Enski boltinn

Jói Berg og félagar fengu góðan liðsstyrk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Defour í leik með Anderlecht.
Defour í leik með Anderlecht. vísir/getty
Nýliðar Burnley opnuðu veskið upp á gátt í morgun og keypti leikmann fyrir metfé.

Það er miðjumaðurinn Steven Defour sem liðið var að kaupa en hann er belgískur miðjumaður og kemur frá Anderlecht.

Þessi 28 ára leikmaður er sagður hafa kostað 7,35 milljónir punda. Hann hefur spilað 46 landsleiki fyrir Belgíu. Var með Belgíu á HM en komst ekki í EM-hóp Belga.

Hann vann belgísku deildina tvisvar með Standard Liege á sínum tíma og einnig vann hann portúgölsku deildina tvisvar er hann spilaði með Porto.

Everton reyndi að kaupa Defour árið 2011 en þá var 9 milljón punda tilboði í leikmanninn hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×