Sport

Hafði betur í baráttunni við krabbamein í fyrra og vann ÓL-gull í ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lange ásamt Saroli, liðsfélaga sínum.
Lange ásamt Saroli, liðsfélaga sínum. vísir/getty
Argentínski siglingamaðurinn Santiago Lange fagnaði heldur betur í gær enda að vinna annan stóran sigur í lífinu.

Lange vann þá eina af siglingakeppnunum á ÓL ásamt liðsfélaga sínum, Cecilia Carranza Saroli.

Á síðasta ári barðist Lange við lungnakrabbamein og þurfti að fjarlægja hluta af lunganu.

„Ég var heppinn að meinið skildi finnast svona snemma. Ég hef lært mikið af siglingum og það hjálpaði mér í þessari baráttu,“ sagði Lange.

Hann er orðinn 54 ára gamall og er elsti siglingakappinn á ÓL. Hann vann brons á leikunum 2004 og 2008. Þetta er því hans fyrsta ÓL-gull.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×