Agent Fresco á ferð um Evrópu 11. ágúst 2016 10:30 Agent Fresco verður í fyrsta skipti ekki á landinu í kringum Airwaves hátíðina. Mynd/James Lang Strákarnir í Agent Fresco hafa verið á mikilli sigurgöngu. Þeir áttu meðal annars plötu ársins og Arnór var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þeir hafa spilað út um nánast allan heim og hafa komið fram á öllum stærstu hátíðum hér á landi auk þess að hafa hitað upp fyrir stórsveitina Muse um síðustu helgi. Næst á dagskrá hjá Agent Fresco er að leggja í tónleikaferðalag um Evrópu – þeir byrja á að þvera Evrópu nánast í heild sinni og koma svo aðeins heim en halda síðan beint aftur á meginlandið þar sem þeir munu hita upp fyrir stórhljómsveitina Katatonia. „Það er langskemmtilegast að hita upp fyrir stærri hljómsveitir sem koma inn með aðdáendur sína og maður þarf bara að gefa þeim gott „show“ og vinna þá yfir. Þetta virkaði ógeðslega vel með Coheed and Cambria í janúar og núna ætlum við að taka þetta með Katatonia,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. Áður en þeir halda í þetta langa ferðalag munu þeir spila á tvennum tónleikum hér á landi en þessir tónleikar verða í kvöld á NASA og á morgun á Græna hattinum á Akureyri. „Þetta eru síðustu giggin okkar í ár. Það er svo bara spurning hvernig þetta lítur út á næsta ári. Við vitum ekkert hvað er að fara að gerast eftir þetta – hvort það verða fleiri tónleikar eða hvort við erum að fara að detta í pásu til að semja nýja plötu. Það er um að gera að sjá okkur þegar við erum fáránlega heitir og með megaþétt prógramm fyrir Evrópu sem við ætlum að prufukeyra,“ segir Arnór spenntur að lokum.Miða á tónleikana í kvöld má nálgast á enter.isMiðar á tónleikana á Græna hattinum fást hinsvegar á midi.is Airwaves Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Strákarnir í Agent Fresco hafa verið á mikilli sigurgöngu. Þeir áttu meðal annars plötu ársins og Arnór var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þeir hafa spilað út um nánast allan heim og hafa komið fram á öllum stærstu hátíðum hér á landi auk þess að hafa hitað upp fyrir stórsveitina Muse um síðustu helgi. Næst á dagskrá hjá Agent Fresco er að leggja í tónleikaferðalag um Evrópu – þeir byrja á að þvera Evrópu nánast í heild sinni og koma svo aðeins heim en halda síðan beint aftur á meginlandið þar sem þeir munu hita upp fyrir stórhljómsveitina Katatonia. „Það er langskemmtilegast að hita upp fyrir stærri hljómsveitir sem koma inn með aðdáendur sína og maður þarf bara að gefa þeim gott „show“ og vinna þá yfir. Þetta virkaði ógeðslega vel með Coheed and Cambria í janúar og núna ætlum við að taka þetta með Katatonia,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. Áður en þeir halda í þetta langa ferðalag munu þeir spila á tvennum tónleikum hér á landi en þessir tónleikar verða í kvöld á NASA og á morgun á Græna hattinum á Akureyri. „Þetta eru síðustu giggin okkar í ár. Það er svo bara spurning hvernig þetta lítur út á næsta ári. Við vitum ekkert hvað er að fara að gerast eftir þetta – hvort það verða fleiri tónleikar eða hvort við erum að fara að detta í pásu til að semja nýja plötu. Það er um að gera að sjá okkur þegar við erum fáránlega heitir og með megaþétt prógramm fyrir Evrópu sem við ætlum að prufukeyra,“ segir Arnór spenntur að lokum.Miða á tónleikana í kvöld má nálgast á enter.isMiðar á tónleikana á Græna hattinum fást hinsvegar á midi.is
Airwaves Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira