Sterkasti maður heims: Hafþór flaug í úrslitin með heimsmeti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 16:57 Hafþór Júlíus heldur uppi heiðri Íslendinga í keppninni um sterkasta mann heims. Vísir/Samsett Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet á leið sinni í úrslit keppninnar um sterkasta mann heims sem nú fer fram í Botswana í Afríku. Keppni hófst í undanrásum á laugardaginn og komst Hafþór auðveldlega áfram. Úrslitakeppnin fer fram á föstudag og laugardag og kemur þá í ljós hver verður krýndur heimsins sterkasti maður. Hafþór gerði sér lítið fyrir og sigraði í fimm af þeim sex greinum sem keppt var í í undanrásum. Setti hann heimsmet í kútakasti þegar hann kastaði 15 kílógramma kúti 7,15 metra í loft yfir rá. Í samtali við Vísi segir Andri Reyr Vignisson, sem staddur er með Hafþóri í Botswana að Hafþór hafi sigrað með yfirburðum í öllum greinum nema einni í sínum riðli, í svokallaðri bílalyftu, þar sem hann hafi ákveðið að spara sig fyrir aðrar greinar. Keppt var í fimm riðlum í undanrásum og komust tveir efstu úr hverjum riðli í úrslitin. Ari Gunnarsson, sem einnig tekur þátt fyrir Íslands hönd, lenti í þriðja sæti í sínum riðli og var grátlega nærri því að komast í úrslitin. Var hann í afar erfiðum riðli og atti meðal annars kappi gegn Laurence Shahlaei, sterkasta mann Evrópu. A video posted by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 15, 2016 at 8:54am PDT Hafþór hefur verið afar nærri því að sigra í keppninni undanfarin fjögur ár en hann hefur alls keppt fimm sinnum, þrisvar lent í þriðja sæti og einu sinni í öðru sæti. Keppnin, nú sem endranær, er firnasterk og þarf Hafþór að sigra ríkjandi meistara, Bandaríkjamanninn Bryan Shaw, ætli hann sér að feta í fótspor Jóns Páls Sigmarssonar og Magnúsar Vers Magnússonar sem staddur er í Botswana sem sérfræðingur breskrar sjónvarpsstöðvar sem fjallar um mótið. Sigurhefð Íslendinga er mikil í keppninni um sterkasta mann heims en Jón Páll Sigmarsson vann keppnina á árunum 1984, 1986, 1988 og 1990 áður en að Magnús Ver tók við kyndlinum og sigraði í keppninni 1991, 1994, 1995 og 1996 en tuttugu ár eru síðan Íslendingur var krýndur sterkasti maður heims. Keppni í úrslitum fer svo fram föstudag og laugardag en keppendur fá hvíld þangað til. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet á leið sinni í úrslit keppninnar um sterkasta mann heims sem nú fer fram í Botswana í Afríku. Keppni hófst í undanrásum á laugardaginn og komst Hafþór auðveldlega áfram. Úrslitakeppnin fer fram á föstudag og laugardag og kemur þá í ljós hver verður krýndur heimsins sterkasti maður. Hafþór gerði sér lítið fyrir og sigraði í fimm af þeim sex greinum sem keppt var í í undanrásum. Setti hann heimsmet í kútakasti þegar hann kastaði 15 kílógramma kúti 7,15 metra í loft yfir rá. Í samtali við Vísi segir Andri Reyr Vignisson, sem staddur er með Hafþóri í Botswana að Hafþór hafi sigrað með yfirburðum í öllum greinum nema einni í sínum riðli, í svokallaðri bílalyftu, þar sem hann hafi ákveðið að spara sig fyrir aðrar greinar. Keppt var í fimm riðlum í undanrásum og komust tveir efstu úr hverjum riðli í úrslitin. Ari Gunnarsson, sem einnig tekur þátt fyrir Íslands hönd, lenti í þriðja sæti í sínum riðli og var grátlega nærri því að komast í úrslitin. Var hann í afar erfiðum riðli og atti meðal annars kappi gegn Laurence Shahlaei, sterkasta mann Evrópu. A video posted by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 15, 2016 at 8:54am PDT Hafþór hefur verið afar nærri því að sigra í keppninni undanfarin fjögur ár en hann hefur alls keppt fimm sinnum, þrisvar lent í þriðja sæti og einu sinni í öðru sæti. Keppnin, nú sem endranær, er firnasterk og þarf Hafþór að sigra ríkjandi meistara, Bandaríkjamanninn Bryan Shaw, ætli hann sér að feta í fótspor Jóns Páls Sigmarssonar og Magnúsar Vers Magnússonar sem staddur er í Botswana sem sérfræðingur breskrar sjónvarpsstöðvar sem fjallar um mótið. Sigurhefð Íslendinga er mikil í keppninni um sterkasta mann heims en Jón Páll Sigmarsson vann keppnina á árunum 1984, 1986, 1988 og 1990 áður en að Magnús Ver tók við kyndlinum og sigraði í keppninni 1991, 1994, 1995 og 1996 en tuttugu ár eru síðan Íslendingur var krýndur sterkasti maður heims. Keppni í úrslitum fer svo fram föstudag og laugardag en keppendur fá hvíld þangað til.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira