar á vef hreyfingarinnar um meðlimi hennar. Aðspurð hversu margir séu í Norrænu mótstöðuhreyfingunni var svarað: „Við höfum ákveðna öryggisstefnu og kjósum að svara þessari spurningu um fjölda meðlima. Við erum vaxandi samtök og munum vaxa enn meira meðan pólitíkusar munu gera okkar fólki erfiðara fyrir.“ Stefna hreyfingarinnar er ekki sett á þingkosningar. Það er þó ekki útilokað en hreyfingin segist ekki pólitískur flokkur. „Við erum breið samtök sem störfum aðallega utan þings. Framtíðin mun aðeins svara því hvort eða hvenær við munum reka kosningaherferð á Íslandi,“ segir í svarinu. Á vefsíðu hreyfingarinnar má finna stefnu hennar og gildi. Stefnt er að því að umbylta samfélaginu undir merkjum þjóðernisfélagshyggju. „Við erum borgaraleg og lögleg stjórnarandstöðuhreyfing. Norræna mótstöðuhreyfingi er ekki einhvers konar net af vinum eða hugmyndasmiðja sem heldur uppi umræðum. Við erum vel skipulögð samtök með innri valdauppbyggingu, leiðtogastöður og vel skilgreindar hugsjónir og skuldbindingar,“ segir á vefsíðunni. Þá er það einnig vilji hreyfingarinnar að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum uppruna. Skapa á norrænt samfélag með sameiginlegum her og taka upp herskyldu. Eins og áður kom fram hefur hreyfingin verið bendluð við nýnasisma. Í grein sinni „Hugtakið nasisti“ skrifar Pär Öberg, talsmaður sænska hluta hreyfingarinnar, um að það sé ekki rétt. Sjálfir hafi nasistar í seinni heimsstyrjöld aldrei kallað sig því nafni. Þar að auki ætti að kalla hugmyndafræði Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar sínu rétta nafni, þjóðernisfélagshyggju. Hafa ber þó í huga að þjóðernisfélagshyggja myndi útleggjast á þýsku sem Nationalsozialismus, orðið sem stytt var í Nazismus á þýsku og þaðan þýtt í nasismi. Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Þetta er eina leiðin til þess að fólk okkar lifi af þegar litið er til langs tíma,“ segir í nafnlausu svari Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hreyfingin er samnorræn og starfar í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hún segist þó vera að koma sér fyrir hér á landi. Hreyfingin vakti athygli hér á landi um síðustu mánaðamót og fjallaði Ríkisútvarpið um að hún hefði dreift blöðum á heimili fólks þar sem auglýst var eftir „frelsishetjum“. Í viðtali við RÚV um mánaðamótin kallaði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hana nýnasistahreyfingu. Einnig var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli að fylgjast með framgangi hreyfingarinnar. Fréttablaðið fann ekki upplýsingar á vef hreyfingarinnar um meðlimi hennar. Aðspurð hversu margir séu í Norrænu mótstöðuhreyfingunni var svarað: „Við höfum ákveðna öryggisstefnu og kjósum að svara þessari spurningu um fjölda meðlima. Við erum vaxandi samtök og munum vaxa enn meira meðan pólitíkusar munu gera okkar fólki erfiðara fyrir.“ Stefna hreyfingarinnar er ekki sett á þingkosningar. Það er þó ekki útilokað en hreyfingin segist ekki pólitískur flokkur. „Við erum breið samtök sem störfum aðallega utan þings. Framtíðin mun aðeins svara því hvort eða hvenær við munum reka kosningaherferð á Íslandi,“ segir í svarinu. Á vefsíðu hreyfingarinnar má finna stefnu hennar og gildi. Stefnt er að því að umbylta samfélaginu undir merkjum þjóðernisfélagshyggju. „Við erum borgaraleg og lögleg stjórnarandstöðuhreyfing. Norræna mótstöðuhreyfingi er ekki einhvers konar net af vinum eða hugmyndasmiðja sem heldur uppi umræðum. Við erum vel skipulögð samtök með innri valdauppbyggingu, leiðtogastöður og vel skilgreindar hugsjónir og skuldbindingar,“ segir á vefsíðunni. Þá er það einnig vilji hreyfingarinnar að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum uppruna. Skapa á norrænt samfélag með sameiginlegum her og taka upp herskyldu. Eins og áður kom fram hefur hreyfingin verið bendluð við nýnasisma. Í grein sinni „Hugtakið nasisti“ skrifar Pär Öberg, talsmaður sænska hluta hreyfingarinnar, um að það sé ekki rétt. Sjálfir hafi nasistar í seinni heimsstyrjöld aldrei kallað sig því nafni. Þar að auki ætti að kalla hugmyndafræði Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar sínu rétta nafni, þjóðernisfélagshyggju. Hafa ber þó í huga að þjóðernisfélagshyggja myndi útleggjast á þýsku sem Nationalsozialismus, orðið sem stytt var í Nazismus á þýsku og þaðan þýtt í nasismi.
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira