Hætt með Loga og sinnir nú sólóferli Guðrún Ansnes skrifar 13. ágúst 2016 09:00 Karin á án nokkurs vafa eftir að láta til sín taka í vetur og þegar komin í samstarf við Sxsxsx. Vísir/Hanna „Við vorum að gefa út fjögurra laga EP plötu, allt lög sem ég gerði með Loga Pedro, og við höfum verið að spila á tónleikum. Okkur fannst við verða að gefa þetta út svo við létum af því verða. En nú erum við hætt að vinna saman,“ segir tónlistarkonan Karin Sveinsdóttir, eða Young Karin, sem er að vakna upp eftir dálítinn dvala. Eftir ansi farsælt samstarf við Loga, sem er allt í öllu í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir, hyggst Karin róa á ný mið. „Við fórum strax að vinna saman eftir að ég tók þátt í söngkeppni Menntaskólans við Hamrahlíð, 2013. Við tókum alveg eitt og hálft ár í að vinna saman í tónlistinni. Logi hefur hjálpað mér mjög mikið, og bróðir minn líka heilmikið,“ segir Karin, en rapparinn Emmsjé Gauti er einmitt stóri bróðir hennar. Spurð um hvort hún sjái fyrir sér að vinna með honum, segir hún létt í bragði það auðvitað hafa komið til tals, þó ekkert hafi raunverulega gerst í þeim efnum enn sem komið er. Karin er nýorðin tvítug en hefur verið viðloðandi bransann undanfarin þrjú ár eins og áður segir. Hún segir mikið hafa breyst á ekki lengri tíma og er vel í stakk búin fyrir komandi sólóferil. „Ég er búin að læra mikið, ég fór inn í þetta allt saman vitandi ekkert um þennan heim og hef fengið góðan tíma til að finna út hvað ég vil og hvernig tónlist ég vil vinna. Mig langaði til að fara að semja meira sjálf, ég hef ekki gert það með Loga. Mér finnst gaman að syngja, auðvitað, en nú kemur meira frá mér,“ útskýrir Karin. Hún segir fyrsta kast væntanlegt í lok sumars, en það hefur hún undirbúið með þeim Helga Sæmundi, úr Úlfi Úlfi, og Birni Vali Pálssyni, en þeir skipa saman hljómsveitina Sxsxsx. „Þetta er í raun allt önnur tónlist en við Logi höfum verið að vinna. Svipaður stíll kannski en samt allt öðruvísi. Samvinnan hefur gengið mega vel og við sjáum fyrir okkur að gera saman nokkur lög,“ segir hún, auðheyrilega spennt og undirstrikar að hún ætli ekki að festa sig neitt, heldur njóta þess að vinna með hinum ýmsu tónlistarmönnum á næstunni. „Annars er þetta allt saman eitt stórt spurningarmerki hjá mér, ég veit ekki hvað kemur í kjölfarið. En ég er ofboðslega spennt fyrir komandi tímum,“ segir hún hógvær að lokum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Við vorum að gefa út fjögurra laga EP plötu, allt lög sem ég gerði með Loga Pedro, og við höfum verið að spila á tónleikum. Okkur fannst við verða að gefa þetta út svo við létum af því verða. En nú erum við hætt að vinna saman,“ segir tónlistarkonan Karin Sveinsdóttir, eða Young Karin, sem er að vakna upp eftir dálítinn dvala. Eftir ansi farsælt samstarf við Loga, sem er allt í öllu í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir, hyggst Karin róa á ný mið. „Við fórum strax að vinna saman eftir að ég tók þátt í söngkeppni Menntaskólans við Hamrahlíð, 2013. Við tókum alveg eitt og hálft ár í að vinna saman í tónlistinni. Logi hefur hjálpað mér mjög mikið, og bróðir minn líka heilmikið,“ segir Karin, en rapparinn Emmsjé Gauti er einmitt stóri bróðir hennar. Spurð um hvort hún sjái fyrir sér að vinna með honum, segir hún létt í bragði það auðvitað hafa komið til tals, þó ekkert hafi raunverulega gerst í þeim efnum enn sem komið er. Karin er nýorðin tvítug en hefur verið viðloðandi bransann undanfarin þrjú ár eins og áður segir. Hún segir mikið hafa breyst á ekki lengri tíma og er vel í stakk búin fyrir komandi sólóferil. „Ég er búin að læra mikið, ég fór inn í þetta allt saman vitandi ekkert um þennan heim og hef fengið góðan tíma til að finna út hvað ég vil og hvernig tónlist ég vil vinna. Mig langaði til að fara að semja meira sjálf, ég hef ekki gert það með Loga. Mér finnst gaman að syngja, auðvitað, en nú kemur meira frá mér,“ útskýrir Karin. Hún segir fyrsta kast væntanlegt í lok sumars, en það hefur hún undirbúið með þeim Helga Sæmundi, úr Úlfi Úlfi, og Birni Vali Pálssyni, en þeir skipa saman hljómsveitina Sxsxsx. „Þetta er í raun allt önnur tónlist en við Logi höfum verið að vinna. Svipaður stíll kannski en samt allt öðruvísi. Samvinnan hefur gengið mega vel og við sjáum fyrir okkur að gera saman nokkur lög,“ segir hún, auðheyrilega spennt og undirstrikar að hún ætli ekki að festa sig neitt, heldur njóta þess að vinna með hinum ýmsu tónlistarmönnum á næstunni. „Annars er þetta allt saman eitt stórt spurningarmerki hjá mér, ég veit ekki hvað kemur í kjölfarið. En ég er ofboðslega spennt fyrir komandi tímum,“ segir hún hógvær að lokum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira