Helgi: Var ekki lengi að svara Heimi Eiríkur Stefán Ásgiersson skrifar 5. ágúst 2016 13:38 Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla. Vísir/Jóhanna Helgi Kolviðsson er nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en það var tilkynnt á blaðamannafundi í morgun. Helgi er 44 ára fyrrum landsliðsmaður sem hóf ferilinn hér á Íslandi með ÍK og HK áður en hann hélt til Þýskalands árið 1995. Hann hefur búið ytra síðan þá en eftir að hann lagði skóna á hilluna árið 2007 hefur hann starfað sem þjálfari félagsliða bæði í Þýskalandi og Austurríki. „Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þetta. Það er heiður fyrir mig að geta unnið fyrir KSÍ og íslenska landlsiðið,“ sagði Helgi sem hefur lengi búið og starfað í Þýskalandi og Austurríki en hann verður áfram búsettur ytra. Hann mun ekki taka að sér önnur störf með félagsliðum og einbeita sér algjörlega að íslenska landsliðinu. „Það er gaman að koma aftur inn í íslenskt starfsumhverfi. Allt það sem hefur einkennt íslenska landsliðið - hvernig liðið spilaði, baráttuandinn, karakterinn og hvernig þjóðin og áhorfendur voru - allt eru þetta atriði sem ég hef reynt að koma inn í þau félagslið sem ég hef verið með,“ segir Helgi. „Þetta er bara jákvætt og mér líst rosalega vel á þetta. Ég var ekki lengi að svara Heimi þegar hann spurði mig að þessu,“ segir Helgi sem segir að nú þurfi að skilja við ævintýrið í Frakklandi og byrja upp á nýtt. „Það er bara búið og nú er það næsta keppni sem gildir. Okkar hlutverk er að bæta okkur á mörgum sviðum enda er það þannig í fótbolta að það er alltaf hægt að bæta sig.“ „Við viljum halda áfram að gera það sem við gerðum vel og halda áfram að bæta okkur,“ segir Helgi sem segir að hann hafi notið góðs af því að starfa með íslenska landsliðinu í Frakklandi. „Það gaf mér mikið að sjá hvernig Lars og Heimir voru að vinna. Þeir voru með mjög skýrar línur og allir leikmenn voru með sín hlutverk algjörlega á hreinu.“ „Margir þjálfarar annarra liða voru gagnrýndir fyrir að breyta liðum þeirra mikið á milli leikja en þetta kerfi sem Ísland var með gekk upp og skilaði árangri. Það er því lítil ástæða til að breyta til.“ Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann sé hrifinn af leikkerfinu 4-4-2 sem Ísland hefur notast við undanfarin ár. „System er system. Það eru mismunandi áherslur með öllum kerfum og ef leikmönnum líður vel í því þá er það hið besta mál.“ Ísland er í riðli með Finnlandi, Kósóvó, Króatíu, Tyrklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 og Helgi segir ljóst að það verði erfitt verkefni að koma okkar mönnum alla leið til Rússlands. „Þetta er rosalega erfiður riðill. Úkraína skoraði ekki mark í Frakklandi í sumar en spilaði samt mjög vel. Það er ekkert lið sem við höfum efni á að vanmeta og geta allir unnið alla í þessum riðli.“ Fyrsti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Úkraínu ytra þann 5. september. Fótbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Helgi Kolviðsson er nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en það var tilkynnt á blaðamannafundi í morgun. Helgi er 44 ára fyrrum landsliðsmaður sem hóf ferilinn hér á Íslandi með ÍK og HK áður en hann hélt til Þýskalands árið 1995. Hann hefur búið ytra síðan þá en eftir að hann lagði skóna á hilluna árið 2007 hefur hann starfað sem þjálfari félagsliða bæði í Þýskalandi og Austurríki. „Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þetta. Það er heiður fyrir mig að geta unnið fyrir KSÍ og íslenska landlsiðið,“ sagði Helgi sem hefur lengi búið og starfað í Þýskalandi og Austurríki en hann verður áfram búsettur ytra. Hann mun ekki taka að sér önnur störf með félagsliðum og einbeita sér algjörlega að íslenska landsliðinu. „Það er gaman að koma aftur inn í íslenskt starfsumhverfi. Allt það sem hefur einkennt íslenska landsliðið - hvernig liðið spilaði, baráttuandinn, karakterinn og hvernig þjóðin og áhorfendur voru - allt eru þetta atriði sem ég hef reynt að koma inn í þau félagslið sem ég hef verið með,“ segir Helgi. „Þetta er bara jákvætt og mér líst rosalega vel á þetta. Ég var ekki lengi að svara Heimi þegar hann spurði mig að þessu,“ segir Helgi sem segir að nú þurfi að skilja við ævintýrið í Frakklandi og byrja upp á nýtt. „Það er bara búið og nú er það næsta keppni sem gildir. Okkar hlutverk er að bæta okkur á mörgum sviðum enda er það þannig í fótbolta að það er alltaf hægt að bæta sig.“ „Við viljum halda áfram að gera það sem við gerðum vel og halda áfram að bæta okkur,“ segir Helgi sem segir að hann hafi notið góðs af því að starfa með íslenska landsliðinu í Frakklandi. „Það gaf mér mikið að sjá hvernig Lars og Heimir voru að vinna. Þeir voru með mjög skýrar línur og allir leikmenn voru með sín hlutverk algjörlega á hreinu.“ „Margir þjálfarar annarra liða voru gagnrýndir fyrir að breyta liðum þeirra mikið á milli leikja en þetta kerfi sem Ísland var með gekk upp og skilaði árangri. Það er því lítil ástæða til að breyta til.“ Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann sé hrifinn af leikkerfinu 4-4-2 sem Ísland hefur notast við undanfarin ár. „System er system. Það eru mismunandi áherslur með öllum kerfum og ef leikmönnum líður vel í því þá er það hið besta mál.“ Ísland er í riðli með Finnlandi, Kósóvó, Króatíu, Tyrklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 og Helgi segir ljóst að það verði erfitt verkefni að koma okkar mönnum alla leið til Rússlands. „Þetta er rosalega erfiður riðill. Úkraína skoraði ekki mark í Frakklandi í sumar en spilaði samt mjög vel. Það er ekkert lið sem við höfum efni á að vanmeta og geta allir unnið alla í þessum riðli.“ Fyrsti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Úkraínu ytra þann 5. september.
Fótbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn