Enski boltinn

Aron Einar sagður vera á óskalista Di Matteo

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/EPA
Enska slúðurtímaritið The Sun slær því upp á heimasíðu sinni að Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sé á óskalista Roberto Di Matteo hjá Aston Villa.

Aron Einar sem er samningsbundinn Cardiff, hóf tímabilið á varamannabekknum í fyrstu umferð þegar Cardiff gerði markalaust jafntefli gegn Birmingham.

Aron hefur verið í fimm ár hjá Cardiff og skoraði á sínum tíma fyrsta mark liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tækifæri hans hafa verið af skornum skammti undanfarið ár.

Aston Villa sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins síðasta vor hefur ekki byrjað tímabilið vel.

Liðið féll óvænt út gegn Luton í deildarbikarnum í vikunni eftir tap í fyrstu umferð Championship-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×