Bjóða starfsfólki sínu á Justin Bieber Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. ágúst 2016 09:45 Bieber í góðum gír í Ameríkuhluta Purpose-tónleikaferðalagsins. Ætli drengurinn verði í svipuðum gír í Kórnum? „Það var ákveðið að fagna góðu sumri hjá WOW air með því að bjóða öllu starfsfólkinu okkar á tónleika með Justin Bieber. Þetta er búið að vera annasamt sumar, við höfum bætt við okkur áfangastöðum og viljum þakka starfsfólkinu fyrir. Þetta eru um 650 manns en það eru einhverjir sem þurfa auðvitað að vinna, ekki förum við að leggja niður flug – þannig að ég veit ekki nákvæmlega hversu margir geta þegið boðið. WOW air er síðan auðvitað styrktaraðili tónleikanna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Eins og alþjóð veit eru tónleikar Justins Bieber á næsta leiti, en þeir verða 8. og 9. september í Kórnum í Kópavogi. Miðarnir sem WOW air gefur starfsfólki sínu eru á tónleikana 9. september en á þá tónleika seldist upp á örskotsstundu í desember á síðasta ári og fengu færri miða en vildu. Því var brugðið á það ráð að halda aukatónleika. WOW air hefur því fengið að taka frá miða fyrir starfsfólk sitt og þá í skiptum fyrir að styrkja tónleikana. Justin kemur við á Íslandi á leið sinni til Evrópu þar sem hann mun halda tónleika á nokkrum af stærstu tónleikastöðum álfunnar og halda um þrjátíu tónleika, meðal annars í Frakklandi, á Englandi og Spáni – stoppið á Íslandi er því það fyrsta í þessu risatónleikaferðalagi söngvarans. Með poppstjörnunni, sem er ein sú vinsælasta í heimi, kemur stórt teymi af fólki úr bransanum auk þess sem Vic Mensa, ungur rappari á uppleið, mætir með kappanum og mun sjá um að hita fólkið upp áður en stórstjarnan kanadíska stígur á sviðið. Vic Mensa þessi hefur unnið með nokkrum af stærstu nöfnunum í tónlistarbransanum eins og til dæmis Íslandsvininum Kanye West, sem kom sjálfur hingað til lands fyrr á árinu til að taka upp tónlistarmyndband við lagið Highlights af plötu sinni The Life of Pablo. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
„Það var ákveðið að fagna góðu sumri hjá WOW air með því að bjóða öllu starfsfólkinu okkar á tónleika með Justin Bieber. Þetta er búið að vera annasamt sumar, við höfum bætt við okkur áfangastöðum og viljum þakka starfsfólkinu fyrir. Þetta eru um 650 manns en það eru einhverjir sem þurfa auðvitað að vinna, ekki förum við að leggja niður flug – þannig að ég veit ekki nákvæmlega hversu margir geta þegið boðið. WOW air er síðan auðvitað styrktaraðili tónleikanna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Eins og alþjóð veit eru tónleikar Justins Bieber á næsta leiti, en þeir verða 8. og 9. september í Kórnum í Kópavogi. Miðarnir sem WOW air gefur starfsfólki sínu eru á tónleikana 9. september en á þá tónleika seldist upp á örskotsstundu í desember á síðasta ári og fengu færri miða en vildu. Því var brugðið á það ráð að halda aukatónleika. WOW air hefur því fengið að taka frá miða fyrir starfsfólk sitt og þá í skiptum fyrir að styrkja tónleikana. Justin kemur við á Íslandi á leið sinni til Evrópu þar sem hann mun halda tónleika á nokkrum af stærstu tónleikastöðum álfunnar og halda um þrjátíu tónleika, meðal annars í Frakklandi, á Englandi og Spáni – stoppið á Íslandi er því það fyrsta í þessu risatónleikaferðalagi söngvarans. Með poppstjörnunni, sem er ein sú vinsælasta í heimi, kemur stórt teymi af fólki úr bransanum auk þess sem Vic Mensa, ungur rappari á uppleið, mætir með kappanum og mun sjá um að hita fólkið upp áður en stórstjarnan kanadíska stígur á sviðið. Vic Mensa þessi hefur unnið með nokkrum af stærstu nöfnunum í tónlistarbransanum eins og til dæmis Íslandsvininum Kanye West, sem kom sjálfur hingað til lands fyrr á árinu til að taka upp tónlistarmyndband við lagið Highlights af plötu sinni The Life of Pablo.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira