Jón Daði: Gríðarleg þreyta eftir EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2016 06:00 Jón Daði Böðvarsson mun spila í ensku B-deildinni í vetur og bætist í hóp íslenskra landsliðsmanna sem hafa skipt um lið eftir gott gengi á EM. Fréttablaðið/Getty Jón Daði Böðvarsson er kominn í appelsínugult eftir að hafa samið við enska B-deildarliðið Wolves. Hann gerði þriggja ára samning við þetta sögufræga lið en Úlfarnir, eins og liðið hefur verið kallað um árabil á Íslandi, er eitt af stofnfélögum ensku deildakeppninnar og hefur þar að auki unnið sjö stóra titla, þrjá meistaratitla og bikarinn fjórum sinnum. „Liðið er gott og það getur alltaf allt gerst í fótbolta,“ sagði Jón Daði en eftir hrun félagsins í upphafi níunda áratugar síðustu aldar hefur það aðeins spilað fjögur tímabil í efstu deild, síðast árið 2012. Eftir það tók við fall alla leið niður í C-deild en Wolves fór þó strax aftur upp og hafnaði í fjórtánda sæti B-deildarinnar í vor. Eftir það var nýr þjálfari ráðinn og var þekkt nafn fengið til að taka við starfinu, Ítalinn Walter Zenga sem lengi varði mark Inter Milan og ítalska landsliðsins.Wolves besti kosturinn „Þetta er bara tóm hamingja og það ríkir mikil eftirvænting,“ segir Jón Daði en tímabilið í ensku B-deildinni hefst nú um helgina er liðið mætir Rotherham á útivelli á laugardag. Jón Daði reiknar með að vera í leikmannahópi liðsins þá. Hann segir að félagaskipti hafi legið í loftinu hjá sér í nokkurn tíma. „Það var passað upp á að þetta myndi ekki leka út og gekk það mjög vel. Þetta kann því að koma eins og þruma úr heiðskíru lofti en þetta er þó búið að eiga sér nokkuð langan aðdraganda,“ segir Jón Daði. Fleiri lið komu til greina og var annað B-deildarlið, QPR, nefnt til sögunnar. „Þegar allt kom til alls fannst mér Wolves vera besti kosturinn í stöðunni fyrir mig. Þetta var skref sem ekki var hægt að sleppa,“ segir hann. „Ég finn fyrir miklu trausti, ekki bara frá þjálfaranum heldur einnig frá klúbbnum líka og það er mjög jákvætt,“ segir Jón Daði en umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, vildi ekki staðfesta fréttir breskra miðla um að Jón Daði hafi kostað Wolves um eina milljón punda. Kaupverðið sé trúnaðarmál.Vísir/GettyÁ heima í úrvalsdeildinni Sem fyrr segir mega Úlfarnir muna sinn fífil fegri. Liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina árið 2009 og náði að bjarga sér naumlega frá falli fyrstu tvö árin en endaði svo langneðst þriðja árið. Ári síðar féll liðið aftur um deild en þá tók við mikið uppbyggingarstarf hjá félaginu. „Félagið telur sig eiga heima í ensku úrvalsdeildinni og ætlar sér upp. En síðasta tímabil var ekki upp á marga fiska og ekki eins og menn vildu. Það er því viðbúið að þetta muni allt saman taka tíma, ekki síst í ljósi þess að það er nýr þjálfari, nýir leikmenn og nýtt leikkerfi,“ segir Jón Daði. „Það tekur allt saman tíma að smella saman og það er spurning hvort við gerum atlögu að úrvalsdeildarsætinu strax á þessu ári eða því næsta. En ég hef mjög góða tilfinningu fyrir því að það muni gerast mjög fljótt.Vísir/GettySvipað og í landsliðinu Jón Daði segir að hlutverk hans verði svipað hjá Wolves og hann hefur gegnt í íslenska landsliðinu. „Þeir vilja að liðið sé mjög þétt. Að leikmenn hlaupi mikið og vinni vel saman. Mitt hlutverk verður að vera öflugur í sókninni, skora mörk og leggja upp en einnig hjálpa til í vörninni. Mér finnst að það passi mér mjög vel,“ segir Selfyssingurinn öflugi. Mikil þreyta eftir EM Jón Daði var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í sumar og sló meðal annars út England í 16-liða úrslitunum. Hann segir að gott gengi á EM hafi hjálpað mikið til. „Við sjálfir náðum ekki að átta okkur á því hversu langt við komumst og hversu mikill árangur þetta var. Það tók því sinn tíma að koma sér niður á jörðina aftur, enda líkamleg og andleg þreyta mikil,“ segir Jón Daði sem kemur til Englands frá þýska B-deildarliðinu Kaiserslautern, þar sem hann spilaði í aðeins hálft ár. „Það var mikið fylgst með manni á EM en líka í Þýskalandi, þar sem mér gekk vel. Þangað koma margir til að skoða leikmenn,“ segir hann en þó nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins hafa skipt um lið eftir gott gengi Íslands á EM.Fótboltinn er svona stundum Undanfarnir tólf mánuðir hafa verið afar viðburðaríkir hjá Jóni Daða. Fyrir ári var hann að spila með Viking í norsku úrvalsdeildinni en liðið var þá búið að hafna nokkrum tilboðum Kaiserslautern. Jón Daði fór því að lokum frítt til Þýskalands og byrjaði að spila þar um áramótin. Eftir tímabilið í vor tók svo EM-ævintýrið við og nú nýtt félag í Englandi. „Þetta er svolítið furðulegt allt saman en fótboltinn er svona. Hlutirnir geta gengið hratt fyrir sig og maður verður að vera tilbúinn fyrir hvað sem er. En það er ekki nokkur spurning að þetta ár er það eftirminnilegasta á mínum fótboltaferli og ég mun aldrei gleyma því. En nú verður fyrst og fremst gott að geta einbeitt sér fyllilega að fótboltanum á nýjan leik.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Jón Daði farinn til Úlfanna Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er á leið í enska boltann en hann samdi í dag við Wolves. 2. ágúst 2016 12:51 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson er kominn í appelsínugult eftir að hafa samið við enska B-deildarliðið Wolves. Hann gerði þriggja ára samning við þetta sögufræga lið en Úlfarnir, eins og liðið hefur verið kallað um árabil á Íslandi, er eitt af stofnfélögum ensku deildakeppninnar og hefur þar að auki unnið sjö stóra titla, þrjá meistaratitla og bikarinn fjórum sinnum. „Liðið er gott og það getur alltaf allt gerst í fótbolta,“ sagði Jón Daði en eftir hrun félagsins í upphafi níunda áratugar síðustu aldar hefur það aðeins spilað fjögur tímabil í efstu deild, síðast árið 2012. Eftir það tók við fall alla leið niður í C-deild en Wolves fór þó strax aftur upp og hafnaði í fjórtánda sæti B-deildarinnar í vor. Eftir það var nýr þjálfari ráðinn og var þekkt nafn fengið til að taka við starfinu, Ítalinn Walter Zenga sem lengi varði mark Inter Milan og ítalska landsliðsins.Wolves besti kosturinn „Þetta er bara tóm hamingja og það ríkir mikil eftirvænting,“ segir Jón Daði en tímabilið í ensku B-deildinni hefst nú um helgina er liðið mætir Rotherham á útivelli á laugardag. Jón Daði reiknar með að vera í leikmannahópi liðsins þá. Hann segir að félagaskipti hafi legið í loftinu hjá sér í nokkurn tíma. „Það var passað upp á að þetta myndi ekki leka út og gekk það mjög vel. Þetta kann því að koma eins og þruma úr heiðskíru lofti en þetta er þó búið að eiga sér nokkuð langan aðdraganda,“ segir Jón Daði. Fleiri lið komu til greina og var annað B-deildarlið, QPR, nefnt til sögunnar. „Þegar allt kom til alls fannst mér Wolves vera besti kosturinn í stöðunni fyrir mig. Þetta var skref sem ekki var hægt að sleppa,“ segir hann. „Ég finn fyrir miklu trausti, ekki bara frá þjálfaranum heldur einnig frá klúbbnum líka og það er mjög jákvætt,“ segir Jón Daði en umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, vildi ekki staðfesta fréttir breskra miðla um að Jón Daði hafi kostað Wolves um eina milljón punda. Kaupverðið sé trúnaðarmál.Vísir/GettyÁ heima í úrvalsdeildinni Sem fyrr segir mega Úlfarnir muna sinn fífil fegri. Liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina árið 2009 og náði að bjarga sér naumlega frá falli fyrstu tvö árin en endaði svo langneðst þriðja árið. Ári síðar féll liðið aftur um deild en þá tók við mikið uppbyggingarstarf hjá félaginu. „Félagið telur sig eiga heima í ensku úrvalsdeildinni og ætlar sér upp. En síðasta tímabil var ekki upp á marga fiska og ekki eins og menn vildu. Það er því viðbúið að þetta muni allt saman taka tíma, ekki síst í ljósi þess að það er nýr þjálfari, nýir leikmenn og nýtt leikkerfi,“ segir Jón Daði. „Það tekur allt saman tíma að smella saman og það er spurning hvort við gerum atlögu að úrvalsdeildarsætinu strax á þessu ári eða því næsta. En ég hef mjög góða tilfinningu fyrir því að það muni gerast mjög fljótt.Vísir/GettySvipað og í landsliðinu Jón Daði segir að hlutverk hans verði svipað hjá Wolves og hann hefur gegnt í íslenska landsliðinu. „Þeir vilja að liðið sé mjög þétt. Að leikmenn hlaupi mikið og vinni vel saman. Mitt hlutverk verður að vera öflugur í sókninni, skora mörk og leggja upp en einnig hjálpa til í vörninni. Mér finnst að það passi mér mjög vel,“ segir Selfyssingurinn öflugi. Mikil þreyta eftir EM Jón Daði var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í sumar og sló meðal annars út England í 16-liða úrslitunum. Hann segir að gott gengi á EM hafi hjálpað mikið til. „Við sjálfir náðum ekki að átta okkur á því hversu langt við komumst og hversu mikill árangur þetta var. Það tók því sinn tíma að koma sér niður á jörðina aftur, enda líkamleg og andleg þreyta mikil,“ segir Jón Daði sem kemur til Englands frá þýska B-deildarliðinu Kaiserslautern, þar sem hann spilaði í aðeins hálft ár. „Það var mikið fylgst með manni á EM en líka í Þýskalandi, þar sem mér gekk vel. Þangað koma margir til að skoða leikmenn,“ segir hann en þó nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins hafa skipt um lið eftir gott gengi Íslands á EM.Fótboltinn er svona stundum Undanfarnir tólf mánuðir hafa verið afar viðburðaríkir hjá Jóni Daða. Fyrir ári var hann að spila með Viking í norsku úrvalsdeildinni en liðið var þá búið að hafna nokkrum tilboðum Kaiserslautern. Jón Daði fór því að lokum frítt til Þýskalands og byrjaði að spila þar um áramótin. Eftir tímabilið í vor tók svo EM-ævintýrið við og nú nýtt félag í Englandi. „Þetta er svolítið furðulegt allt saman en fótboltinn er svona. Hlutirnir geta gengið hratt fyrir sig og maður verður að vera tilbúinn fyrir hvað sem er. En það er ekki nokkur spurning að þetta ár er það eftirminnilegasta á mínum fótboltaferli og ég mun aldrei gleyma því. En nú verður fyrst og fremst gott að geta einbeitt sér fyllilega að fótboltanum á nýjan leik.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Jón Daði farinn til Úlfanna Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er á leið í enska boltann en hann samdi í dag við Wolves. 2. ágúst 2016 12:51 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Jón Daði farinn til Úlfanna Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er á leið í enska boltann en hann samdi í dag við Wolves. 2. ágúst 2016 12:51
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti