Helsti keppinautur Anítu á ótrúlega þrautagöngu að baki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. ágúst 2016 10:30 Caster Semenya er sigurstranglegust í 800 m hlaupi kvenna í Ríó. Vísir/Getty Aðeins sjö ár eru síðan að nýkrýndur heimsmeistari kvenna í 800 m hlaupi, hin suður-afríska Caster Semenya, var beðin um að taka kynjapróf af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda hafði nokkuð þessu líkt aldrei áður komið fram á stóra sviði íþróttanna - að íþróttakona þyrfti að sanna að hún væri í raun og veru kona. Það þurfti hún enn fremur að gera með augu heimsins á sér. „Ég varð heimsmeistari en náði í raun aldrei að fagna þeim árangri,“ sagði Semenya í viðtali við BBC í fyrra en það má sjá í heild sinni hér. Í því viðtali segist Semenya vera blátt áfram manneskja, sönn sjálfri sér og einlæg. Hún sé harðgerð og hafi alltaf leitast eftir því að finna áskoranir. Semenya var einungis átján ára þegar hún vann gull á HM 2009 í Berlín án þess að virðast hafa mikið fyrir því. Hún var langfyrst í mark á 1:55,45 mínútum, rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Með þessum tíma náði Semenya að bæta sig um átta sekúndur frá árinu áður.Semenya í umræddu hlaupi í Berlín.Vísir/GettyÞað var fyrirséð að Semenya myndi drottna yfir þessari grein um ókomin ár en hún hljóp ekki aftur næstu ellefu mánuði og eins og hún sagði sjálf, naut þess aldrei að verða heimsmeistari í íþrótt sinni. Þann 6. júlí 2010 fékk hún aftur grænt ljós hjá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu að keppa en að baki var afar flókið ferli sem hjó mjög nærri einkalífi hennar og mannréttindum. Í stað þess að verið væri að saka hana um að svindla, var verið að efast um að hún hefði rétt á því að keppa við aðrar konur. Niðurstöður kynjaprófsins voru aldrei gerðar opinberðar en óstaðfestar fréttir voru víða birtar um niðurstöðurnar og áfram var fjallað um málið um árabil. Á sama tíma hafði Semenya hægt um sig en kom sér aftur af stað í alþjóðlegum keppnum, hægt og rólega. Hún vann silfur á HM 2011 og Ólympíuleikunum í London 2012 en í bæði skipti tapaði hún fyrir Mariya Savinova frá Rússlandi sem á yfir höfði sér lífstíðarbann fyrir lyfjamisnotkun. Semenya gæti því fengið gullverðlaun frá báðum mótum eftir á.Semenya vann silfur á HM í London en sumum þótti að hún hefði gefið eftir í baráttu sinni um gullið.Vísir/GettySigurtími hennar á HM í Berlín árið 2009 var hennar besti tími á ferlinum þar til að hún hljóp á 1:55,33 mínútum í Mónakó þann 15. júlí síðastliðinn. Það er langbesti tími ársins í greininni og virðist fátt geta komið í veg fyrir að Semenya vinni gull á sínu fyrsta stórmóti síðan í Berlín fyrir sjö árum síðan. Hún getur einnig verið fyrsta konan til að ógna heimsmeti Jarmila Kratochvliova frá Tékkóslóvakíu. Heimsmet hennar, 1:53,28 mínútur hefur staðið óhaggað í 33 ár. Semenya þyrfti að bæta sinn besta tíma um rúmar tvær sekúndur til að slá metið. „Ég ætla ekki að hætta að hlaupa út af því hvað fólk segir. Ef fólk er að segja eitthvað um mig verður það bara að koma til mín. Ég ætla ekki að hætta af því að fólk segir að ég líti út eins og karlmaður. Það er þeirra vandamál, ekki mitt,“ sagði Semenya ákveðin í viðtalinu við BBC. Keppni í 800 m hlaupi kvenna hefst í dag. Caster Semenya keppir í 2. riðli, á fjórðu braut, klukkan 14.02. Fjórtán mínútum síðar keppir Aníta Hinriksdóttir á áttundu braut í fjórða riðli. Enski boltinn Tengdar fréttir Ekkert Íslandsmet en gríðarlegar framfarir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. 17. ágúst 2016 07:00 Hafði betur í baráttunni við krabbamein í fyrra og vann ÓL-gull í ár Argentínski siglingamaðurinn Santiago Lange fagnaði heldur betur í gær enda að vinna annan stóran sigur í lífinu. 17. ágúst 2016 10:00 Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Aðeins sjö ár eru síðan að nýkrýndur heimsmeistari kvenna í 800 m hlaupi, hin suður-afríska Caster Semenya, var beðin um að taka kynjapróf af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda hafði nokkuð þessu líkt aldrei áður komið fram á stóra sviði íþróttanna - að íþróttakona þyrfti að sanna að hún væri í raun og veru kona. Það þurfti hún enn fremur að gera með augu heimsins á sér. „Ég varð heimsmeistari en náði í raun aldrei að fagna þeim árangri,“ sagði Semenya í viðtali við BBC í fyrra en það má sjá í heild sinni hér. Í því viðtali segist Semenya vera blátt áfram manneskja, sönn sjálfri sér og einlæg. Hún sé harðgerð og hafi alltaf leitast eftir því að finna áskoranir. Semenya var einungis átján ára þegar hún vann gull á HM 2009 í Berlín án þess að virðast hafa mikið fyrir því. Hún var langfyrst í mark á 1:55,45 mínútum, rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Með þessum tíma náði Semenya að bæta sig um átta sekúndur frá árinu áður.Semenya í umræddu hlaupi í Berlín.Vísir/GettyÞað var fyrirséð að Semenya myndi drottna yfir þessari grein um ókomin ár en hún hljóp ekki aftur næstu ellefu mánuði og eins og hún sagði sjálf, naut þess aldrei að verða heimsmeistari í íþrótt sinni. Þann 6. júlí 2010 fékk hún aftur grænt ljós hjá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu að keppa en að baki var afar flókið ferli sem hjó mjög nærri einkalífi hennar og mannréttindum. Í stað þess að verið væri að saka hana um að svindla, var verið að efast um að hún hefði rétt á því að keppa við aðrar konur. Niðurstöður kynjaprófsins voru aldrei gerðar opinberðar en óstaðfestar fréttir voru víða birtar um niðurstöðurnar og áfram var fjallað um málið um árabil. Á sama tíma hafði Semenya hægt um sig en kom sér aftur af stað í alþjóðlegum keppnum, hægt og rólega. Hún vann silfur á HM 2011 og Ólympíuleikunum í London 2012 en í bæði skipti tapaði hún fyrir Mariya Savinova frá Rússlandi sem á yfir höfði sér lífstíðarbann fyrir lyfjamisnotkun. Semenya gæti því fengið gullverðlaun frá báðum mótum eftir á.Semenya vann silfur á HM í London en sumum þótti að hún hefði gefið eftir í baráttu sinni um gullið.Vísir/GettySigurtími hennar á HM í Berlín árið 2009 var hennar besti tími á ferlinum þar til að hún hljóp á 1:55,33 mínútum í Mónakó þann 15. júlí síðastliðinn. Það er langbesti tími ársins í greininni og virðist fátt geta komið í veg fyrir að Semenya vinni gull á sínu fyrsta stórmóti síðan í Berlín fyrir sjö árum síðan. Hún getur einnig verið fyrsta konan til að ógna heimsmeti Jarmila Kratochvliova frá Tékkóslóvakíu. Heimsmet hennar, 1:53,28 mínútur hefur staðið óhaggað í 33 ár. Semenya þyrfti að bæta sinn besta tíma um rúmar tvær sekúndur til að slá metið. „Ég ætla ekki að hætta að hlaupa út af því hvað fólk segir. Ef fólk er að segja eitthvað um mig verður það bara að koma til mín. Ég ætla ekki að hætta af því að fólk segir að ég líti út eins og karlmaður. Það er þeirra vandamál, ekki mitt,“ sagði Semenya ákveðin í viðtalinu við BBC. Keppni í 800 m hlaupi kvenna hefst í dag. Caster Semenya keppir í 2. riðli, á fjórðu braut, klukkan 14.02. Fjórtán mínútum síðar keppir Aníta Hinriksdóttir á áttundu braut í fjórða riðli.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ekkert Íslandsmet en gríðarlegar framfarir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. 17. ágúst 2016 07:00 Hafði betur í baráttunni við krabbamein í fyrra og vann ÓL-gull í ár Argentínski siglingamaðurinn Santiago Lange fagnaði heldur betur í gær enda að vinna annan stóran sigur í lífinu. 17. ágúst 2016 10:00 Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Ekkert Íslandsmet en gríðarlegar framfarir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. 17. ágúst 2016 07:00
Hafði betur í baráttunni við krabbamein í fyrra og vann ÓL-gull í ár Argentínski siglingamaðurinn Santiago Lange fagnaði heldur betur í gær enda að vinna annan stóran sigur í lífinu. 17. ágúst 2016 10:00
Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00