Ásdís: Ótrúlega leiðinlegt að hafa lent í þessu núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 02:17 Ásdís Hjálmsdóttir gat ekki leynt vonbriðgum sínum eftir síðasta kastið. Vísir/Anton Ásdís Hjálmsdóttir varð í næstsíðasta sæti í undankeppni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 29 köstuðu lengra en Ásdís í undankeppninni en hún átti tvö algjörlega misheppnuð köst (gerði bæði ógild) og eitt sem var bara 54,92 metrar. Ásdís hefði samt þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í úrslitin og því hefði þurfti hennar besta kast á árinu. „Þetta átti ekki að fara svona, það er alveg rétt hjá þér," sagði Ásdís Hjálmsdóttir eftir undankeppnina í nótt. „Það gekk allt rosalega vel í upphituninni, alveg svakalega vel. Upphitunin út á velli var frábær og inn á velli líka," sagði Ásdís sem lítur mjög vel út og er augljóslega í frábæru formi.Sjá einnig: Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu „Svo bara byrjaði ég í keppninni. Ég hef aldrei verið í betra formi, búin að fá fulla hvíld og hef aldrei í rauninni verið í svona góðu formi. Ég var alltof, alltof hröð í atrennunni og hef aldrei verið svona hröð," sagði Ásdís. „Ég var alltof nálægt línunni í fyrsta kastinu. Ég færi mig aftur um þrjú fet og þá er ég alltof nálægt línunni aftur. Ég færi mig aftur um tvö fet og er samt alltof nálægt," sagði Ásdís. „Það er hægt að líta á þetta bæði jákvæðum augum og neikvæðum augum. Það er náttúrulega jákvætt að vera í svona góðu formi og að þetta sé ástæðan en ekki eitthvað annað. Ég er ekki meidd og það er ekki þess vegna sem ég var að kasta illa," sagði Ásdís. „Auðvitað er þetta ótrúlega leiðinlegt að hafa lent í þessu núna," sagði Ásdís en hvað var að í nótt. „Ég var bara alltof hröð í atrennunni og alltof nálægt línunni. Þegar þú ert of nálægt línunni þá getur þú ekki klárað kastið. Ef ég hefði klárað kastið þá hefði ég bara farið yfir línuna og gert ógilt," sagði Ásdís. „Ég vona að ég fái eitt mót í viðbót til að ná út úr mér því sem ég hef inn í mér núna," sagði Ásdís. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. 16. ágúst 2016 08:00 Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 17. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir varð í næstsíðasta sæti í undankeppni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 29 köstuðu lengra en Ásdís í undankeppninni en hún átti tvö algjörlega misheppnuð köst (gerði bæði ógild) og eitt sem var bara 54,92 metrar. Ásdís hefði samt þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í úrslitin og því hefði þurfti hennar besta kast á árinu. „Þetta átti ekki að fara svona, það er alveg rétt hjá þér," sagði Ásdís Hjálmsdóttir eftir undankeppnina í nótt. „Það gekk allt rosalega vel í upphituninni, alveg svakalega vel. Upphitunin út á velli var frábær og inn á velli líka," sagði Ásdís sem lítur mjög vel út og er augljóslega í frábæru formi.Sjá einnig: Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu „Svo bara byrjaði ég í keppninni. Ég hef aldrei verið í betra formi, búin að fá fulla hvíld og hef aldrei í rauninni verið í svona góðu formi. Ég var alltof, alltof hröð í atrennunni og hef aldrei verið svona hröð," sagði Ásdís. „Ég var alltof nálægt línunni í fyrsta kastinu. Ég færi mig aftur um þrjú fet og þá er ég alltof nálægt línunni aftur. Ég færi mig aftur um tvö fet og er samt alltof nálægt," sagði Ásdís. „Það er hægt að líta á þetta bæði jákvæðum augum og neikvæðum augum. Það er náttúrulega jákvætt að vera í svona góðu formi og að þetta sé ástæðan en ekki eitthvað annað. Ég er ekki meidd og það er ekki þess vegna sem ég var að kasta illa," sagði Ásdís. „Auðvitað er þetta ótrúlega leiðinlegt að hafa lent í þessu núna," sagði Ásdís en hvað var að í nótt. „Ég var bara alltof hröð í atrennunni og alltof nálægt línunni. Þegar þú ert of nálægt línunni þá getur þú ekki klárað kastið. Ef ég hefði klárað kastið þá hefði ég bara farið yfir línuna og gert ógilt," sagði Ásdís. „Ég vona að ég fái eitt mót í viðbót til að ná út úr mér því sem ég hef inn í mér núna," sagði Ásdís.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. 16. ágúst 2016 08:00 Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 17. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. 16. ágúst 2016 08:00
Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00
Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 17. ágúst 2016 01:30