Kvörtunum erlendra neytenda fjölgar mikið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. ágúst 2016 08:00 Ófáir bílaleigubílar voru við Bláa lónið í gær. Flest deilumálin sem rata inn á borð ECC eru vegna erlendra ferðamanna sem lent hefur saman við bílaleigur eða flugfélög á Íslandi. vísir/hanna Gríðarleg fjölgun hefur orðið á málum sem berast Evrópsku neytendaaðstoðinni á Íslandi(ECC). Alls voru 175 erindi á árinu 2015 en það er 65 prósenta fjölgun frá fyrra ári og langt yfir meðaltali undanfarinna ára. ECC á Íslandi er hýst af Neytendasamtökunum en hlutverk þeirra er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES-svæðisins. Langflest þeirra mála sem ECC fær til meðferðar varða ferðalög á Íslandi en samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er málum enn að fjölga. Árið 2015 voru skráðar 58 fyrirspurnir, 54 einfaldar kvartanir en þá er kominn upp ágreiningur milli neytanda og seljanda og 63 kvörtunarmál en þá hefur starfsfólk ECC milligöngu um að leysa deiluna.Ívar Halldórsson„Það er ljóst að það hefur orðið mikil fjölgun, hvort sem það er vegna aukins ferðamannastraums til Íslands eða aukinnar þekkingar neytenda á ECC-netinu,“ segir Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá ECC, en hann segist ekki vita nákvæmlega hvað valdi fjölguninni. Hann útskýrir að flest deilumálin sem komi til meðferðar ECC séu vegna erlendra ferðamanna sem lent hafi í einhvers konar vandræðum gagnvart bílaleigum eða flugfélögum á Íslandi. Sem dæmi um kvörtunarmál sem barst ECC má nefna mál ferðamanns frá Tékklandi sem leigði bíl á Íslandi síðasta sumar. Steinn skaust úr jeppabifreið sem ók fyrir framan hann og fór í framrúðu bílaleigubílsins með þeim afleiðingum að sprunga kom í framrúðuna. Eigandi jeppabifreiðarinnar viðurkenndi sök sína og skrifuð var tjónaskýrsla. Þrátt fyrir það rukkaði bílaleigan ferðamanninn um 572 evrur vegna tjónsins. Ferðamaðurinn leitaði þá til ECC sem hafði samband við bílaleiguna. Málið endaði með því að bílaleigan endurgreiddi ferðamanninum alla þá upphæð sem innheimt hafði verið vegna tjónsins og baðst afsökunar á mistökum sínum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á málum sem berast Evrópsku neytendaaðstoðinni á Íslandi(ECC). Alls voru 175 erindi á árinu 2015 en það er 65 prósenta fjölgun frá fyrra ári og langt yfir meðaltali undanfarinna ára. ECC á Íslandi er hýst af Neytendasamtökunum en hlutverk þeirra er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES-svæðisins. Langflest þeirra mála sem ECC fær til meðferðar varða ferðalög á Íslandi en samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er málum enn að fjölga. Árið 2015 voru skráðar 58 fyrirspurnir, 54 einfaldar kvartanir en þá er kominn upp ágreiningur milli neytanda og seljanda og 63 kvörtunarmál en þá hefur starfsfólk ECC milligöngu um að leysa deiluna.Ívar Halldórsson„Það er ljóst að það hefur orðið mikil fjölgun, hvort sem það er vegna aukins ferðamannastraums til Íslands eða aukinnar þekkingar neytenda á ECC-netinu,“ segir Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá ECC, en hann segist ekki vita nákvæmlega hvað valdi fjölguninni. Hann útskýrir að flest deilumálin sem komi til meðferðar ECC séu vegna erlendra ferðamanna sem lent hafi í einhvers konar vandræðum gagnvart bílaleigum eða flugfélögum á Íslandi. Sem dæmi um kvörtunarmál sem barst ECC má nefna mál ferðamanns frá Tékklandi sem leigði bíl á Íslandi síðasta sumar. Steinn skaust úr jeppabifreið sem ók fyrir framan hann og fór í framrúðu bílaleigubílsins með þeim afleiðingum að sprunga kom í framrúðuna. Eigandi jeppabifreiðarinnar viðurkenndi sök sína og skrifuð var tjónaskýrsla. Þrátt fyrir það rukkaði bílaleigan ferðamanninn um 572 evrur vegna tjónsins. Ferðamaðurinn leitaði þá til ECC sem hafði samband við bílaleiguna. Málið endaði með því að bílaleigan endurgreiddi ferðamanninum alla þá upphæð sem innheimt hafði verið vegna tjónsins og baðst afsökunar á mistökum sínum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira